blaðið - 27.05.2005, Síða 2

blaðið - 27.05.2005, Síða 2
föstudagur, 27. maí 2005 I blaðið Öryrkjum fjölgar hjá Mæðrastyrksnefnd Sú umræða að öryrkjum hafi fjölgað í þjóðfélaginu hefur verið óberandi á landinu að undanförnu. Öryrkjar eru lágtekjuhópur, sem oft og tíðum þarf á fjárhagslegri aðstoð að halda, og ein afleiðing af fjölgun í þessum hópi er aukin ásókn til þeirra aðila sem slíka aðstoð veita. Að sögn Aðalheiðar Frantzdóttur, framkvæmdastjóra Mæðrastyrks- nefndar, er nú svo komið að um 60% skjólstæðinganna eru öryrkjar. „Öryrkjum hefur fjölgað um 10- 15% hjá okkur á stuttum tíma, sem að mínu mati er bein afleiðing af íjölgun öryrkja í samfélaginu," segir Aðalheiður. „Við höfum orðið vör við að fatlaðir einstaklingar, sem búa á sambýlum, leiti til okkar þegar þeir hafa ekki efni á mat. Ennfremur ger- ist það ekki sjaldnar en einu sinni í viku að félagsráðgjafar leita til okk- ar, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, til að leita eftir aðstoð. Slíkt hefur auk- ist mjög á síðustu misserum," segir Aðalheiður. Ef farið er yfir það hvaða hópar leita til nefhdarinnar kemur eftirfar- andi í ljós: Öryrkjar 60% Atvinnulausir 19% Eldri borgarar 4% Aðrir 17% Miklir samningar stóðu yfir á Hótel Loftleiðum í gær og fyrradag um að ná Bobby Fischer aftur að taflborð- inu til að tefla einvígi í svokallaðri slembiskák, eða Fischer Random. Boris Spassky fór frá landi í gær en hann kom sérstaklega til landsins með fjársterkum bandarískum aðila sem virðist tilbúinn til þess að borga Fischer töluverða upphæð fyrir að tefla einvígi aftur. Fischer þvertekur fyrir að tefla venjulega skák, og segir hana „dauða“. Hann heimtar að tefla svokallaða slembiskák, þar sem tafl- mönnum er raðað upp samkvæmt tilviljun. Ekki er keppt opinberlega í slembiskák neins staðar í heim- inum svo vitað sé, en Fischer mun vilja kynna þetta afbrigði. Þrátt fyr- ir að Fischer víki á þennan hátt frá troðnum slóðum virðist ekkert hik vera á fjárfestum. í samtali við Blað- ið sagði Helgi Ólafsson stórmeistari að það væri nokkuð ljóst að það yrði Rándýrt að ná Fischer aftur að taflborðinu ekki ókeypis að ná Fischer aftur að taflborðinu. Ekki er komið á hreint hversu há verðlaunaupphæð er í boði en Blaðið hafði það frá öðrum heim- ildum að upphæðin hlypi á nokkrum hundruðum milljóna. Það er talið ólík- legt að Fischer tefli fyrir undir 300 milljónum, en það var það sem þurfti til að Fischer tefldi gegn Spassky í Júgóslavíu 1992. Helgi sagði ennfrem- ur að ekkert væri komið á hreint um framkvæmd einvígis, lengd eða and- stæðing. Ótal margir andstæðingar koma til greina en aðspurður sagði Helgi að ef hann mætti velja myndi hann vilja sjá Fischer tefla slembi- skák við Kasparov. „Ekki er komið á hreint hvenær línur skýrast en unnið er að nokkrum málum,“ bætti Helgi við. Hann vildi ekki tjá sig um hverr- ar tegundar þau mál væru. Fjármálaráðuneytið svarar skýrslu OECD: Ekki bein merki um ofhitnun Fjármálaráðuneytið segir rétt í skýrslu OECD að uppgangur einkenni íslenskt efhahagslíf um þess'ar mundir og að hagvöxtur sé með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum. Atvinnuleysi hafi einnig minnkað og er orðið hlut- fallslega lítið. Þrátt fyrir þetta eru ekki komin fram bein merki um ofhitnun hagkerfisins, segir í vefriti ráðuneytisins. Að mati Fjármálaráðuneyt- isins gerir OECD meira úr hag- sveifluvanda en efni standa til hér á landi næstu árin. OECD virðist hvorki reikna með aukn- um sveigjanleika né alþjóðavæð- ingu hagkerfisins. Þar segir að íslenski vinnu- markaðurinn sé sveigjanlegur og hafi opnast mikið. Nýleg reynsla bendi til að vaxandi spurn