Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 15

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 15
LÍFEYRISSJOÐURINN Lífeyrissjóður Vmf. Dagsbrúnar og Vkf. Framsóknar var stofn- aður i ársbyrjun 1970 á grundvelli samnings, sem samtök vinnuveitenda og samninganefnd ASI gerðu með sér 19. maí 1969. I júlíbyrjun var endanlega gengið frá uppgjöri fyrir árið 1974, og sést af /be/m tölum, að sjóðurinn vex hratt. Niðurstöðutöl- ur voru jbær, að tekjur umfram gjöld á árinu námu rúmum 246 milljónum króna og niðurstöðutala eignamegin á efnahags- reikningi var kr. 553.768.618,00. Verðbólgan uggvænleg I spjalli við Karl Benediktsson, sem ráðinn var starfsmaður hjá sjóðnum í byrjun, kom m. a. fram, að hann er uggandi um hag sjóðs- ins er tímar líða fram, þar sem verðbólgan rýrir mjög getu sjóðs- ins til að greiða mannsæmandi ellilífeyri. Nefnd á vegum Sam- bands almennra lífeyrissjóða hef- ur þetta mál til athugunar og á að gera tillögur til úrbóta. Við fyrstu lánveitingar árið 1970 var hámarkslán 250 þúsund krónur, en í vor var hámarksláns- upphæðin ákveðin 750 þúsund krónur. Má af þessum tölum marka óðaverðbólguna í landinu, en þessar upphæðir eru nokkurn veginn í samræmi við hækkun byggingarvísitölunnar á þessum árum. Lán eftir 3 ár — Vextir 17% núna Hámarkslán fá þeir, sem hafa greitt óskert til sjóðsins í 3 ár og hafa nauðsynleg veð. Þeir sem hafa greitt iðgjald af 70% launa fá nú 500 þúsund og þeir sem hafa greitt iðgjald af 40% launa fá 350 þúsund. Það eru einkum ræstinga- konur og konur í fiskvinnu, sem ekki hafa fulla atvinnu. Greitt er af lánunum tvisvar á ári. Lánin eru til 15 ára og þau eru vissulega dýr fyrir láglauna- fólk. Vextir eru núna 17% og sá sem í ár tók 750 þúsund króna lán greiðir um 177 þúsund krón- ur í vexti og afborganir strax á fyrsta ári. Lánin eru veitt vor og haust og verða umsóknir að berast fyrir 1. apríl eða 1. október. Enn hefur Karl Benediktsson, starfsmaður lífeyrissjóSsins. ekki verið veitt heimild til svo- nefndra endurlána, en það mál er nú í athugun. Mestur hluti atvinnurekenda greiðir vel og skilvíslega, en þar sem alltaf eru einhverjir sem fær- ast undan að greiða í sjóðinn, er besta tryggingin að sjóðfélagar fylgist með því að féð sé greitt og láti vita í síma 14477 ef greiðslur dragast. Sjóðurinn veitir að sjálf- sögðu allar upplýsingar um láns- hæfni og réttindi félagsmanna. Það skal tekið fram, að engum, sem uppfyllt hefur öll skilyrði, hefur verið neitað um lán. Lágur ellilífeyrir Þeir sjóðfélagar, sem greitt hafa til sjóðsins í 5 ár og áunnið sér 3 stig, eiga rétt á ellilífeyri, en greiðslur geta hafist eftir að sjóðfélagar hafa náð 67 ára aldri. Það hefur komið mörgum á ó- vart hve þessi upphæð er lág, en hún er reiknuð út eftir fastmótuðu kerfi. Reiknaðar eru út meðal- tekjur síðustu 60 mánaða, miðað við 2. taxta Dagsbrúnar eftir 1 ár, og er ekki fjarri lagi að sú upphæð sé í dag 22 þúsund krón- ur á mánuði. Tekin er ákveðin prósentutala (5,4%) af þessum meðallaunum. Ef dæmi er tekið um upphæð elli- lífeyris miðað við lágmarksrétt- indi, þ. e. 5 ár og 3 stig, þá fær viðkomandi tæpar 1200 krónur. Að sjálfsögðu má greiða hærri upphæð ef áunnin réttindi eru meiri en 3 stig. Ef viðkomandi er DAGSBRUN 15

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.