Bændablaðið - 10.03.2004, Síða 12

Bændablaðið - 10.03.2004, Síða 12
12 Miðvikudagur 10. mars 2004 Í gegnum aldirnar hefur þjóðin notað landið og kosti þess til að full- nægja ýmsum þörfum sínum. Höskuldur Hvítanessgoði vann sinn akur í Rangárþingi, og vestur á Ingjaldssandi notaði Grímur kögur bóndi á Brekku lækinn Ósóma til vatnsveitinga ræktun sinni til gagns en gróf til þess land Ljóts bónda, ná- granna síns. Risu af því alvarlegir úfar og menn féllu. Maðurinn greip með ýmsum hætti inn í umhverfi sitt, langoftast í því skyni að full- nægja einum eða fleirum frumþarfa sinna. Enn er okkur nauðsynlegt að nýta landið og kosti þess. Munurinn er þó sá að þekking á afleiðingum gerða okkar er meiri nú en fyrr og valkostirnir til þess að fullnægja þörfunum fleiri en voru. Þar á móti kemur að þörfunum hefur fjölgað. Fleirum þarf að svala en þeim efnis- legu einum, t.d. þörfunum fyrir að njóta fagurs umhverfis og upplifa það. Langt er síðan farið var að koma skipulagsskyldu á notkun lands, fyrst í þéttbýli þar sem nú er við fáu hróflað án þess að samræmist gildandi skipulagi. Skipulagsskylda nær nú til alls landsins. Í reynd hefur hún að takmörkuðu leyti náð til landbúnaðar, svo sem akuryrkju, tún- og skógræktar. Á það líklega rætur í þeirri tíð þegar landbúnaður var viðfang flestra og þarfir þeirra afar áþekkar. Sú tíð er breytt og hagsmunirnir orðnir fleiri og dreifðari. Gætir þess í mörgu. Í máli Yngva Þórs Loftssonar á Fræðaþingi landbúnaðarins í febrúar sl. kom m.a. fram að vænta megi sam- bærilegrar áherslu á skipulag dreif- býlis á næstu árum og ráðið hefur í þéttbýli síðari árin. Neysluhyggja einkennir okkar tíma og til er orðið samfélag neyt- enda sem er eitt áhrifamesta afl sam- tíðarinnar . Þetta afl hefur þegar breytt íslenskum landbúnaði svo sem alþekkt er, t.d. hvað snertir flestar búvörur. Og miklar hræringar eru í gangi. Við sjáum ýmis dæmi um það: Löngu þekkt er afstaða fólks (neytenda) til ásýndar lands og meðferðar þess. Ábendingar hafa komið fram um hirðu og umgengni til sveita, sem mætt hefur verið með sérstökum aðgerðum stjórnvalda, og ekki er óþekkt að fólk (neytendur) hafi stungið niður penna og gert athugasemdir um hvíta rúllubagga bænda. Þarf ekki skarpa sjón til þess að greina hvert stefnir: Samfélagið mun í vaxandi mæli láta sig varða útlit byggðanna, ekki aðeins þeirra þéttu heldur líka þeirra dreifðu. Kemur þá að aðalefni þessarar greinar. Notkun lands til landbúnaðar svo sem jarðræktar (fóðurrækt hvers konar, ræktun iðnaðarjurta, skjól-, yndis- og viðarskóga...) hefur áhrif á ásýnd landsins. Á meðan fjölær tún voru megineinkenni ræktaðs lands dreifðra búa í fullsetnum sveitum var heildarsvipur landsins oftast mildur og áþekkur frá einni sveit til annarrar. Nú falla æ fleiri tún úr hefðbundinni notkun og renna þá hægt og sígandi saman við umhverfi sitt að frátöldum skurðakerfunum sem mörkuðu dýpri spor - í bók- staflegri merkingu. Á setnum jörð- um verður jarðyrkjan hins vegar um- fangsmeiri og fjölbreyttari en var: skurðakerfum er haldið við, jafnvel stækkuð, tún eru endurunnin reglu- lega og akrar stækka ár frá ári, ýmist brúnir (opnir), fagurgrænir eða ljósbleikir, allt eftir árstíðum. Með tímanum munu skógræktarjarðir einnig líka markast úr með sama hætti. Breytingin leiðir óhjákvæmi- lega til þess að hinar eiginlegu bú- jarðir verða meira áberandi í um- hverfi sínu og allt sem á þeim er gert heldur en verið hefur til þessa. Til þessa hefur jarðrækt ekki lotið miklu ytra skipulagi og sjálfræði ræktenda var lengi vel ótakmarkað. Til framtíðar er skipu- lagsþörfin hins vegar augljós. Hún er tvíþætt: Innri þörf landbúnaðarins - þar sem leitað er eftir sem hagkvæmastri nýtingu landsins, bæði með skamm- en ekki síður langtímasjónarmið í huga. Þótt við Íslendingar teljum okkur hafa ríkulegan aðgang að landi fer ræktað land á íbúa heims- byggðarinnar minnkandi ár frá ári. Því er það skylda okkar að sýna fyrirhyggju í mati og flokkun, vörslu og ræktun lands, með hagsmuni framtíðar í huga. Land og jarðvegur henta misvel til ræktunar, bæði hvað eðliseiginleika og kostnað