Bændablaðið - 06.07.2004, Qupperneq 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang bbl@bondi.is
Næsta blað kemur út 31. ágúst
en við mætum til starfa 16. ágúst
SÖFNUN OG
ENDURNÝTING
HEYRÚLLUPLASTS
24
Upplag Bændablaðsins
11.500
Þriðjudagur 6. júlí 2004
13. tölublað 10. árgangur
Blað nr. 200
Grasmaðkur hefur eytt gróðri um
mestalla Landbrotsafrétt í Skaftárhreppi
langt fram á heiðar. Landið er allt hvítt
yfir að líta nema örfáir mýrarflákar en
þar þrífst grasmaðkur ekki. Allt valllendi
er gersamlega gróðurlaust. Bændur hafa
orðið að fresta því að reka fé á afrétt
vegna þessa því þar er enga beit fyrir það
að hafa eins og sakir standa.
Hilmar Jónsson, bóndi í Þykkvabæ III í
Landbroti, sagði í samtali við Bændablaðið
að vissulega hefðu bændur á þessum slóðum
séð grasmaðk áður eyða gróðri. Hins vegar
væri þetta svo stórt svæði sem hann hefði
lagst á núna að menn hefðu aldrei séð annað
eins og aldrei fyrr séð grasmaðk svona
innarlega. Hér væri um tugi ferkílómetra að
ræða.
,,Þetta er svo ótrúlegt að það líkist helst
náttúruhamförum. Landið er alveg hvítt eins
og um hávetur væri og ekki stingandi strá á
svæðinu.
Sigurgeir Ólafsson, forstöðumaður
plöntueftirlits RALA, segir að grasmaðkur
sé gamalt vandamál í aldanna rás og að á
ákveðnum svæðum á landinu sé alltaf hætta
grasmaðki. Geir Gígja gerði ítarlegar
rannsóknir á grasmaðki um 1950 og voru
niðurstöður hans gefnar út hjá Atvinnudeild
Háskólans. Þar kemur fram að einkum tvö
svæði á landinu séu viðkvæm fyrir
grasmaðki. Það sem hann kallaði svæði
númer eitt er þetta svæði þar sem
maðkurinn herjar nú eða sveitin milli
Mýrdalssands og Skeiðarársands sem kölluð
er Sveitin milli sanda. Hitt svæðið er í
Landssveit. Hins vegar hefur orðið vart við
grasmaðk um allt land.
Sigurgeir segir að með betri ræktun
bænda verði grasmaðkurinn meira vandamál
í úthaga eins og nú er í Landbrotsafrétti en í
túnum. Maðkurinn herjar frá því seinnihluta
maí og til júníloka. Nú er kominn sá tími að
hann fer að púpa sig og þá hættir maðkurinn
að gera skaða. Sigurgeir segir það fara eftir
gróðrinum hve langan tíma hann sé að jafna
sig eftir maðkinn. Hann segist hafa séð tún
jafna sig að mestu á einum mánuði en það
fari eftir tíðarfari og rigning flýti fyrir að
gróðurinn jafni sig.
Grasmaðkur herjar á Landbrotsafrétt
Hagstætt að
flýta sauð-
fjárslátrun
Í ár voraði óvenju snemma og
gróður var mun fyrr á ferðinni en
í meðalári. Svipað gerðist í fyrra
en þó mun þetta vor hafa vinn-
inginn. Þegar svo snemma vorar
er hætt við að grös sölni snemma,
það sýnir reynslan. Próteininni-
hald fer að falla snemma, jafnvel á
miðju sumri. Nú má gera ráð fyrir
líkt og þá að ekki verði mikill
munur á næringargildi gróðurs
eftir hæð yfir sjávarmáli. Sam-
kvæmt mælingum á grasþroska á
nokkrum stöðum á landinu
virðast túngrös þroskast fyrr en
vorið 2003.
Þegar árferði og gróðurfar er
svona og prótein fer að verða tak-
markað í fóðri lambanna um og upp
úr miðju sumri er
hætta á að þau fari
að safna fitu meir
en góðu hófi gegnir
miðað við nútíma
markaðskröfur.
