Bændablaðið - 10.03.2004, Side 5

Bændablaðið - 10.03.2004, Side 5
Miðvikudagur 10. mars 2004 5 Fyrirhugaðar eru endurbætur á aðstöðu fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss. Umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs hefur unnið með Náttúrustofnun og sveitarstjórn Rangárþings eystra að þessu máli og munu teikningar af svæðinu vera tilbúnar. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum um hve mikið verður gert á svæðinu enda málið enn á hönnunarstigi. Aðspurður um hvaða endurbætur menn séu helst að tala um sagði hann að það væri að koma upp hreinlætisaðstöðu og að lagfæra göngustíga. Bætt aðstaða fyrir ferðamenn til að borða nestið sitt væri líka inni í myndinni. Endurbætur á aðstöðu ferðamanna við Seljalandsfoss Bjarni sagði í samtali Bbl. að rannsóknir hans hefðu leitt í ljós að talsverðar göngur glerála, sem eru seiði ála, séu hér til lands og að þeir umhverfisþættir sem ráða mestu um göngur þeirra séu sjávarföll og vatnshiti. Umhverfis- þættir ráða mestu um hvort gler- állinn verður karlkyns eða kven- kyns. Hér við land er það á þann veg að mikill meirihluti gleráls verður hrygnur. Þær vaxa betur og verða stærri en hængurinn og verðmætið er meira. Hann segir að víðast hér á landi sé hlutfall hrygna óvenjuhátt. Í S-Evrópu er umhverfisþátturinn á þann veg að meirihluti glerálsins verður hæng- ar sem eru ekki eins hagkvæmir í eldi og hrygnan. Vænleg búgrein ,,Þegar horft hefur verið til álaveiða hér á landi fram að þessu þá hafa menn aðallega veitt álinn í lækjum og vötnum. Nú er komið í ljós að það er hægt að stunda álaveiðar í sjó hér við land sem er þá bara viðbót við þá auðlind sem állinn er í ám og vötnum, þ.e. ál sem dvelur allan aldur sinn í sjó. Ég tel hiklaust að þarna séu komnar umtalsverðar strandnytjar fyrir bændur sem land eiga að sjó og eiga strandlengju sem gefur kost á ála- veiðum. Sömu sögu er að segja af álaeldi sem líka getur orðið umtalsverð aukabúgrein en það byggist á því að veiða glerála og ala þá áfram. Það hefur einnig komið í ljós að hér við land mætast Evrópu-áll og Ameríku-áll og er það eini staðurinn í heiminum sem það gerist. Það hafa meira að segja fundist kynblendingar þessara stofna hér við landið og standa yfir rannsóknir á þeim," sagði Bjarni. Hann segir að rannsóknir sínar hafi byrjað á glerálarannsóknum árið 1999 vestur á Mýrum og voru það fyrstu vísindasýni af glerál sem hafa náðst hér við land. Upp úr því fór hann að kortleggja göngu gleráls til að fá yfirlit yfir útbreiðslu hans við landið og gönguhegðun. Næstu ár á eftir segist hann hafa vaktað ákveðna staði við landið á vorin og fram- kvæmt mælingar á glerálnum og rannsakaði umhverfisþætti. Hann segist hafa veitt glerál á 17 stöðum á svæðinu frá Stokkseyri að Barðaströnd og eftir því sem þekk- ing og kunnátta eykst veiðist meira af glerálnum. Síðan byrjaði Bjarni í fyrra á nýju rannsóknarverkefni varðandi sjávarálinn og útbreiðslu hans um- hverfis landið með nytjar í huga. Hann hefur veitt sjálfur og fengið fólk til að veiða fyrir sig allt í kringum landið og komið hefur í ljós að ál er að finna í öllum lands- hlutum. ,,Það kom mér á óvart hvað veiddist mikið á ákveðnum stöðum og eins hvað állinn er vænn víða við landið sem helgast af því að hrygnur eru í miklum meirihluta hér sem fyrr segir," sagði Bjarni Jónsson. Bjarni Jónsson fiskifræðingur Állinn er auðlind sem bændur geta nýtt sér Fyrir skömmu var skýrt frá svari landbúnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um álaveiðar og álaeldi hér á landi. Svar ráðherra var að mestu byggt á þeim rannsóknum sem Bjarni Jónsson, fiskifræðingur hjá norðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar, hefur unnið að í nokkur ár en hann er sá sem mest hefur stundað vísindalegar rannsóknar á ál hér við land. Þessi áll veiddist í Elliðaánum og var 84,5 sm og þyngdin var 1,3 kg! Myndin birtist í bókinni Fiskar í ám og vötnum, sem Landvernd gaf út 1996.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.