Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 23

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 23
Auglýsing frá Lífeyrissjóðí Dagsbrúnar og Framsóknar Reglur um lánveitingar: 1. Umsóknir um lán úr sjóðnum eru afgreiddar aðeins tvisvar á ári, vor og haust. Umsóknir vegna vorúthlutunar þurfa að berast skrífstofu sjóðsins fyrir 1. apríl og vegna haustúthlutunar fyrir 1. október. 2. Rétt til 100% lánsupphæðar (hámarkslán) úr sjóðnum á sjóðfélagi sem greitt hefur til sjóðsins í 5 ár og öðlast a. m. k. 5 stig. 3. 100% lánsupphæð þ. e. hámarkslán fær hver sjóðfélagi aðeins einu sinni. 4. Það er skilyrði fyrir lántöku að viðkomandi hafi greitt til sjóðsins s.l. sex mánuði. 5. Lágmarksrétt hefur sá sjóðfélagi, sem greitt hefur til sjóðsins í 3 ár og öðlast a. m. k. 1,2 stig. 6.100% lánsupphæð getur sjóðfélagi náð með mörgum Ián- veitingum. Þ. e., þegar sjóðfélagi tekur lán í fyrsta sinn, sem ekki er 100% lánsupphæð, hefur hann fengið ákveðna % af hámarksláni og getur hann fengið lán aftur að þrem árum liðnum, ef hann hefur áunnið sér meiri réttindi, eða þar til hann hefur fengið jafngildi 100% lánsupphæðar. 7. Lánastigi: 5 ára réttindi og 5,0 stig veita rétt til 100% lánsupph. 5 — — — 4,5 — — — — 90% — 5— — — 4,0 — — — — 80% — 5— — — 3,5 — — — — 70% — 3— — — 3,0 — — — — 60% — 3— — — 2,5 — — — — 50% — 3— — — 2,0 — — — — 40% — 3— — — 1,2 — — — — 24% — 8.100% lánsupphæð (hámarkslán) er sú upphæð, sem fæst með því að margfalda grundvallarlaun með 2,5. Grund- vallarlaun er jafnt og árslaun miðað við 2. taxta Dags- brúnar eftir fulla starfsaldurshækkun. Vorúthlutun miðast við grundvallarlaun næstliðins árs. Haustúthlutun miðast við grundvallarlaun næstliðins tíma- bils frá 1. júlí til 30. júní. Hámarkslaun viS haustúthlulun 1975 var kr. 1.200.000,00- 9. Sjóðfélagi, sem ekki hefur náð 5 ára réttindatíma en greitt hefur til sjóðsins í 3 ár, getur ekki fengið hærri upphæð en 3 stig veita. 10. Þrjú ár þurfa að líða frá því að sjóðfélagi fékk lán og þar til hann getur fengið lán aftur. 11. Lán úr öðrum h'feyrissjóði verður metið eins og um lán hafi verið að ræða úr þessum sjóði. 12. Ekki er heimilt að greiða iðgjöld fyrir tímabil, sem ekki hafa sannanlega verið unnin. 13. Lánið er til 15 ára. 14. Umsækjandi þarf að vera félagi í Dagsbrún eða Framsókn. 15. FasteignaveS: Aðeins er lánað gegn veði í húseignum allt að 50% af brunabótamatsverði (þ. e. það lán, sem lífeyr- issjóðurinn veitir, að viðbættum áhvílandi forgangsveð- skuldum má ekki vera hærri upphæð en sem nemur helmingi brunabótamatsverðs) eða sé það ekki fyrir hendi þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 matsmönnum, sem fjármálaráðherra hefur tilnefnt. 16. Vextir eru nú 17%. 17. Veð, sem tryggja skuldabréf sjóðsins, hafi forgang fyrir veðum, sem tryggja skuldabréf í eigu handhafa. 18. Lántökugjald er 1% af lánsupphæð en þó aldrei lægra en kr. 3.000,00. 19. Greitt er tvisvar á ári af láni, sem er hærra en kr. 300.000,00, þann 1. apríl og 1. október. 20. Umsókn verður ekki tekin til greina nema eftirfarandi gögn fylgi: 1. Nýtt veðbókarvottorð, þar sem tilgreindur er eignarhluti (hundraðshluti) í húseign. 2. Veðleyfi, sé þess þörf. Sjá skýringar við liðinn fast- eignaveð hér að framan. 3. Veðheimild frá þinglýstum eiganda, sé umsækjandi eða maki ekki þinglýstur eigandi þeirrar húseignar, sem veðsetja á. 4. Vottorð um brunabótamatsverð, ef húseign er fullsmíð- uð. 5. Matsgjórð, ef húseign er í smíðum. Umsókn er ekki tekin til greina, nema húseign sé fokheld. 6. Vottorð um að húseign í smíðum sé brunatryggð. 21. Athygli skal vakin á, að ekki verður auglýst eftir umsókn- um um lán úr sjóðnum. 22. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins Lauga- veg 77, sími 28933. 23. Skrifstofan er opin: mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12-15 miðvikudaga .............................. — 12-18 Sjóðjélagar eru hvallir lil aS fylgjast meS því, aS alvinnu- rekendur geri skil á iðgjbldum til sjóSsins, og ennjremur aS tilkynna skrijslojunni, ej atvinnurekendur halda ekki ejtir iðgjöldum aj launum. DAGSBRUN 23

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.