Bændablaðið - 10.03.2004, Page 28

Bændablaðið - 10.03.2004, Page 28
28 Miðvikudagur 10. mars 2004 Í síðasta blaði var frá því greint að Sigurður Hreiðar væri að vinna að bók um sögu bílsins. Þess mynd var birt í því sambandi og beðið um upplýsingar um hvar og hvenær myndin væri tekin. Lesendur brugðu skjótt við og í ljós kom að myndin er austan úr Hornafirði, þar sem ferðamenn á jeppanum lentu í ál í Hornafjarðarfljóti og Sigurbergur í Svínafelli kom þeim til aðstoðar á hesti sínum og festi dráttartóg í krókinn á jeppanum, svo hægt væri að draga hann á þurrt. Magnús Lárusson, formaður Hrossaræktar- samtaka V-Húnvetninga, hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í félaginu, en á vegum þess hafa verið haldnar folalda-, ungfola- og ræktunarbússýningar. Hann hefur hins vegar gagnrýnt Félag hrossabænda fyrir að- gerðarleysi varðandi sölu á íslenskum hest- um til útlanda. Hann segir skorta fjármagn til að markaðssetja hross og ef það fengist þá sé engin áætlun til um hvernig eigi að nota féð. ,,Það eru margir einstaklingar að fást við hrossasölu hver í sínu horni en á félagslegum grunni, eins og hjá Félagi hrossabænda, er ekkert um að vera í þessum efnum og á meðan svo er getum við varla búist við opinberri aðstoð," segir Magnús. Varðandi hrossarækt segir hann að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum. Nú sé mjög erfitt fyrir hrossaræktunarsambönd að eiga og reka stóðhesta. "Framboð á stóðhestum er nú margfalt meira en það var fyrir 10 til 15 árum, nýjar stjörnur rísa árlega og ryðja gömlum úr vegi. Óskir hryssueigenda eru í takt við stjörnuhrapið. Það er erfitt fjárhagslega fyrir hrossaræktarsamböndin að eiga það úrval hesta að hryssueigendur leiti ekki annað. Það verður því mun erfiðara að reka hrossa- ræktarsamtök í landinu en var fyrir nokkrum árum og spurning hvort þeirra er þörf lengur," segir Magnús. Hann segir að World-fengur sé ómetanlegur upplýsingamiðill fyrir hrossaræktendur. Ef menn eru í vafa um ættir hrossa þá er hægt að fara á vefinn og þar finna menn það sem þeir leita að. Þar er líka hægt að leita að efnilegum hrossum með ákveðna eiginleika sem eru skyld ákveðnum gæðingum. Hann segir að World- fengur sé ,,biblía" hrossaræktenda. Magnús Lárusson, formaður Hrossaræktarsamtaka V-Húnvetninga Vantar hugmyndir og peninga til markaðssetningar á hrossum erlendis Í Bændablaðinu 27. janúar sl. hvetur Valdimar Guðjónsson í Gaulverjabæ til málvöndunar m.a. með tilvísun í tilhneigingu sumra til að nota erlend orð um sjálfvirk mjaltatæki þegar komin eru fram boðleg íslensk nýyrði. Eins og Valdimar bendir rétti- lega á er allt þetta tal um "róbotta" í Bændablaðinu og víðar alveg fráleitt. Þess eru jafnvel dæmi að erlenda "orðskrípið" ,eins og Valdimar nefnir það, sé notað sitt á hvað ásamt nýyrðum í sömu greininni. Nýyrðið mjaltaþjónn hefur verið notað töluvert. Mér hefur alltaf fundist það eiga vel við forvera sjálfvirku mjaltatækjanna, þ.e.búnað sem auðveldaði hefð- bundnar vélmjaltir með því að taka spenahylkin af spenunum að loknum mjöltum. Því lagði ég til fyrir um tveimur árum að notað yrði orðið mjaltari um þau sjálf- virku, tölvustýrðu, mjaltatæki sem nú eru að ryðja sér til rúms. Þarna er sjálfvirknin komin á það hátt stig að tækið hefur tekið við af manninum þannig að mjaltari mjaltar kýrnar án mannlegra af- skipta nema hvað varðar umsjón með tölvu og öðrum búnaði. Því mæli ég með því að orðið mjaltari verði notað fremur en mjaltaþjónn. Mjaltari er karlkyns orð og beygist eins og valtari sem þekkt er í málinu. Bændablaðið hefur notað þetta orð mikið og virðist mörgum falla vel við það þótt enn séu þessi mál á reiki eins Valdimar benti á. Sitthvað fleira mætti nefna