Bændablaðið - 10.03.2004, Síða 17

Bændablaðið - 10.03.2004, Síða 17
Miðvikudagur 10. mars 2004 17 sem er eina alþjóða- samband mjólkuriðn- aðarins í heiminum, minntist hundrað ára afmælis samtak- anna á síðasta aðalfundi sín- um. Hann var haldinn í borg- inni Brugge í Belgíu, en IDF var stofnað árið 1903 í Brüssel og þar er nú aðsetur þess. Við Íslendingar gengum í sam- bandið árið 1988 að frumkvæði Óskars H. Gunnarssonar, sem þá var formaður SAM og for- stjóri Osta- og smjörsölunnar, og hann var í hópi boðsgesta á afmælisfundinum. Flutningar og framleiðsla „Þegar IDF var stofnað ríkti mikil bjartsýni meðal mjólkur- framleiðenda,“ segir dr. Þor- steinn Karlsson framkvæmda- stjóri, en hann hefur setið flesta aðalfundi og þing sam- takanna frá því að við gerð- umst aðilar að þeim. „Í þá daga var sama hve mikið magn mjólkur var framleitt, hún seld- ist öll. Næringarskortur var víðast hvar í heiminum og helsta vandamálið var flutn- ingalegs eðlis. Mestu máli skipti að auka framleiðsluna og koma mjólkinni milli staða. Það gat reynst erfitt, því að mjólkin er viðkvæm og háhita- tækni var óþekkt á þeim tíma. Menn reyndu að notast við þurrmjólkurtækni og niður- suðu mjólkur til þess að koma henni á staði þar sem fersk mjólk var ekki á boðstólum. Útflutningur var lítill; hver þjóð reyndi að vera sjálfri sér nóg. Nú er hins vegar komin til sög- unnar hörð samkeppni, og hún gerir starf IDF snöggtum erfið- ara. Fljótlega verða samtökin vettvangur samstarfs á sviði tækni, framfara og vísinda- legra rannsókna. Nú á dögum geta menn unnið saman á rannsóknarsviðinu, en sam- keppnin eykst jafnt og þétt, og margir álíta að samtökin muni eiga erfitt uppdráttar í framtíð- inni. Mjólkurfyrirtæki hafa sameinast og eru orðin býsna stór mörg hver; ef þau eru orð- in voldugri en IDF, hvers vegna ættu þau þá að hjálpa öðrum? Í því liggur hættan. Lægra verð til bænda Nú á dögum verða menn að fylgja Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í viðræðum um frelsi í alþjóðaviðskiptum, og það kom fram á afmælisfund- inum í Brugge að landbúnað- arstefna ES hefur breyst veru- lega. Minna fjármagni verður varið til landbúnaðar næstu árin, svo að bændur í Evrópu verða að búa sig undir að fá lægra verð fyrir afurðir sínar. Tíu nýjar þjóðir ganga í Evr- ópusambandið innan tíðar og því fylgja breytingar. Til dæm- is mun verð til bænda í Pól- landi vera mjög lágt og við það þurfa aðrar þjóðir að keppa. Bandaríkjamönnum og Evr- ópubúum hefur tekist að sam- eina kröfur sínar í DOHA-við- ræðunum, en gallinn við þær er sá að ekki er nægilegt tillit tekið til smáþjóðanna. Frelsið er aukið og útflutningsbætur eiga að hverfa að langmestu leyti á næstu fimm árum. Al- gjört frelsi mun reyndar seint ríkja, vegna þess að bændur eru svo fjölmennir í Evrópu miðað við Bandaríkin, þar sem innan við 2% íbúanna vinna við landbúnað. Það er sem sagt ekki gróðavænlegur tími framundan hjá bændum að talið er - en við vonum að úr rætist, og við munum fylgjast grannt með DOHA-viðræðun- um, sem eru framhald af GATT-viðræðunum, þar sem fjallað er um frelsi í alþjóðavið- skiptum. Næring og erfðir Í markaðsfræðinni er stundum talað um p-in fjögur: product, price, place og promotion, eða framleiðslu mjólkurvara, verð þeirra, hvert á að flytja þær og hvernig á að kynna þær. En nú hefur fimmta p-ið bæst við og það er personal situation eða þarfir einstaklingsins. Hér er um að ræða sérþarfir þeirra sem vilja vernda heilsu sína og þægindi og varast ýmsa ætt- genga