eft- ir vinnuafli sé í auknum mæli mætt með erlendu vinnuafli. Fyrrverandi starfsmenn Seafood sýknaðir Dómur fallinn í Dettifoss- málinu Dómur féll í gær í máli fjögurra manna, sem ákærðir voru fyrir til- raun til stórfellds fikniefnainnflutn- ings með flutningaskipinu Dettifossi snemma á síðasta ári. 15. mars 2004 fundu skipverjar talsvert magn kóka- íns og amfetamíns í flutningagámi um borð í skipinu. Lögreglu var gert viðvart og handtók hún sakborning- ana skömmu síðar. Jón Arnar Reynisson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á rúmlega 2,7 kg af amfetamíni og tæplega 600 g af kóka- íni til söludreifingar. Jón játaði á sig brotin og aðstoðaði við rannsókn málsins og var það honum til refsi- lækkunar. Hann hafði ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Hinrik Jó- hannsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á tveimur kg af amfetamíni. Hann hefur 15 sinnum hlotið refsidóma frá árinu 1993 - fyrir fjársvik, umferðar- lagabrot, skjalafals og fikniefnabrot. Hjáp hans við úrlausn málsins var honum til refsilækkunar. Þriðji mað- urinn var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Dómarnir eru allir óskilorðsbundnir en frá refsi- vist ákærðu dregst gæsluvarðhald hvers um sig. Einn maður, sem sakaður var um aðild að málinu, var sýknaður en hann hefur ávallt haldið fram sak- leysi sínu. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Ice- land Seafood í Hafnarfirði voru í gær sýknaðir af þeirri kröfu fyrirtækisins að viðurkennt væri með dómi að þeir hefðu ekki mátt ráða sig til Seafood Union sem launþegar, ráðgjafar, stjórnarmenn eða sjálfstæðir verk- takar eða taka á nokkurn annan hátt þátt í starfsemi þess félags til 30. júní 2005. Eins að þeir mættu ekki hagnýta sér viðskiptaleyndarmál úr fyrri vist. Dómurinn hafnaði þessu og taldi samningsákvæði í þessa veru of óskýr og að þau brytu í bága við at- vinnufrelsi mannanna. Dómurinn féllst ekki á kröfur Ice- land Seafood og dæmdi fyrirtækið til þess að greiða stefndu 920 þús- und krónur í málskostnað. Forsend- ur dómsins voru þær að mennimir hefðu sagt upp störfum með löglegum hætti, en þar sem Iceland Seafood hefði ekki greitt þeim laun frá 15. janúar og þannig slitið ráðningar- samningi við mennina þá þyrftu þeir því ekki að efna samninginn frekar af sinni hálfu. Ákvæði ráðningarsamn- ingsins um samkeppnishömlur eftir að samningi væri slitið þóttu hins vegar ekki nægilega afmarkandi og brytu þannig á atvinnufrelsi stefndu. Það var því metið ógilt. Rannsókn- arstjóri RNF til Kanada ÞormóðurÞormóðsson,rannsókn- arstj óri Rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF), hefur verið ráðinn til Alþjóða flugmálastofnunar- innar, ICAO, í Kanada. Þar mun hann gegna starfi tækniráðgjafa í flugslysarannsóknum. Þormóð- ur hefur fengið leyfi frá störfum hjá RNF á meðan, í þijú ár frá 1. ágúst næstkomandi. Á næstu dögum verður auglýst eftir stað- gengli fyrir starf hans hjá RNF. Austurver Opið alla daga ársins til kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau. 10-18, sun. 13-17 Opið lengur f^Lyf&heilsa O HeiSskirt (3réttskýiað Skýjað ^ Alskýjað , Rigning,litilsháttar ///' Rigning Súld Snjókoma ^ siydda Snjóét \-'j : Amsterdam 26 Barcelona 22 Berlin 28 Chicago 13 Frankfurt 27 Hamborg 24 Helslnki 19 Kaupmannahöfn 18 London 23 Madrid 28 Mallorka 23 Montreal 10 New York 14 Orlando 22 Osló 14 París 29 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 4 Vin 25 Algarve 23 Dublin 14 Glasgow 10 Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á upptýsingum frá Veðurstofu íslands m o+

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.