Bændablaðið - 06.07.2004, Side 21
Þriðjudagur 6. júlí 2004 21
Hið nýja Hvanneyrarfjós er
hannað og byggt til að þjóna
þremur megin hlutverkum:
kennslu, rannsóknum og
kynningarstarfi. Þá var einnig
lögð áhersla á að fjósið væri
hagkvæm rekstrareining.
Kennsla
Kennsla hefst í fjósinu í haust
en það mun áreiðanlega taka
nokkurn tíma fyrir kennara við
skólann að fullnýta alla þá mögu-
leika sem þarna opnast á sam-
tvinnun bóknáms og verklegra
æfinga. Hér er um að ræða bylt-
ingu á allri aðstöðu til verklegrar
kennslu í nautgriparækt. Kennslu-
aðstaða fjóssins verður einnig nýtt
til námskeiðahalds fyrir bændur
eftir því sem þörf krefur.
Rannsóknastarf
Hvað rannsóknastarf áhrærir
þá liggja fyrir drög að rannsókna-
áætlun fyrir fjósið. Áætlunin er
unnin í samráði við fulltrúa helstu
samstarfsstofnana og þar er lögð
áhersla á eftirfarandi viðfangsefni:
-Húsvist kálfa.
-Vinnuhagræðingu við gróf-
fóðurgjöf.
-Virkni náttúrulegrar loftræst-
ingar.
-Atferli nautgripa.
-Samanburð á mismunandi
undirburði
-Söfnun grunnupplýsinga um
vaxtarlífeðlisfræði kvígna.
Landbúnaðarháskólinn stefnir
að því að rannsóknastarfið verði í
nánum tengslum við þarfir bænda í
landinu. Áhersla verður lögð á
aðlögun erlendra nýjunga frekar en
grunnrannsóknir. Rannsóknastarf í
fjósinu mun einnig mótast af
rannsóknaverkefnum nemenda við
skólann, bæði BS-90, BS-120 og
meistaranámsverkefnum.
Kynningarstarf
Fjósið er hannað þannig að
auðvelt er að taka á móti hópum
gesta sem vilja kynna sér íslenska
mjólkurframleiðslu. Mikið er um
að grunnskólanemendur komi til
Hvanneyrar í kynnisferðir en
heildarfjöldi gesta á vegum Land-
búnaðarháskólans skiptir þúsund-
um á hverju ári. Það er stefna
skólans að fjósið sé alltaf opið
gestum og við viljum sérstaklega
bjóða bændur landsins velkomna í
heimsókn.
Gæðastefna
Stefna Landbúnaðarháskólans
er að hið nýja fjós verði rekið sem
fyrirmyndarbú þar sem alltaf
verður hægt að nálgast helstu
upplýsingar um reksturinn á
hverjum tíma. Þetta er krefjandi
verkefni sem við hlökkum til að
takast á við. /TJ.
Stefnumörkun fyrir Hvanneyrarfjósið
Bygging og innrétting nýs
kennslu- og rannsóknafjóss á
Hvanneyri hefur gengið vel og er
nú fyrirhugað að byggingin verði
formlega tekin í notkun
föstudaginn 6. ágúst
næstkomandi að
landbúnaðarráðherra
viðstöddum.
Með nýja fjósinu verður mikil
breyting á allri kennslu- og
rannsóknaaðstöðu í
nautgriparækt við skólann.
Boðið verður upp á nútímalega
aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og
uppeldi verður á legubásum, en
kálfar í hálmstíum með
sjálfvirkri mjólkurfóðrun.
Kýrnar verða mjólkaðar í 2x6
mjaltabás, sem um leið mun
þjóna sem kennsluaðstaða fyrir
bændaefni og
endurmenntunaraðstaða fyrir
starfandi bændur.
Fjósið verður rúmgott og bjart og
sérstaklega hefur verið hugað að
móttöku hópa. Loftræsting
verður náttúruleg, þannig að
hvinur frá viftum mun ekki
trufla kennslu eða leiðsögn.
Fjósið hefur verið lengi í
undirbúningi eða allt frá árinu
1999 og framkvæmdir hófust
síðan haustið 2002.
Mikil vinna hefur verið lögð í
undirbúning og þar hefur ríkt
góð samstaða LBH,
Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, Bændasamtaka
Íslands og Landssambands
kúabænda.
Aðalhönnuður fjóssins er
Magnús Sigsteinsson hjá
Byggingarþjónustu BÍ, en hann
hefur notið ráðgjafar innlendra
og erlendra sérfræðinga um
sérstök atriði.
Þá hafa teikningar af fjósinu
verið kynntar á bændafundum
og að sjálfsögðu meðal
starfsfólks og nemenda á
Hvanneyri.
Óðum styttist í að nýja rannsókna- og
kennslufjósið á Hvanneyri verði tekið í
notkun. Aðalhönnuður þess er Magnús
Sigsteinsson, forstöðumaður
Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands
(BBÍ), en þar er það hannað og teiknað.
Magnús sagði í samtali við Bændablaðið
að hann væri ánægður með útkomuna nú
þegar byggingu fjóssins er um það bil lokið.
Magnús sérstöðu þess fólgna í því að þarna sé
fullkomin aðstaða til kennslu,
námskeiðahalds, rúm aðstaða fyrir nemendur
og aðstaða fyrir gesti sem koma í heimsókn
og vilja skoða fjósið.
Hann segir að við frumhönnun fjóssins
hafi BBÍ haft sem ráðgjafa fyrirtæki í
Danmörku sem heitir Agrinova. Þar er
aðalmaður Nils Rörbeck, prófessor við
Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Til
hans voru sótt mörg góð ráð og hugmyndir
sem BBÍ vann síðan úr og samræmdi við
sínar eigin hugmyndir.
Magnús segir að þetta hafi verið nokkuð
flókið verkefni og talsvert öðruvísi að hanna
þetta rannsókna- og kennslufjós en
hefðbundin fjós. Þar þurfi að taka tillit til mun
fleiri þátta. Haft var að leiðarljósi að
byggingin yrði einföld og ódýr en myndi
þjóna sínu hlutverki sem best.
Starfandi var hönnunarnefnd sem tók allar
meiriháttar ákvarðanir varðandi bygginguna. Í
henni áttu sæti auk Magnúsar þeir Torfi
Jóhannesson, Snorri Sigurðsson og Eiríkur
Blöndal. Burðarvirkisteikningar annaðist
Davíð Arnljótsson, verkfræðingur hjá BBÍ,
raflagnateikningar Rafteikning hf. og
lagnateikningar í þjónustuhluta og gerð
útboðsgagna Leifur Benediktsson
verkfræðingur.
Aðalverktaki við smíði fjóssins var
fyrirtækið Sólfell ehf. í Borgarnesi.
Innréttingar og annar tæknibúnaður kemur frá:
Vélaveri hf., Landsstólpa, Mjólkurfélagi
Reykjavíkur, Ísmörk og Þór hf.
Rannsókna- og kennslufjósið á Hvanneyri
Ánægður með útkomuna
Nýja rannsókna- og kennslufjósið á Hvann-
eyri verður tekið formlega í notkun 6. ágúst
Mjaltabásinn í nýja fjósinu. F.v. Stefán Freyr Guðmundsson fjósameistari, Torfi Jóhannesson, rannsóknastjóri, Magnús Skúlason, þjónustufulltrúi hjá
Vélaveri og Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri.
Fjósið á Hvanneyri verður staðn-
um til sóma. Það er Torfi
Jóhannesson sem er á myndinni
hér að ofan en myndirnar hér að
neðan gefa nokkra hugmynd um
stærð hússins.