Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 10. mars 2004 Grisjun skógar boðin út í fyrsta skipti á Íslandi Þann 25. febrúar sl. auglýsti Skógrækt ríkisins á Hallorms- stað útboð á grisjun 3,7 hektara lerkiskógar á Hafursá á Héraði sem gróðursettur var 1983 og er nú orðinn tæplega 7m hár að meðaltali. Að sögn Skúla Björnssonar, aðstoðarskógar- varðar á Hallormsstað, er þetta í fyrsta sinn sem útboð á grisjun skógar er auglýst á Íslandi. Hann segir að undanfarin ár hafi verið haldin námskeið fyrir bændur í grisjun skóga og með- ferð á þeim tólum og tækjum sem til þarf við það verk. Síðan hafa menn farið í starfsþjálfun í samvinnu Héraðsskóga og Skógræktar ríkisins á Hallorms- stað. Þess vegna er orðinn til stór hópur manna sem kann til verka við grisjun skóga og annað sem því fylgir. Nú eru aðeins 7 ár í að fyrstu gróð- ursetningar Héraðsskóga nái þeim aldri að þurfi að grisja og þá margfaldast grisjunarþörfin. Skúli segir að í framtíðinni verði mikil þörf fyrir fólk sem kann til verka við grisjun og fleira sem fylgir skógrækt. Hann segir að innan fárra ára verði boðnir út til grisjunar 200 til 300 hektarar á ári á Fljótsdalshéraði. Þá áætlar hann að innan fárra ára hafi skapast 150 til 180 ársverk á Héraði og eru þá öll störf við skógrækt tekin með. Nú þegar eru á milli 60 og 70 ársverk sem tilheyra skógrækt á Fljótsdals- héraði. ,,Skógræktin mun skapa mikla vinnu á Héraði og má segja að hún sé okkar stóriðja og í þeim héruð- um sem menn eru komnir af stað með skógræktarverkefni," sagði Skúli. Skógrækt ríkisins hefur gengið í gegnum stefnumótun nýverið þar sem m.a. var komist að þeirri niðurstöðu að það væri skógrækt í landinu til framdráttar að Skóg- rækt ríkisins skilgreini ákveðin verkefni og úthýsi eins og kallað er. Þar með væri stuðlað að upp- byggingu á verktakastarfsemi sem er ekki hvað síst nauðsynleg á sviði skógarhöggs. Þetta útboð nú er liður í þeirri viðleitni. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barna- verndarstofu, segir að réttindaleysi barna í fóstri hvað varðar skólagöngu sé grafalvarlegt mál. Hann segist ekki sjái aðra lausn en að stjórnvöld taki á málinu og þá menntamálaráðuneytið því undir það heyri þessi málaflokkur. ,,Það hljóta allir að sjá að hér er um mikið vandamál að ræða. Ítrekaðar tilraunir okkar á Barnaverndarstofu til þess að greiða fyrir lausn þess hafa enn sem komið er ekki borið árangur. Vandamálið er að það er lögheimilissveitarfélag barnsins sem er ábyrgt fyrir skólagöngu þess. Þegar barnið getur af einhverjum ástæðum ekki dvalið hjá foreldrum sínum eða fjölskyldu og nauðsynlegt er að ráðstafa því í fóstur þá er oft ekki um auðugan garð að gresja við að finna nýtt heimili. Oftar en ekki strandar það á því að skólinn í sveitarfélaginu, þar sem hæfir fósturforeldrar finnast, treystir sér ekki til að veita barninu skólagöngu af einhverjum ástæðum," segir Bragi. Hann segir að stundum séu málefnalegar ástæður fyrir því að skóli hafnar að taka við fósturbarni. Stundum hefur barn svo mikla þörf fyrir sérkennslu og sérstaka aðstoð að það getur reynst fámennum sveitaskóla ofviða að axla slíka ábyrgð. Aðrar hindranir geta líka verið í veginum. ,,Hinu er ekki að leyna að það er eiginlega jafn algengt að engar málefnalegar ástæður séu fyrir synjuninni. Stundum er barninu einfaldlega synjað um skólavist án þess að nokkur ástæða sé tilgreind og engin sjáanleg ástæða virðist vera fyrir hendi," segir Bragi. Hann segir að það hafi gerst að börnum hafi verið ráðstafað á fósturheimili í sveitarfélögum þar sem þeim hefur ekki verið boðið tækifæri til náms sem í raun sé brot á réttindum barnsins og á ákvæðum grunnskólalaga um skólaskyldu. ,,Mér sýnist að það sem þurfi að koma til sé úrskurðaraðili sem taki að sér að úrskurða um ágreining í þessum efnum milli sveitarfélaga. Við höfum óskað eftir því við menntamálaráðuneytið án árangurs að það kvæði upp úr þegar um ágreining hefur verið að ræða milli þess sveitarfélags sem vistar barnið og hins sem það á lögheimilisrétt í og er í raun ábyrgt fyrir skólagöngu þess. Um