Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 17

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 17
TÓNLISTIN 15 branle, bransle (fr.), fornfranskur, fljótur hringdans. bratz (úr ítölsku viola da braccio = armfiðla, í mótsetningu við viola da gamba = knéfiðla), strokhljóð- færi, sem í strokkvartett fyllir upp miðleguna, er dálítið stærra en fiðla og er spennt fjórum strengj- um, sem stilltir eru c g d1 a1; skrifast í altlykli (sjá þar). bravo (ít.): hraustur, slyngur, dug- legur! uppörfunarliróp; við dömu brava; bravissimo, hástig af bravo: mjög vel af sér vikið! bravour (fr.)5 bravura (ít.), tækni- leg hæfni, snillileikni. bravour-aría: koloraturaría (með miklum sönghrögðum og tálmun- um). break (e.), í jazz-músík staður fjTÍr tæknilegt flos og flúr. brevis, nafn á tveggja takta nótunni (2X%); sbr. alla breve. brillante (it.), skínandi, leiftrandi. brillubassar, háðsheiti á síendurtekn- um bassanótum (t. d. c-g, c-g, c-g osf.) í hljómbundnum (hómófón) rithætti. brio (ít.), ferskleiki, frísldeiki; con brio, brioso, frísklega. brjóslverk nefnist á pipuorgelinu pipuröð sú, sem venjulega er sett upp í miðju fyrir framan hrjóst spilarans og heyrir til 2. nótnaborði (manual); ef það stendur fyrir aftan spilarann, nefnist það „bak- positiv“ (positiv = lítið orgel með flauturöddum án pedals). broderies (fr.): viðhafnarnótur. brummeisen (þ.): e. k. munn- tromma, málmþynna, sem sungið gr á (sbr. að „spila á greiðu“). „brúmmraddir“: söngur með lokuð- um munni (a bocca chiusa), nefni- lega gegnum nefið. buffo (ít.), skringilegur; opera buffa = gamanleikur í óperuformi; hassabuffo, tenórhuffo (buffone), söngvari gamanhlutverka. Bund (þ.) nefnist á gítar, mandólíni og zitar (áður fyrr lika á strok- hljóðfærum) örmjór listi, sem hólfar gripbrettið sundur til þess að létta fyrir um létt fingragrip í hinni breytilegu tónhæð. Á íslenzku hefir listi þessi verið kallaður „band“. bundfrei (þ.) nefndust gömul klavi- kordin, þegar þau höfðu sérstakan streng fyrir hvei-ja nótu. burla (ít.), glettni, spaug. Stundum nafn á svítukafla hjá Bacli; bur- lelta: skripaleikur. Til skifnings verður krafizt orku. Aristoteles. „Hlutverk tónlistar í kirkju er að efln trúartilfinninguna með auknum fögnuði við sætleik söngsins og f jölbreytileik sam- hljómsins. Því harðar ber þessvegna að áfellast þá menn, sem misnota svo mikla og veglega guðsgjöf í léttúðugum og ó- sæmilegum tilgangi, og tæla þar með mennina, sem i eðli sínu hneigjast að öllu illu, til synda og misgjörða." Palestrina, „princeps musicae“ (höfðingi tónlistarinnar). Hinn frægi fiðlusmiður Antonio Stra- divarius lauk þróun fiðlusmíðinnar mátulega snemma til þess að leggja full- komið hljóðfæri í hendurnar á mesta fiðluleikara ofanvert á 17. öld, Arcang- elo Corelli. Helen Kanfmann.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.