Bændablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 6. júlí 2004 23
Ingunn Stefánía Svavarsdóttir,
sálfræðingur, fagurlistaverka-
kona og fyrrum sveitarstjóri í
Öxarfjarðarhreppi, hefur komið
sér upp sérstæðu myndlistar-
sýningarhúsi og vinnustofu.
Þetta er í gömlum bragga sem
hún keypti og gerði upp en hann
hafði verið notaður sem fjárhús.
Húsið hefur fengið nafn og heitir
Bragginn.
Ingunn býr ásamt fjölskyldu
sinni á bænum Vin í Núpasveit í
Öxarfirði. Bragginn stendur á túni
sem er í beinu framhaldi af eignar-
lóð þeirra og þau keyptu túnið og
Braggann. Þar var opnuð mjög
sérstæð myndlistarsýning 3. júlí sl.
og mun vera opin í tvær vikur.
Eftir að Ingunn hætti af-
skiptum af sveitarstjórnarmálum
segist hún hafa söðlað um og hafið
myndlistarnám í Mynd-
listarskólanum á Akureyri, þaðan
lauk hún námi eftir fjögurra vetra
nám árið 2002. Síðan þá hefur hún
verið að gera Braggann upp og
koma honum í það horf að vera
vinnustofa hennar og
sýningarsalur.
Það fólk sem útskrifaðist frá
Myndlistarskólanum á Akureyri
með Ingunni og þrír af kennurum
skólans hafa hist mánaðarlega yfir
veturinn síðan 2002, fengið sér
súpu og rabbað saman. Hópurinn
kallar sig enda Súpuna og það er
þetta fólk sem sýnir myndir sínar í
Bragganum en þær eru afrakstur
vetrarstarfsins. Síðastliðið haust
var ákveðið að stefna á sýninguna
og að þema sýningarinnar yrði hei-
lög María. Öll verkin á sýningunni
eru innan þessa þema og eru sýnd í
fyrrum fjárhúsi.
Vegna þess rifjaði Ingunn upp
að hér á landi hafi verið 7 Maríu-
messur haldnar hátíðlegar fram á
miðja 16. öld en þá voru þrjár
þeirra lagðar niður og hinar fjórar
árið 1770. Alveg fram til 1880
notuðu kúasmalar eftirfarandi
Maríubæn:
Hott, hott í haga
kýrnar vilja naga,
farið hvorki í mitt tún né
annarra tún,
farið hvorki í mínar engjar né
annarra engjar.
Sánkti Jóhannes vísi ykkur
veginn
þangað sem grasið er.
Sæl María guðsmóðir sestu nú á
stein
og gáðu vel að kúnum mínum
meðan ég fer heim.
Sérstæð myndlistarsýning
í Bragganum í Öxarfirði