getur verið að ræða ágreining af margvíslegu tagi og því tel ég að það sé óhjákvæmilegt að til sé aðili sem getur höggvið á hnútinn og úrskurðað barn inn í skóla," segir Bragi. Landssamtök vistforeldra í sveitum var með erindi á Búnaðarþingi um að fela stjórn Bændasamtakanna ásamt stjórn Landssamtaka vistforeldra í sveitum að hefja samningaviðræður við Samtök ísl. sveitarfélaga varðandi börn sem eru vistuð á sveitaheimilum á vegum félagsmála- yfirvalda sveitarfélaga. Í greinargerð með erindinu kemur m.a. fram að nú séu vistuð um hundrað börn á sveitaheimilum á vegum sveitarfélaga víðsvegar um landið, 26 í langtímafóstri og 75 í skammtímafóstri. Síðan segir orðrétt í grein- argerðinni: ,,Börn í fóstri á Íslandi virðast búa við algert réttindaleysi hvað varðar skóla- göngu ef þau eru vistuð annars staðar en í sínu heimasveitarfélagi. Það virðist háð geðþótta skólastjórnenda á hverjum stað hvort börn fá skólavist eða ekki og þekkt er að á sumum svæðum þýðir ekki að taka börn í fóstur því fyrirfram er vitað að skólavist fæst ekki. Einnig eru þess dæmi að búið sé að ganga frá vistun barns á fósturheimili og barnið komið en þá neitar skólinn barninu um inngöngu. Finna verður lausn á þessu vandamáli í sam- ráði við Samband ísl. sveitarfélaga og tryggja að börn séu aldrei send í fóstur án þess að skólaganga sé tryggð..." Síðan segir: ,,Tryggingamál vegna fóstur- barna eru í ólestri. Sum þeirra eiga við alvar- leg hegðunarvandamál að stríða og geta valdið skaða á eignum fósturforeldra og annarra. Sveitarfélagið sem vistar barnið verður að vera tryggt fyrir hugsanlegum skaða sem börn geta valdið." Jóhannes H. Ríkharðsson, á Brúnastöðum í Fljótum, er formaður Landssamtaka vistfor- eldra í sveitum. Hann segir að samtökin hafi verið í sambandi við ýmsa aðila vegna þessa máls sem sé afar erfitt viðfangs og óleyst enn þá. Það virðist vera geðþóttaákvörðun sveitar- félaga hvort börn í fóstri fái inni í viðkomandi skóla og í raun sé það alveg ótrúlegt hvað sum sveitarfélög komast upp með. Hann segist vita dæmi þess að skólastjóri og allt kennaraliðið hafi verið tilbúið til að taka við fósturbarni en þá hafi þeir sem með rekstur skólans höfðu að gera neitað barninu um skólavist. ,,Fyrir um það bil mánuði var ráðstefna á vegum Barnastofu um fósturmál. Þar var þetta vandamál rætt lítillega og virtist fólk vera ráðþrota hvað skólamálið varðar. Við teljum að félagsmálaráðuneytið og Samband ísl. sveitarfélaga séu samstarfsvettvangur fyrir þetta og þess vegna viljum að við Bændasam- tökin komi með okkur í viðræður við þessa aðila um málið og fleira sem varðar fóstur- börn. Þar má nefna lágmarksgreiðslur fyrir fóstur barna, réttindi og skyldur fósturforeldra, réttindi fósturbarna varðandi menntun og fleira, tryggingamál og ferðakostnað, föt, lyf og tómstundir," sagði Jóhannes H. Ríkharðs- son. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um fósturbörn og skólagöngu þeirra Réttindaleysi barnanna er grafalvarlegt mál Skólaganga í valdi skólastjóra Fósturbörn og skólaganga þeirra Útgjöld til matvælakaupa fara hlutfallslega lækkandi Í svari forsætisráðherra til Önnu Kristínar Gunnarsdóttur alþm. kemur fram að heimilin í landinu verja sífellt lægra hlutfalli af tekjum sínum til kaupa á matvælum. Árið 1996 var þetta hlutfall 16,4% en 2003 voru 13,5% útgjalda til mat- vælakaupa, samkvæmt vísitölu neysluverðs. Margt kemur til en lækkandi verð á innlendum bú- vörum og þá einkum kjötvörum hefur lagt sitt að mörkum. Því til stuðnings má nefna að frá desember 1997 til desember 2003 hækkaði vísitala neysluverðs um 26,7% en á sama tíma hækkaði nautakjöt aðeins um 12,4% og lambakjöt um 8%. Á sama tíma lækkaði svínakjöt um 35% og alifuglakjöt um 23,7%. /EB. Sauðfjárbændur efndu til árshátíðar um síðustu helgi á Hótel Sögu. Gestir skemmtu sér afar vel - snæddu afar góðan mat, sungu og dönsuðu og hlógu svo undir tók í húsum í Vesturbænum. Eins og sjá má er myndin sett saman úr fjölmörgum myndum sem Bbl. tók á hátíðinni. Árshátíð sauðfjárbænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.