Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 22

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 22
4 hús, eins og skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum, og eiga tvö húsanna að fara til Vestmannaeyja, en tvö húsanna í Ölfusborgir. Við í stjórn Ölfusborga höfum mikinn áhuga á að fá annað húsanna sem að- setur fyrir umsjónarmann, svo að hann geti búið inni á svæðinu allt árið og veitt alla nauðsynlega þjónustu árið um kring. - Hver var leigan í sumar? - Vikuleigan var 5 þúsund krónur, en helgarverð á veturna er 3 þúsund krónur frá föstudegi til sunnu- dags. Ef menn vilja dvelja lengur, þá borga þeir 1000 krónur fyrir sólarhringinn. Næstu verkefni - Á að byggja meira á svæðinu? - Það eru þegar komin 36 hús, og við teljum að svæðið sé fullbyggt hvað þessar húsagerðir snertir, en það hefur alltaf verið á dagskrá að byggja að auki kjarnahús, eða sameiginlega miðstöð, þar sem fundir geta farið fram. Þá er hugmyndin að hafa í þessu húsnæði einstaklingsherbergi fyrir þá, sem finnst of mikið að taka heilt hús á leigu. Ennþá hef- ur engin ákvörðun verið tekin hvenær byrjað verð- ur á þessari byggingu. - Er þá ekki í bígerð kaup á fleiri orlofshúsum hjá Dagsbrún? - Jú, við viljum gjarnan eignast hús alls staðar þar sem verkalýðshreyfingin er að skipuleggja or- lofsheimilasvæði. Við höfum lagt drög að því að eignast hús á Einarsstöðum á Héraði, en það er af- ar vinsæll staður, og standi okkur til boða að reisa hús í samvinnu við félögin á Vestfjörðum, munum við gera það. Þá höfum við einnig augastað á svæð- inu við Svignaskarð og höfum verið að velta fyrir okkur að eignast eitt hús þar. - Er orlofssjóður sæmilega stæður núna hvað lausafé snertir? - Já, það má segja það, og það byggist fyrst og fremst á því, að við höfum ekki staðið í neinum framkvæmdum á síðustu árum. I upphafi keypti félagssjóður húsin, en síðan yfirtók orlofssjóður eignirnar og greiðir allan kostnað við rekstur og viðhald umfram það sem kemur inn í leigugjöld. Leigugjöldin eru miðuð við að standa straum af dag- legum rekstrarkostnaði, þ. e. rafmagns- og hitakostn- aði, þvottum, umsjón og þessháttar, en allt viðhald húsanna, afborganir og annað er greitt úr orlofs- sjóði. — Hafa Dagsbrúnarmenn getað notfært sér í ein- hverjum mæli orlofsferðir til útlanda? - Já, með tilkomu Alþýðuorlofs er augljóst, að okkar félagsmenn hafa sýnt meiri áhuga á ferðum til útlanda. Það fer að sjálfsögðu eftir efnum og á- stæðum hvers og eins hvaða ásókn er í shkar ferðir, en við höfum gefið all margar tilvísanir vegna þess afsláttar, sem félagsmönnum innan ASI er gefinn hjá Alþýðuorlofi - Landsýn. Það er þó ljóst, að það er miklu frekar yngra fólkið en það eldra, sem fer til sólarlanda. Svo við víkjum aftur að Olfusborgum, þá höfum við komið þar upp nokkuð sæmilegri aðstöðu fyrir yngsta fólkið, en nú langar okkur að gera betur, gera svæðið vistlegra með gróðursetningu, koma upp gufuböðum, sundlaug, litilli golfbraut og fleira til ánægjuauka fyrir dvalargesti. Þetta þarf allt sinn undirbúning, og mun kosta verulegt fé. Við byggjum þetta þannig upp, að það þarf að leggja slíkar ráða- gerðir fyrir hvert félag fyrir sig og fá samþykki fé- laganna fyrir fjárveitingum. Aftur á móti er BSRB með einn sameiginlegan orlofssjóð þannig að á- kvarðanatekt gengur hraðar fyrir sig hjá þeim en okkur. Frekari leit að heitu vatni Þá var einnig til umræðu á síðasta aðalfundi Olf- usborga að halda áfram að bora á svæðinu. Fyrir nokkrum árum var boruð 600 metra djúp hola, en en úr henni kom ekkert vatn, aðeins gufa. Nú eru komnir jarðborar, sem ná miklu lengra niður í jörð- ina og við gerum okkur vonir um að geta hitt á hitavatnsæð. Ef þær vonir rætast munum við í kjöl- farið koma upp sundlaug og gufuböðum. sj Töluverð brögð eru að því að Dags- brúnarmenn tilkynni ekki breytingar á heimilisfangi. Nauðsynlegt er að til- kynna nýtt heimilisfang vegna heim- sendingar kauptaxta og blaðsins í fram- tíðinni. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna og tilkynnið nýtt heimilis- fang þegar þið flytjið. 22 DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.