blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 1
Veidu ódýrt bensín # ^A+avinmng! t * v \ W,' % s Kvittun fylgir ávinningur! 6eG0 Meira fyrir peninginn ó og á malarveginum líka bh.12 Að lifa með Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is Stal af geð- fötluðum í 14 ár Starfsmaður Reykjavíkurborgar á vemduðu heimili fyrir geðsjúka stundaði fjárdrátt frá íbúum heimil- isins í 14 ár, samkvæmt heimildum Blaðsins. Ennfremur er fullyrt að fjár- drátturinn á tímabilinu nemi millj- ónum króna en hann átti sér stað á heimili fyrir geðsjúka í Krummahól- um í Reykjavík, þar sem fjórir vist- menn búa að jafnaði. Starfsmaðurinn sem um ræðir hefur verið leystur frá störfum meðan rannsókn málsins fer fram. Notaði kort heimilisins til eigin nota Árum saman hafði það fyrirkomu- lag verið við lýði að vistmenn lögðu mánaðarlega hluta af tekjum sínum inn á sameiginlegan reikning. Starfs- maður heimilisins var síðan með fyrirtækjakort og var hluti af starfi hennar að kaupa mat og aðrar nauð- synjavörur fyrir heimilið. Starfsmað- urinn hafði hins vegar árum saman notað kortið til að kaupa vörur og þjónustu fyrir sjálfa sig, svo sem mat- vöru, hársnyrtingar og fleira. Það liggur því fyrir að starfsmaðurinn stal með þessu peningum af fólkinu sem hún vann fyrir, og notaði þá til eigin framfærslu. Málið rannsakað hjá lögreglu Reykjavíkurborg sendi frá sér yfirlýs- ingu í lok síðustu viku. Þar kemur meðal annars fram að málinu hafi verið vísað til lögreglu, sem mun sjá um rannsókn þess héðan í frá. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að borgaryfirvöld hafi þegar ákveðið að endurgreiða vistmönnum þá fjár- muni sem konan stal. Samkvæmt reglum Reykjavikur- borgar eiga starfsmenn ekki að fara með fjármál vistmanna á slíkum heimilum, og hefur fram að þessu engin ástæða þótt til að hafa sérstakt eftirlit hvað þetta varðar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Blaðsins fengust engar upplýsingar frá borgaryfirvöld- um um það hvað varð til þess að upp komst um málið nú. Að sögn Ellíar Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra Vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, verða vinnureglur borgarinnar endurskoð- aðar á næstunni, með það að mark- miði að koma í veg fyrir að slík atvik endurtaki sig. ■■•m Full ástæða til að kanna verktaka - bls. 2 Megadeth á Nasa - bls. 4 Neitað um óháða rannsókn - bls. 8 I Björk syngur á LIVE8 - bls. 2 FH burstaði Fylkl Hafnfirðingar gerðu góða ferð i Árbæinn i gærkvöldi þegar þeir skelltu Fylki, 5:1, í Árbænum og skoraði Allan Borgvardt skoraði þrennu í leiknum. Blaðið/Steinar Hugi Forseti íslands í heimsókn í Utah: Eigum meiri samleið með Bandaríkjunum en Evrópu Forseti í slands, Ólafur Ragnar Gríms- son, tók um helgina þátt í hátíðar- höldum í til- efiii af 150 ára afmæli landnáms íslendinga í Utah, en það er elsta landnám ís- lendinga í Bandaríkjunum. Athygli vakti að á fundi í Utah Valley háskól- anum sagði forsetinn að ísland ætti frekar samleið með Bandaríkjunum en Evrópu á margan hátt. Á morgunverðarfundi í Utah Vall- ey háskólanum, þar sem forseti ræddi stöðu íslands í alþjóðlegu sam- hengi, ítrekaði hann þá samleið sem ísland ætti með Bandaríkjunum á margan hátt. Kvað hann íslendinga eiga meiri samleið með Bandaríkjun- um en Evrópu á efnahagssviðinu og taldi samkeppni á bandaríska vísu vænlegri til hagsældar en sameining- arkrafta Evrópusambandsins. Á þetta minntist forsetinn í um- ræðu um uppgang í efnahagslífinu hér á landi og minntist á útrásina í því samhengi, enda mönnum tíðrætt um víkingablóðið í þessu ættrækn- asta samfélagi Bandaríkjanna. „Best er að eiga sínar rætur á íslandi en starfa hnattrænt," sagði forsetinn. Ummæli þessi minna um sumt á orð þau sem forsetinn viðhafði á þema- ráðstefnu Norðurlandaráðs árið 2002 en þar færði hann lýðræðishallann í Evrópu í tal. Háttsettur embættis- maður í Utanríkisráðuneytinu sagði að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að ummælin væru vissulega athyglisverð. 2.000 manns á landnámsaf- mæli í tilefni landnámsafmælisins hefur verið viðamikil og gölbreytt dagskrá í Spænska forki eða Spanish Fork, sem fyrrum var miðstöð íslenska samfélagsins, og tók forsetinn meðal annars þátt í endurvígslu minnis- merkis sem reist er til að heiðra minningu íslenskra brautryðjenda í Utah, en um 2.000 manns voru viðstaddir athöfnina. Þar ítrekaði hann einnig samleið þjóðanna og sagði forsetinn að landnemarnir hefðu verið bláfátækir og haldið út í óvissuna, þeir hefðu nær ekkert haft í farteskinu og numið land í eyði- mörk. „En þeir sköpuðu arfleifð sem við getum öll verið hreykin af,“ sagði herra Ólafur Ragnar. „Við erum enn ein fjölskylda í anda, arfleifð og fram- tíðarsýn." Minnismerkið er eftirlíking af vita en á marmaravegg eru greypt nöfn 410 fyrstu íslensku landnemanna vestra. Við athöfnina skiptust á skin og skúrir og gantaðist forsetinn með að veðráttan væri rammíslensk. „Okk- ur íslendingum kemur ekki á óvart að sólin brjótist í gegnum skýin á ný. Almættið sýnir okkur mátt náttúru- aflanna á hveijum degi og stundum okkur til harms.“ Fyrstu íslendingamir snemst til mormónatrúar 1851 og voru skírðir í fjöruborðinu í Vestmannaeyjum, en steinn þaðan var notaður í und- irstöðu minnismerkisins. Margir þeirra afréðu að fara til fyrirheitna landsins í Utah og var þeim úthlutað land í Spænska forki, í nágrenni við aðra landnema frá Evrópu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.