sjúkdóma. Rauveruleiki morgundagsins er það sem er að gerast á rannsóknarstofun- um hverju sinni. Og nú hefur stóraukist þekking okkar á genum eða erfðaeiginleikum mannsins. Eins og kunnugt er ráðleggja læknar og næringar- fræðingar fólki hvað öllum sé fyrir bestu að borða og hvað ekki. En svo einfalt er málið ekki, því að hið sama gildir ekki um alla einstaklinga. Sumir eru þannig af guði gerð- ir að þeir geta borðað eins mikla dýrafitu og þá lystir án þess að verða meint af, en aðrir skaðast jafnvel af litlu magni hennar. Þetta munu læknar í framtíðinni geta séð með því að mæla hvernig gen hvers einstaklings bregðast við fæðuefnum. Hér er um algjöra byltingu að ræða, og á ráð- stefnu IDF fyrir nokkru var því spáð að ekki liðu nema 5-10 ár þar til hver einstakingur gæti borið lítið kort þar sem gen hans væru skráð. Mjólkuriðn- aðurinn þarf að koma til móts við þessar nýju sérþarfir, og það kostar að vöruúrval þarf að vera enn fjölbreyttara en það er nú. Menn eru sammála um að grunnvörur í mjólkinni verði áfram svipaðar, og þar sem þær teljast vera nauðsynjavör- ur þurfa þær að vera ódýrar. Nýju sérvörurnar verða hins vegar dýrar, og þess vegna hafa voldug mjólkurfyrirtæki lagt mikla áherslu á rannsóknir á þessu sviði, því að hagnaður- inn mun að öllum líkindum verða mestur í þeim. Umhverfisvænn landbúnaður Á fundum IDF hefur oft verið rætt um framtíð landbúnaðar og hvert hlutverk bænda verði. Býlin verða æ færri og stærri, en menn hafa tröllatrú á því að áfram verði fjölskyldubú ríkj- andi og samvinnuformið verði áfram við lýði. Það er ekki trú manna að um verksmiðjubú- skap verði að ræða í mjólkur- iðnaðinum, þótt búin stækki. Og hlutafélagsformið er álitið koma að góðu gagni varðandi dótturfélög sem sérhæfa sig í ákveðnum mjólkurvörum. Stuðningur við bændur verður ef til vill ekki eingöngu í formi framleiðslustyrkja heldur verð- ur frekar um umhverfisstyrki að ræða. Það kemur í hlut bænda að vernda náttúruna, hreinleik hennar og dýralíf; bóndinn er eins konar um- hverfisvörður í sveitinni. Á þessu eru menn að átta sig æ betur í Evrópu. Umhverfis- vænn landbúnaður er það sem koma skal.“ Upplýsingamiðlun mikilvægust Þegar Þorsteinn Karlsson er að lokum að því spurður hvort ís- lenskur mjólkuriðnaður hafi haft gagn af aðild sinni að IDF, svarar hann því hiklaust ját- andi. „Á því er enginn vafi að aðildin er okkur mjög mikil- væg,“ segir hann. „Á fundum og þingum samtakanna er unnt að fylgjast með því sem er að gerast í mjólkuriðnaði heimsins, sjá nýjar vöruteg- undir, vel heppnaðar auglýs- ingar og fleira. Okkur verður ljóst hvar við stöndum gagn- vart öðrum þjóðum og sá sam- anburður hefur yfirleitt sem betur fer verið okkur mjög hagstæður. Rannsóknir eru hins vegar mjög takmarkaðar hér á landi og því þýðingar- mikið að fylgjast með þeim er- lendis, því að framtíðin felst í því sem er að gerast á rann- sóknarstofunum. Ásamt per- sónulegum kynnum af mönn- um og málefnum mjólkuriðn- aðarins er upplýsingamiðlun mikilvægasti þátturinn í starf- semi IDF, og það er ómetanlegt fyrir okkur að geta notið henn- ar.“ • Aðild er okkur ómetanleg R æ t t v i ð Þ o r s t e i n K a r l s s o n f r a m k v æ m d a s t j ó r a A l d a r a f m æ l i I D F : Svipmynd frá hinni sögufrægu og fögru borg í Belgíu, Brugge, þar sem hundrað ára afmælis IDF var minnst. Frá afmælishófi IDF; Þorsteinn Karlsson er annar frá vinstri. Að neðan eru fleiri svipmyndir frá Brugge. IDF

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.