varðar. Þróun byggðar í landinu og eignar- halds á landi þessi árin tekur í litlu, ef nokkru, tillit til ræktaðs eða ræktanlegs lands. Við ofsetna markaði flestra afurða á okkar tímum er það skiljanlegt en hins vegar er brýnt að horfa til þarfa komandi kynslóða - þannig að ekki verði lagt endanlegt hald á kostalönd fyrir þær til ræktunar. Hér má vísa til afar athyglisverðrar umfjöllunar Ás- laugar Helgadóttur og Jónatans Her- mannssonar um verðmæti ræktunar- lands á Ráðunautafundi 2003 (bls. 12-16). Fyrirsjáanlegar veðurfars- breytingar næstu áratugina ættu fremur en hitt að hverja okkur til andvara í þessum efnum. Ytri þörf landbúnaðarins - er samofin þeirri innri en henni til við- bótar koma nýrri þarfir samfélagsins svo sem varsla og umönnun lands, ekki aðeins hins ræktaða heldur líka úthaga, með því að gera það hæfilega aðgengilegt, hlú að því og verja það spjöllum og eyðingu. Rót- leysi og hraði nútímans hafa m.a. kallað fram þörfina fyrir varðveislu margs þess er var. Hugtakið menningar- eða búsetulandslag hefur orðið til vegna hennar. Það er því eitt hlutverka jarðræktarmanna að annast um þessar minjar í við- eigandi mæli - taka tillit til þeirra í fræðum sínum og starfi. Einsleitir akrar og þrautræktuð fágresistún, sem ekki verða eldri en 5-8 ára kalla fram þörfina fyrir "gamaldags" tún, vaxin náttúrulegu fjölgresi og blóm- jurtum sem ef til vill standast ekki til fulls hagræðingarkröfu hins þétt- bæra tæknistórbúskapar en kunna að geta mætt öðrum þörfum. Hugsan- lega er þetta dæmi um "nýja" afurð sem neyslusamfélagið spyr eftir og er tilbúið til að meta til verðs, t.d. í beingreiðslum til bænda. Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er þessi árin að mótast fræðigrein sem er ný í háskólaflóru landsins - umhverfisskipulag er hún nefnd. Hún er byggð á langri al- þjóðlegri fræðahefð, ekki síst norður-evrópskri. Hins vegar er náttúra lands okkar, saga og menn- ing þjóðarinnar þess eðlis að hin erlendu fræði þarf að laga að ís- lenskum aðstæðum - móta íslenskan landslagsarkitektúr. Það er firna spennandi verkefni kennara og nem- enda og til komið á réttum tíma eins og lesa má úr framansögðu. Þýðingarmikið er að gott sam- starf komist á meðal jarðræktar- manna, kunnáttufólks í umhverfis- skipulagi og bænda. Áður en yfir kunna að hvolfast hornóttar og stífar skipulagsreglur að ofan ættu þessir aðilar að herða samstarf um stefnu- mótun og framkvæmd með það að markmiði að hver bújörð eigi sér umhverfisskipulag (að sjálfsögðu sem hluta aðalskipulags) rétt eins og fyrir hana er gerð markmiðssett bú- rekstraráætlun að kröfu lána- stofnana, eða búenda sjálfra. Góður grundvöllur að þessu verki er að verða til, m.a. með verkefninu Nytjaland, Betra bú, svo og ýmsum verkum á vegum búnaðarsam- bandanna. Útskrifaðir nemendur LBH í umhverfisfræðum geta hér orðið mikilvægir liðsmenn. Þessi árin hefur ríkið með bein- greiðslum mikil áhrif á starf þeirra bænda sem stunda sauðfjárrækt, mjólkurframleiðslu, skógrækt og aðra landgræðslu. Í skógrækt er alls- endis óvíst hvort og þá hvenær hinn harði viðarmarkaður skilar henni arði, en opinber stuðningur er rök- studdur með öðru gagni af skógplöntuninni. Svipað á við um sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu: að teknu tilliti til stöðu markaða aðalafurða greinanna sýnist ekki fráleitt að beina stuðningnum til "annarra" afurða greinanna tveggja, svo sem jarðræktarinnar og umhirðu landsins. Rökin fyrir því liggja m.a. í vaxandi spurn eftir þeim. Hin sam- félagslega hugsun að baki opin- berum stuðningi hlýtur að byggjast á því að fá fyrir hann þjónustu sem samfélagið óskar eftir - en það er væntanlega eitt helsta dráttarafl neyslusamfélagsins. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri Jarðrækt, búskapur og ásýnd sveitanna Sjálfsagt þykir einhverjum að hér hafi verið farið skýjum ofar í mörgu. Tilraun má því gera til þess að nálgast jörðu - í bókstaflegum skilningi: Það verður í vaxandi mæli fylgst með því hvernig bændur, hverju nafni sem nefnast, fara með jarðir sínar og ræktunarlönd. Hvatt er til þess að meðferðin byggist á meðvitaðri kunnáttu og skipulagi. Hafa þarf skýra framtíðarsýn, bæði einstaklinganna en einnig samfélagsins. Hin síðarnefnda réttlætir það að hluti núverandi stuðnings ríkis á einstakar búsafurðir fari til umbóta á því umhverfi sem þær eru framleiddar í. Af þeim verkefnum má nefna (sum þeirra eru þegar á dagskrá): - gerð ræktunarskipulags fyrir jörðina vegna hvers kyns ræktunar og varðveislu jarðvegs og gróðurgæða - umbætur framræslukerfa þar sem þeirra er þörf - hagkvæma fóðurræktun - viðhald merkilegs menningar-/búsetulandslags - varðveislu, umhirðu og merkingu áhugaverðra þjóðleiða og staða í landi jarðar - skjólrækt og aðra ræktun til yndis og útivistar Einhverjir kunna að líta á breytingarnar sem ógnun. Hins vegar mun það vera svo að í allri ógnun liggja eitt eða fleiri tækifæri, bara ef ráðrúm gefst til að hugleiða stöðuna og að hafa síðan frumkvæði um viðbrögð. Bændur, hvort sem búa við kýr, kindur, hross, verðandi skóga, ferðamenn eða hvað annað, í samvinnu við jarðræktarmenn og kunnáttufólk í umhverfisskipulagi eiga hér mikið verk að vinna. Það er í sumum greinum hafið og því hálfnað samkvæmt orðtakinu en ganga þarf þéttar og skipulegar fram. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er óumflýjanlegt að huga samhliða að því hvernig streymi (opinbers) fjármagns megi breyta því það ræður jafnan miklu um hvort og hvenær markmiðið næst. Markmið okkar er betri ræktun landsins og fegurri ásýnd þess. En markmiðið getur einnig verið það að skapa skilning á milli þjóðfélagshópa, sem hafa verið að senda hver öðrum tóninn, svo ekki komi til jafn alvarlegra afleiðinga og deilur Gríms kögurs og Ljóts bónda um lækinn Ósóma höfðu á sinni tíð. /Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri. Af samninga- málum Nú hefur verið skipuð samninganefnd ríkisins varðandi nýjan mjólkursamning og mun nefndin þegar hefja störf í þessari viku. Fulltrúar bænda í samningaviðræðunum hafa verið skipaðir og í nefndinni eru frá LK þeir Þórólfur Sveinsson (jafnframt formaður samninganefndar) og Egill Sigurðsson. Frá BÍ eru þeir Ari Teitsson og Eggert Pálsson og sk. sameiginlegur fulltrúi er Þórarinn Leifsson, Keldudal. Frá ríkinu koma að þessum viðræðum þau Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins (formaður), Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Sigríður Norðmann, lögfræðingur landbúnaðarráðuneytinu og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytinu. Þess er vænst að samningaviðræður taki ekki langan tíma. Kúabændur með fundi um land allt Í síðustu og þarsíðustu viku héldu flest aðildarfélög LK fundi þar sem umræðuefnið var fyrst og fremst ný skýrsla um þróun og horfur í mjólkurframleiðslu. Forsvarsmönnum LK var boðið á fundina og voru þeir mjög vel sóttir af bændum. Alls mættu á fundina rúmlega 440 manns. Nautakjöið hækkar Nú um mánaðamótin urðu nokkrar breytingar á verði nautgripakjöts til bænda og leiðréttist verð nokkuð hjá bæði Sláturhúsinu á Hellu og Sölufélagi A-Hún. Væntingar standa til þess að fleiri sláturleyfishafar komi í kjölfarið enda vantar gripi til slátrunar sem hefur ýtt við nokkrum að byrja að staðgreiða gripi. Ástæða er til að hvetja bændur að kynna sér verð á vef LK: www.naut.is og bera saman þá kosti sem kunna að vera í stöðunni. Verðmunur er nú nokkuð mikill á milli aðila og getur það skipt þúsundum í verðmætum hvers sláturfalls. Pantið miða! Eins og áður hefur komið fram verður árshátíð kúabænda í ár haldin í hjarta Norðurlands, á Akureyri. Þegar er hægt að skrá sig á árshátíðina sem og að panta herbergi með því að hringja til skrifstofu LK fyrir hádegi (s. 433 7077) eða með því að senda tölvupóst á: naut@naut.is. Á árshátíðinni verður boðið upp á skemmtiatriði, margrétta máltíð og dansleik að hætti kúabænda. Árshátíðin verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa LK Sími: 433 7077, fax: 433 7078. Netfang: lk@naut.is. Veffang: www.naut.is. Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK Landssam- band kúa- bænda Svipmynd úr Grýtubakkahreppi. Kaldbakur í baksýn.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.