Bændablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 21

Bændablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 21
Miðvikudagur 10. mars 2004 21 Stjórn Félags hrossabænda hefur lagt fyrir Búnaðarþing eftirfarandi tillögu: ,,Búnaðar- þing haldið í Bændahöllinni við Hagatorg 7. mars 2004 lýsir yfir sérstakri ánægju með World- Feng og hvetur til að hann verði í sífelldri þróun með það fyrir augum að halda sem best utan- um allar skýrslur og upp- lýsingar er varða íslenska hest- inn hérlendis sem erlendis. World-Fengur er stórt afl í markaðssetningu íslenska hests- ins sem eykur hróður hrossa- ræktarinnar og BÍ innanlands sem utan." Flutningsmaður tillögunnar er Baldvin Kr. Baldvinsson, for- maður Hrossaræktarsamtaka Ey- firðinga og Þingeyinga. Hann segir að World-Fengur sé mikil- vægur fyrir hrossaræktendur. Þar sé að finna gríðarlegt safn og samantekt um allar hrossaættir og í framtíðinni eigi World-Fengur eftir að verða ómetanlegur fyrir ræktun íslenska hestsins bæði heima og erlendis. ,,Þarna er að finna á einum stað allt sem skráð hefur verið og skráð er um íslenska hestinn. Upp- lýsingastreymi hlýtur að vera af hinu góða fyrir alla ræktun og maður finnur fyrir auknum áhuga manna á World-Feng og því sem þar er að finna," segir Baldvin. Varðandi hrossaræktina segir Baldvin að hann telji að lífhrossa- verð hafi staðið í stað í mörg ár, markaðsverð þeirra hafi ekkert hækkað. Hann segist telja að Ís- lendingar eigi ýmislegt ógert í markaðssetningu íslenska hestsins erlendis og að hér heima sé líka ýmislegt sem taka þurfi fastari tökum. ,,Það er fullt af fólki í landinu að rækta hross sem kemur hvergi fram í raun. Menn geta leyft sér það að vera með uppboð á hross- um og selja þau fyrir nánast ekki neitt og þetta fólk greiðir ekki búnaðargjald, sjóðagjald eða virðisaukaskatt. Svo virðist sem skattayfirvöld leiði þetta allt hjá sér. Menn sem koma á alvöru hrossabú og vilja kaupa hest segjast geta fengið ámóta hest mun ódýrari hjá einhverjum sem sleppir virðisaukaskattinum. Við höfum verið að fjalla um þetta á fundum hjá okkur en það er erfitt að taka á þessu," segir Baldvin Kr. Bald- vinsson. Félag hrossabænda lýsir yfir sérstakri ánægju með World-Feng Föstudaginn 12. mars n.k. kl. 13 - 18, verða opin fjárhús á til- raunastöð RALA og LBH á Hesti í Borgarfirði. Þetta er í annað sinn sem sérstakur dagur er tekinn til að kynna starfsemi RALA og LBH í sauðfjárrækt en opinn dagur var haldinn í fyrsta sinn í apríl 2003. Starfsemin verður kynnt á margvíslegan hátt. Fyrst og fremst verða fjárhúsin opin fyrir gesti og hægt að skoða húsin sjálf og féð sem þar er hýst. Hrútar á fyrsta vetri sem nú eru í afkvæmarann- sókn verða kynntir sérstaklega með upplýsingum um ætterni og mælingar. Hægt verður að skoða mismunandi gólfgerðir sem nú eru í prófun í húsunum og reynsla sem þegar liggur fyrir verður kynnt í stuttum fyrirlestri. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar um nýjar tilraunaniðurstöður um sumarbeit lamba á ræktað land og gæðamæl- ingar á lambakjöti úr tilraunum á Hesti. Mörg fleiri verkefni verða kynnt á veggspjöldum, m.a. samanburður á mismunandi gerð- um merkja í sauðfé, húsagerðir fyrir sauðfé á búum víða um land, vinnumælingar á sauðburði, reynsla af láglendisbeit og sumar- slátrun, hausteldi lamba, úttekt á kjötmati lambakjöts og fleira. Lögð er áhersla á að tengja verk- efni í sauðfjárrækt við háskólanám í búfræði við LBH og eru kynning- ar í mörgum tilfellum unnar af nemendum sem vinna að verk- efnum sem hluta af námi. Ullarselskonur frá Hvanneyri verða á staðnum og spinna jafnóðum úr ull sem Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvann- eyri ætlar að rýja af nokkrum kind- um auk þess sem þær munu kynna handverk frá Ullarselinu. Einnig verður sýnd tækni við rafmagns- girðingar sem þróuð hefur verið af bændum á Lambeyrum í Laxárdal. Aðstandendur starfsins á Hesti vonast til að sem flestir sauðfjár- bændur og annað áhugafólk um sauðfjárrækt þiggi heimboð að Hesti þennan dag. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Sáðmagn Pöntun pr. ha Grasfræblanda K 25 Vallarfoxgras Grindstad 25 Vallarfoxgras Vega 25 Vallarfoxgras Engmo 25 Vallarsveifgras Fylking 15 Vallarsveifgras Sobra 15 Túnvingull Gondolfin 25 Fjölært rýgresi Svea 35 Fjölært rýgresi Baristra 35 Sumarhafrar Sanna 200 Vetrarhafrar Jalna 200 Sumarrýgresi Barspectra 35 Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 Vetrarrýgresi Barmultra 35 Bygg 2ja raða Filippa 200 Bygg 2ja raða Rekyl 200 Bygg 2ja raða Skegla 200 Bygg 6 raða Arve 200 Bygg 6 raða Olsok 200 Bygg 6 raða Lavrans 200 Sumarrepja Bingo 15 Vetrarrepja Emerald 8 Vetrarrepja Barcoli 8 Fóðurmergkál Maris kestrel 6 Fóðurnæpur Barkant 1.5 Rauðsmári Bjursele 10 Hvítsmári Betty 10 Sáðvörur Ráðgjöf byggð á reynslu Starfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi og meðferð á sáðvörum. Við val á sáðvörum geta margar spurningar vaknað því aðstæður ráða hvaða fræ hentar á hverjum stað. Mismunandi þarfir Til að bændur nái sem bestri nýtingu á sáðvörum miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskeru og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. M R / fe br úa r 20 04 Korngarðar 5 • 104 Reykjavík Símar: 540 1100 • Fax: 540 1101 Réttar sáðvörur tryggja góða rækt Opinn dagur á tilrauna- stöðinni á Hesti 12. mars Náttúruleg loftræsting hefur náð talsverðri útbreiðslu í kjölfari þeirrar öru þróunar sem orðið hefur í fjósbyggingum á síðustu árum. Þess vegna var farið af stað og bændur heimsóttir sem sett hafa upp slíkan búnað á síðustu árum. Niðurstöður heimsóknarinnar benda til þess að betur þurfi að huga að hönnun og uppsetningu á búnaðar fyrir náttúrulega loftræstingu. Nærri undantekningarlaust höfðu verið settir upp vandaðir og vel útfærðir þakgluggar sem voru nægilega stórir til að tryggja viðeigandi loftræstiafköst. Hins vegar er algengt að ekki sé gert ráð fyrir inntaksopum heldur gert ráð fyrir að nota keyrsluhurðir sem inntaksop sem er mjög slæmur kostur með tilliti til loftdreifingar og loftstýringar. Hvað er náttúruleg loftræsting? Náttúruleg loftræsting er það þegar loftskipti í byggingum verða um sérstaklega hönnuð inntaks- og úttaksop í byggingu án þess að viftur eða blásarar séu notaðir. Loftskiptin eiga sér stað vegna svokallaðs drifkrafts (buoyancy force), sem orsakast af mismun á inni- og úthita. Jafnframt hefur vindur mikil áhrif á náttúrulega loftræstingu sérstaklega við aðstæður þar sem lítill munur er á inni- og útihita. Náttúruleg loftræsting byggir á öðrum lögmálum en vélræn loftræsting. Vélræn loftræsting byggir á loftskiptum sem eru knúin af viftum, sem hægt er að stýra til að viðhafa æskileg loftskipti. Hins vegar er erfiðara að stýra náttúrulegri loftræstingu af sömu nákvæmni þar sem drifkraftur og áhrif vinds byggja á breytilegum og óstjórnanlegum veðurfarsþáttum. Til er tvenns konar útfærsla á náttúrulegri loftræstingu. Annars vegar þar sem loftskipti fara fram um loftop með hæðarmismun og hins vegar þar sem loftskipti fara eingöngu fram um hliðarop. Loftop með hæðarmismun Er líklega algengasta útfærslan á náttúrulegri loftræstingu. Loftskipti fara fram um inntaksop á vegg og úttaksop á mæni. Hæðarmismunur inntaks og úttaks sem og varmaframleiðsla gripanna hefur mest áhrif á drifkraft loftræstingarinnar og þar með afköst hennar. Þessi gerð loftræstingar gefur möguleika á sjálfvirkri stýringu á inntaks- og úttaksopum. Þessi stýring getur verið það nákvæm að breytingar í veðri, svo sem á vindhraða og vindátt, hefur lítil áhrif á loftslag í byggingunni. Loftskipti um hliðarop Þessi gerð loftræstingar er einkum notuð þar sem eru miklir sumarhitar. Hún byggist á því að langhliðar byggingarinnar eru opnar að hluta til eða alveg og stærsti hluti loftræstingarinnar fer fram fyrir tilstuðlan vinds sem blæs í gegnum bygginguna. Í heitu veðri eiga loftskipti sér stað um hliðaropin þannig að útiloft kemur inn um neðri hluta loftopsins og inniloftið berst út um efri hlið opsins. Til þess að fá þessi áhrif þarf hæð loftopsins að vera töluverð. Nokkur góð ráð Fáið leiðbeiningar varðandi mat á stærð inntaks- og úttaksopa fyrir náttúrulega loftræstingu Farið eftir leiðbeiningum varðandi val á búnaði og gætið að því að afköst mismunandi gerða af inntaks- og úttaksopum eru breytileg Það að ætla sér að loftræsta gripahús með því að nota innkeyrsluhurð sem inntaksop er óásættanleg lausn. Unnsteinn Snorri Snorrason Bútæknideild RALA Náttúruleg loftræsting

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.