blaðið - 27.05.2005, Page 14

blaðið - 27.05.2005, Page 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir® vbl.is, auglysingar@vbl.is. Preritun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Prófessor Ingvar Bjarnason og íslenska heilbrigðiskerfið föstudagur, 27. maí 2005 ! blaðið Nú er nóg komið, fjármálaráðherra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins síðastliðið miðvikudagskvöld var afar ffóðlegt viðtal við prófessor Ingvar Bjarnason lækni, sem starfað hefur á Englandi í 25 ár, einkum við lækn- isfræðilegar rannsóknir á áhrifum hinna ýmsu gigtarlyfja á meltingarfærin. Prófessor Ingvar hefur birt fleiri vísindagreinar um læknisffæði í virtum læknatímaritum en nokk- ur annar íslenskur læknir og hlotið þann heiður að við hann er kenndur meltingarfæra- sjúkdómur, sem ber heitið Bjarnason-disease. í viðtalinu fjallaði prófessor Ingvar um tvö mál, sem oft koma til umræðu hér á landi en aldrei fæst neinn botn í, þ.e. uppbyggingu heilbrigðiskerfisins annars vegar og hins vegar greiðslur lyfjafyrirtækja til lækna í því skyni að fá þá til að mæla með eða nota tiltekin lyf fyrir sjúklinga sína. Að því er heilbrigðiskerfið íslenska varðar þá taldi prófessor Ingvar það gott og betra en hið breska, sem hann þekkir vel. Hins vegar mætti spara mikið fé þegar kæmi að rekstri Landspítalans, án þess þó að þjónusta spítalans yrði skert við þá sjúklinga sem raunverulega þurfa að leggjast inn á sjúkrahús til lækninga. Benti prófessor Ingvar á í því sambandi að reka mætti Landspítalann með aðeins einum fjóröa af fjölda þeirra lækna, sem þar starfa nú. Rökstuddi hann þessa fullyrðingu sína m.a. með því að engin þörf væri á að meðhöndla sjúklinga með háan blóðþrýsting, gigt eða hvaða meltingarsjúk- dóm sem er á Landspítalnum. Fullkomna læknisþjónustu við blóðþrýstings-, gigtar- og flesta meltingarsjúkdóma gæti og ætti hvaða heimilislæknir sem er að geta veitt á stofu sinni úti í bæ, eins og reyndin væri í Englandi. Þar í landi væru tveir hjartalæknar á hveija 500-750 þúsund íbúa, hér væru hjartasérffæðingar um 20 fyrir tæplega 300.000 manna þjóð. Af þessum orðum prófessors Ingveus verður væntanlega sú ályktun dregin að það sé búið að sérfræðivæða læknisþjónustuna hér á landi á kostnað heimilislækna og gera hana þar með dýrari en þörf er á. Fróðlegt verður að sjá og heyra hvaða viðbrögð sérffæðilæknar hér á landi sýna við ummælum og yfirlýsingum Ingvars Bjarnasonar um heilbrigðiskerfið, nú þegar í hönd fer hin árvissa sumarlokun deilda á Landspítalanum. Sumarlokun deilda er aðferð sér- ffæðilæknanna sem ráða lögum og lofum á Landspítalanum til að knýja fram aukið fé til rekstrar hans. Þess vegna er sumarlokunum að jafnaði beint gegn fámennum hópum sjúklinga, sem senda á heim til vina eða vandamanna; sjúklingum sem helst þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Með því að loka á þá sjúklinga, sem ekki eiga í önnur hús að venda vegna sjúkdóma sinna, gamalmenna og geðsjúkra, hefur sérfræðilæknunum tek- ist að auka þrýsting á stjórnvöld til að fá meiri peninga í reksturinn á ofmönnuðum og of dýrum Landspítala. Þessu þarf að breyta og vonandi hefur heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hlustað á prófessor Ingvar Bjarnason í Kastljósi Ríkisútvarpsins síðastliðinn miðvikudag. Fjármálaráðherra gefur sannar- lega í skyn í fféttum í fyrradag að hann sé að íhuga enn frek- ari skerðingar á vaxtabótum. Vaxtabætur hafa á þessu