varðandi málvöndun og ætla ég að nefna tvö dæmi í viðbót. Ýmsir hafa reynt að íslenska ensku lýsingarorðin ""intensive" og "extensive" þegar verið er að greina frá búskaparháttum eða landbúnaðarkerfum. Sumir hafa slett, aðrir notað ýmsar misgóðar þýðingar,jafnvel afleitar. Lengst gekk þetta málfarslega harðlífi á Fræðaþingi landbúnað- arins nú á Þorra þegar farið var að tala um "háflæði" og "lágflæði" í sauðfjárbúskap í framangreindum merkingum. Fyrir nokkrum árum gerði Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri tillögu um nýyrðin þéttbær í merkingunni "intensive" og dreifbær í merkingunni "exten- sive". Þessi orð hafa breiðst nokkuð út, m.a. í reglugerðartexta, og ég mæli eindregið með notkun þeirra því að ég þekki ekki önnur betri úrræði, hvort sem um er að ræða í jarðrækt eða búfjárrækt. Þá er það lífræna ræktunin þar sem orðið "ræktað " eða "ræktuð" er stund- um ofnotað. "Lífrænt ræktað grænmeti" , "lífrænt ræktað korn" og "lífrænt ræktað búfé", gott og gilt, en þegar farið er að tala um "lífrænt ræktað kjöt" og "lífrænt ræktaða mjólk" hljótum við að vera komin á hálan ís . Þá mætti einfaldlega sleppa orðinu "ræktað" eða "ræktuð" eða segja í staðinn t.d. " lífrænt framleitt kjöt " eða "lífrænt vottuð mjólk" (sjá t.d. umfjöllun í efni um lífrænan búskap á vefnum www.bondi.is). Ólafur R. Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands ( ord@bondi.is) Orð í tíma töluð um málvöndun Hin svokallaða gæðingakeppni á íslenskum hestum verður kynnt markvisst á erlendri grund á næstu misserum. Keppt er í tvenns konar keppni á íslenskum hestum, fyrrnefndri gæðingakeppni og íþróttakeppni. Í gæðingakeppni er það hesturinn sem skiptir meginmáli og reiknast þar til stiga m.a. frjálslegt fas og fegurð hestins, vilji hans og svo auðvitað geta á gangtegundum. Í íþróttakeppninni er meira horft til samspils knapa og hests og gerðar kröfur um nákvæmar og faglegar sýningar þar sem útfærsla og smáatriði skipta meira máli en hraði og fegurð. Gæðingakeppnin er í raun mun eldri og hefur verið við lýði hér á Íslandi lengi, t.d. telst keppni á landsmótum til gæðingakeppni. Erlendis hefur keppnin hins vegar þróast þannig að þar hefur nánast eingöngu verið keppt í íþróttakeppninni og gæðingakeppnin verið svo til óþekkt. Nú virðist hins vegar vera vaxandi áhugi fyrir því erlendis að bjóða upp á hefðbundna gæðingakeppni og hafa nokkrir mótshaldarar gert slíkar tilraunir þar sem íslenskir dómarar hafa stýrt keppni og dæmt. Með þessum aukna áhuga hefur orðið til þörf fyrir dómara í greininni erlendis og þess vegna ætlar Landssamband hestamannafélaga að halda nám- skeið fyrir erlenda gæðingadómara. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík dagana 25. - 27. mars nk. og að sögn Sigrúnar Ögmundsdóttur hjá LH hefur á annan tug þátttakenda erlendis frá nú þegar skráð sig til leiks. Námskeiðinu lýkur svo með prófi og munu þeir sem ná prófinu þar með teljast löggildir gæðingadómarar og verða félagar í Gæðinga- dómarafélagi LH. Ljóst er að kynning gæðingakeppninnar erlendis mun blása lífi í keppnislíf eigenda ís- lenskra hrossa og ef vel er að staðið gæti gæðinga- keppnin aukið hróður hins kraftmikla íslenska hests enn frekar. Margir telja einnig að með þessu sé verið að opna frekari möguleika í sölu keppnishesta þar sem hinn dæmigerði gæðingakeppnishestur sé allt önnur hestgerð en dæmigerður íþróttakeppnis- hestur þó að vissulega séu til hestar sem hafa verið að gera það gott á báðum sviðum. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun þessara mála og útbreiðslu hinnar alíslensku gæðingakeppni um heiminn. Bbl./HGG Gæðingakeppnin kynnt erlendis

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.