Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 10. mars 2004 23 Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra veitti Hóla- skóla, háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Afhending verðlaunanna fór fram á Hólum þann 27. febrúar. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyrirtækja eða stofnana sem skarað hafa fram úr í starfsemi sinni. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Guðmundur Skarphéðinsson fylgdi verðlaununum úr hlaði og sagði meðal annars að Háskólinn á Hólum þætti sérlega vel að verð- launum kominn og óskað starfs- fólki áframhaldandi velgengni í uppbyggingu skólans. Skúli Skúlason veitti verð- laununum viðtöku fyrir hönd Hólaskóla. Hann ræddi um mikilvægi þessara verðlauna fyrir starfið á Hólum og sagði þau undirstrika þann samfélagslega samhug sem þarf til að efla há- skólakennslu og rannsóknir á landsbyggðinni og minna okkur á þá staðreynd að framtíð atvinnu- og menningarlífs hérlendis byggðist á menntun, þekkingu og fagmennsku. Hann sagði þetta sérstaklega hvetjandi fyrir skólann í ljósi þess að greinar hans hefðu byggst upp í nánu samstarfi við atvinnulífið. Ekki væri þetta síður stuðningur við áætlanir um eflingu skólans en til stæði að lengja námið, fjölga nemendum og efla rannsóknir enn frekar. Með því væri mætt mikilli og vaxandi þörf fyrir kennslu og rannsóknir skólans. Verðlaunagripurinn er lista- verk eftir Erlend Magnússon lista- mann, ásamt verðlaunaskjali. Á myndinni er Skúli Skúlason, rektor á Hólum, vinstra megin og Guðmundur Skarphéðinsson, for- maður Atvinnuþróunarfélagsins, til hægri. Hvatningarverðlaun Atvinnu- þróunarfélags Norðurlands vestra til Hóla Margir að velta fyrir sér heima- rafstöðvum Í liðnum mánuði gengust Orku- sjóður, Þróunarstofa Austur- lands, Landssamtök raforku- bænda og Félag áhugamanna um smávirkjanir fyrir ráðstefnu um litlar raforkustöðvar á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Ólafur Eggertsson, bóndi Þorvaldseyri og formaður Lands- sambands raforkubænda, sagði að um 60 manns hefðu mætt á ráðstefnuna sem hefði verið nokkuð stíluð á þennan landshluta vegna þess hve mikill áhugi er meðal bænda á Austurlandi um að koma sér upp vatnsaflsstöðvum. Nú eru 36 aðilar að láta mæla hjá sér vatnsrennslið með byggingu heimarafstöðvar í huga. Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Kerruljós Kr. 2990,- www.bondi.is Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr. 109.507,- m/VSK Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Afgreiðslutími hurða 3m hæð, 4 dagar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.