Því er ráðlegt að
flýta sauðfjár-
slátrun í haust til
þess að ekki komi
til verðfellingar
vegna fitu sem getur eytt ávinningi
vegna meiri fallþunga.
Til þess að hægt sé að flýta
slátrun í haust gæti þurft að flýta
göngum og réttum sums staðar á
landinu. Slíkt krefst nokkurs undir-
búnings og því er rétt að fara að
skoða þau mál áður en langt um
líður. Í því sambandi getur þurft að
gera a.m.k. tímabundnar breytingar
á fjallskilasamþykktum, t.d. ef
göngum og réttum er flýtt um viku.
Þá ber að virða sjónarmið ferða-
þjónustunnar í landinu því að í vax-
andi mæli eru skipulagðar ferðir í
réttir og jafnvel göngur líka, bæði
fyrir hópa og einstaklinga. Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið. /Ó.R.D.
“Uppbygging nýrrar kennsluað-
stöðu á Hvanneyri fyrir naut-
griparæktina var tímabær og með
sameiginlegri stefnumörkun
Landbúnaðarháskólans og Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
sköpuðust nýir möguleikar á að
tengja saman allt kennslu og rann-
sóknastarf nautgriparæktarinnar
og tryggja sameiginlegt fræðastarf
í greininni. Með tilkomu þessa
nýja fjóss er möguleiki til þess að
hér geti risið þróunarsetur naut-
griparæktarinnar með náinni
aðkomu atvinnuvegarins og
fræðasamfélagsins. Nautgripa-
ræktin mun um ófyrirsjánlega
framtíð verða öflugasta búgrein
hefðbundinnar búvöruframleiðslu
og mun þurfa á sífellt öflugra
fræðastarfi og stoðþjónustu að
halda,” sagði Magnús B. Jónsson
rektor LBH.
“Þegar þessu verkefni er um það
bil að ljúka er ánægjulegasta tilfinn-
ingin sú hversu mikil samvinna og
samstaða hefur verið milli allra
þeirra sem málið varðar. Undirbún-
ingur var unninn í samstarfi margra
aðila. Fjármögnunin er sameiginleg
ríkisins og Framleiðnisjóðs og síðan
hafa margir aðilar veitt okkur
margháttaðan stuðning við að ljúka
verkinu. Þegar er farið að ræða um
sameiginleg verkefni sem unnin
verða í fjósinu. Það verður því með
mikilli ánægju sem við tökum fjósið
formlega í notkun þann 6. ágúst n.k.
kl. 13.00, en þá munum við hafa
opið hús og kynna nýja fjósið og eru
allir kúabændur og aðrir velunnarar
Landbúnaðarháskólans velkomnir til
þeirrar samverustundar,” sagði
rektor. Sjá líka bls. 21.
Nýtt fjós á Hvanneyri
Nú hillir undir að nýja kennslu-
og rannsóknafjósið á Hvanneyri
verði tekið í notkun
Magnús B. Jónsson í nýja fjósinu á Hvanneyri.
Tímamót hjá
Bændablaðinu
Með útgáfu þessa tölublaðs
hefur Bændablaðið náð
ákveðnum tímamótum, en hér
er á ferð 200. blaðið sem kemur
út frá því að Bændasamtökin
hófu útgáfuna. Tveir starfs-
menn hafa fylgt blaðinu frá
upphafi; þeir Áskell Þórisson,
ritstjóri, og Eiríkur Helgason,
auglýsingastjóri. Blaðamaður er
Sigurdór Sigurdórsson.Meira um málið
á blaðs. 28 og 29.
31
Málaði eina
mynd á dag
16
Landsmót hestamanna var haldið á Hellu um síðustu helgi. Á blaðsíðu 26
eru nokkrar svipmyndir frá mótinu en hér má sjá Daníel Jónsson á Þór-
oddi frá Þóroddsstöðum sem stóð sig afburða vel á mótinu.