Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 10

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 10
C. Dagpeningar frá Styrktarsjóði Dagsbrúnar Um dagpeninga frá Styrktarsjóði Dagsbrúnar vegna vinnuslyss gildir sama og segir í c lið I. kafla. D. Almennar skaðabœtur, miskabœtur og þjáninga- bœtur Samkvæmt almennum skaðabótareglum getur starfsmaður, sem verður fyrir vinnuslysi átt kröfu á bótum frá atvinnurekanda sínum, og fer um slíkt í megindráttum eftir því hver á sökina. Ekki eru tök á, að ræða það nánar hér, en Dagsbrúnarmönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins vegna slíkra mála, ef þörf krefur. J/J. ka/íí: Örorkubcetur Ororkumat: Allar greiðslur vegna örorku eru ákveðnar eftir örorkumati, sem tryggingayfirlæknir annast. Æskilegt er, að umsækjandi um örorkumat af- hendi tryggingalækni vottorð frá heimilislækni, eða læknum, sem kunnugastir eru heilsufari hans. A. Varanleg örorka vegna veikinda Sé um varanlega örorku að ræða vegna veikinda, greiðir Tryggingastofnun ríkisins örorkubætur sem hér segir: 1. Sé örorka metin minna en 50%, eru ekki greiddar örorkubætur. (Sjá hins vegar um örorku vegna vinnuslysa). 2. Ef örorka dæmist 50%-74%, er heimilt að greiða örorkustyrk, sem metinn er hverju sinni með tilliti til efnahags og félagslegra aðstæðna sjúklings. (Sjá hins vegar örorku vegna vinnuslysa). 3. Sé örorka metin 75% eða meiri á sjúklingur rétt á örorkulífeyri. (Sjá um örorku vegna vinnu- slysa.) 4. Hjón, sem bæði njóta örorkulífeyris fá 90% af lífeyri tveggja einstaklinga. 5. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 17 ára, ef annað foreldri er 75% öryrki eða meira. Barnalífeyrir tvöfaldast, sé hitt foreldrið líka öryrki eða látið. 6. Heimilt er að greiða maka örorkulífeyrisþega makabætur, allt að 80% einstaklingslífeyris, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, t. d. ef hann getur ekki stundað atvinnu vegna sjúkleika makans. 7. Hvað snertir tekjutryggingu, uppbót á lífeyri, vasapeninga og undanþágu frá greiðslu ákveðinna gjalda, vísast til V. kafla um ellilífeyri, en um þessi atriði gildir hið sama og þar segir. Sjá greinar 2-5 í A-lið, V. kafla 8. Tryggingastofnunin greiðir eða tekur þátt í kaupum á gervilimum og hjálpartækjum eftir sér- stökum reglum, og greiðir styrk til fatlaðra vegna nauðsynlegra hjálpargagna. B. Varanleg örorka vegna vinnuslyss I sambandi við greiðslu örorkubóta vegna vinnu- slysa gilda eftirfarandi reglur: 1. Sé örorka metin minni en 15% er Trygginga- stofnunin ekki bótaskyld. 2. Sé örorka metin 15—49% er heimilt að greiða í einu lagi örorkubætur, sem jafngilda lífeyri hlut- aðeiganda um tiltekið árabil, og er greiðslan þá reiknuð út af tryggingafræðingi. 3. Sé örorka metin 50%, fær hinn slasaði helm- ing af fullum örorkulífeyri og síðan 2% til viðbótar fyrir hvert örorkustig, þannig að ef örorkan er t. d. metin 60% mundi viðkomandi fá 70% af fullum örorkulífeyri, en sé örorkan metin 70%, fengi við- komandi 90% af fullum örorkulífeyri. Sé örorkan metin 75% eða meiri, fær viðkom- andi fullan örorkulífeyri. 4. Greinar 4-8 í lið a um varanlega örorku vegna veikinda gilda einnig um örorku vegna vinnuslysa og þá einnig greinar 2-5 í A-lið V. kafla um ellilíf- eyri, en auk þess er þar getur, greiðist hlutfalls- legur barnalífeyrir með börnum 51%-74% öryrkja, sem eru það vegna vinnuslysa. Sé viðkomandi 51% öryrki, greiðist 4% af barnalífeyri og síðan hækkar það hlutfall um 4% við hvert örorkustig. C. Skyldutrygging alvinnurekenda á starfsmönnum Samkvæmt samningum Dagsbrúnar er atvinnu- rekendum skylt að tryggja alla verkamenn fyrir dauða og varanlegri örorku af völdum slysa í starfi eða á eðlilegri leið milli heimilis og vinnustaðar. Trygging þessi er eins konar húftrygging (kaskó), þannig að sök skiptir ekki máli í sambandi við greiðslu bótanna, nema auðvitað ef viðkomandi hefur slasað sig af ásetningi, eða stórkostlegu gá- leysi, eða undir áhrifum nautna- eða eiturlyfja. Til þess að viðkomandi tryggingarfélag greiði 10 DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.