ári og því síðasta verið skertar um 900 milljónir, sem leitt hefur til tugþúsunda króna skerðinga hjá fjölda heimila í landinu. Rök ráðherra fyrir ffekari skerðingu eru þau að vextir hafi lækkað og vaxtabætur hafi verið hugsaðar til að mæta háum vöxtum. Þessi rök standast ekki gagnvart þeim tugþúsunda lántakenda sem eru með fasta vexti af fasteigna- lánum sínum. Bara hjá íbúða- lánasjóði eru um 50-60 þúsund lántakendur með vexti á bilinu 5,1-6%. Þessir lántakendur hafa gert sínar greiðsluáætlanir og greiðslumat þeirra byggist á þeim vaxtabótum sem í gildi voru á þeim tíma sem lánin voru tekin. Þessar miklu skerðingar á vaxtabótum koma því aftan að þessu fólki og setja úr skorð- um allar greiðsluáætlunir þess. Ástæða er líka til að minna á að ríkissjóður hefur hátt í tvö- faldað tekjur sínar af stimpil- gjöldum á stuttum tíma. Þannig hefur fjármálaráðherra hrifsað til baka með ósanngjarnri skatt- lagningu ávinninginn af endur- fjármögnun lána hjá þeim sem hafa getað nýtt sér vaxtalækk- anir lánastofnana. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður ... .............................. I Samtals voru vaxta- bætur skertar um 600 milljónir árið 2004 og við það bæt- ist skerðing upp á 300 milljónir á þessu Komið aftan að 50- 60.000 heimilum í landinu Samtals voru vaxtabætur skert- ar um 600 milljónir árið 2004 og við það bætist skerðing upp á 300 milljónir á þessu ári, sem marg- ir húsbyggjendur munu finna illa fyrir þegar skattseðillinn birtist í komandi ágústmánuði. Fólk hefur gert fjárskuldbind- ingar og byggt á greiðslumati þar sem vaxtabætur eru hluti af greiðsluáætluninni. Það er kom- ið í bakið á þessu fólki og ekki hægt að bera það á borð að rök- in fyrir því að skerða vaxtabæt- ur séu þau að raunvextir hafi lækkað svo mikið. Þetta eru því hrein svik við íbúðarkaupendur. Um 50-60 þúsund heimili í land- inu eru enn með á bilinu 5,1-6% fasta vexti sem ekki er hægt að breyta. Þetta fólk nýtur ekki góðs af lægri vöxtum á íbúðalán- um þannig að skerðing á vaxta- bótum bitnar með fullum þunga á þessum heimilum og getur í fjölda tilvika skipt um tugum þúsunda á heimili. Því verður ekki trúað að fjármálaráðherra ætli enn einu sinni að höggva í sama knérunn og undirbúi enn eina atlöguna að skuldugum heimilum í landinu, sem í engu af notið góðs af vaxtalækkunum íbúðalána undanfarið. Höfundur er alþingismadur toftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Smáauglýsingar 510-3737 510-3700 Að læra meira og meira Hvert eigum við að stefna í vnenntamálum? Ráðstefna Sjálfstæðisflokksins um menntamál á Nordica hóteli laugardaginn 28. maí kl. 10-14 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis Ráðstefnan sett Formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson utanríkisráðherra Hvert eigum við að stefna í menntamálum? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamáiaráðherra Ásdís Halla Bragadóttir,forstjóri BYKO Kristín Ingólfsdóttir, verðandi rektor Háskóla íslands Sölvi Sveinsson, verðandi skólastjóri Verzlunarskóla (slands Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla og stjórnarmaður i Samtökum sjálfstæðra skóla. Jón Már Héðinsson,skólameistari Menntaskólans á Akureyri Kristinn Már Ársælsson, MA-nemi í félagsfræði Hádegisverður Ráðstefnustjóri Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaþingmaður Fyrirspurnirog umræður k * Vi 7* M blaóió Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.