blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19
blaðið I mánudagur, 27. júní 2005 Góðráð garðyrlgufræðingsins Gras er gras er gras Grasið er sá partur af garðinum sem við tökum síst eftir nema þegar eitt- hvað er að, svo sem þegar það er úr sér sprottið eða yfirtekið af mosa. Grasafræðin er mikil stúdía og eru til sérmenntaðir grashirðar sem vinna gjarnan á golfvöllum, en heima- garðurinn liggur oft óbættur hjá garði. Grasflatir þurfa ekki endilega að vera láréttar og ferkantaðar, þær mega bylgjast um og sveigjast ef mann langar í landslag. Eins og í allri ræktun skiptir jarð- vegurinn sem gras vex í öllu máli en ekki er alltaf valið efni notað fyrir grasið. Stundum er bara jafnað út það efni sem á staðnum er og tyrft yfir. Þá kemur að skyndihjálpinni - sé jarðvegur þéttur og leirkenndur er upplagt að rölta út í garð með stungu- gaffal og stinga gafílinum svona sirka 15 sm niður í svörðinn með um 20 sm millibili og hreyfa og losa að- eins upp jarðveginn. Svo væri æski- legt að verða sér úti um grófan sand og sópa honum fram og til baka um garðinn. Þetta slær í gegn í götunni - þú verður þessi sem hugsar svo vel um grasið. Svo ef þú notar sláttuvél með söfnunarkassa er ágætt að slá án hans, en raka í staðinn dálítið rösklega yfir túnið og fríska það upp. Sé þetta gert reglulega losnar maður við mosann sem kemur á vorin og svo getur maður skrópað í ræktinni yfir sumarið með góðri samvisku. Nú er tími til að bera Blákorn á flöt- ina. Hafi maður sett um 3 kg á 100 fm í maí er passlegt að gera það aftur núna og svo 2 kg um miðjan júlí. Svo eru til svokölluð blómaengi. Þá er sáð ýmsum blómablöndum í grasflötina eða hluta hennar en þá má hvorki bera á áburð né slá flöt- ina sem býður náttúrulega fíflum og sóleyjum heim, en það er nú bara lífs- stíll að hafa svoleiðis. Vilji maður fá svona golfvallargras verður að vinna jarðveginn sérstak- lega og kaupa sérstakar fræblöndur og síðan að slá mjög reglulega og vökva, en það er bara auðvitað líka lífsstíll. Verkefni vikunnar: Setja snigla- gildrur í salatbeðin og bera á áburð. Kveðja, Heimir. Kerrustólpi Tjaldvagna- og kerrueigendum býðst nú lausn við algengum öryggisvanda- málum. í múrverslun Steypustöðvar- innar fást kerrustólpar sem eru 250 kg. Á þeim er kúla, af sama tagi og hefðbundnar dráttarkúlur á almenn- ingsbílum, sem festa má við vagna af hvaða tagi sem er. Á stólpanum eru allar festingar sem læsa á vagn- inn við, en hvorki keðja né lás fylgja stólpanum, sem kostar tæpar 16.000 kr. Algengt er að kerrur séu skildar eftir án eftirlits í lengri eða skemmri tíma. Stjúpan Nú er háanna tími sumarblómaunn- enda og Blaðið gerði könnun á verði vinsælasta blómsins, stjúpunnar. Sums staðar var ekki hægt að kaupa stjúpur í stykkjatali og því var reikn- að meðalverð hverrar stjúpu í einlit- um hópi í minnsta fáanlega pakkan- um á viðkomandi stað. Ódýrust var stjúpan í gróðrarstöðinni Storð þar sem stykkið kostaði 65 krónur. Stjúpan er til í tugum litaafbrigða, einlitum og marglitum, og verður um 15-20 sm á hæð. Hún er einær en hentar vel við íslenskar aðstæður og er ákaflega harðgerð þótt mjúkar lín- ur hennar gefi annað til kynna. Hún er ein af okkar bestu sumarblómum. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að pota henni niður en nú eru kjörað- stæður til plöntunnar. Mikilvægt er að muna að vökva moldina vel eftir þurrka undanfarinna daga. Stiúpur. verð í stvkkiatali ÞÚ ÁTT SKILIÐ AÐ SOFA Á STEARNS &FOSTER STUÐNINGUR, þægindi, ending og glæsileiki i T PIERRE KENZO Deíorme PARIS STtARNS & FOSitR Frá Yves Delorme, einu virtasta tiskuhúsi Frakklands: Rúmteppi, rúmfatnaður (lök, pífur, sængurverasett), baðhandklæði, baðmottur, baðsloppar (dömu/herra), borðdúkar, ilmsápur,-krem,-kerti o.m.fl. Garðheimar Blómaval Sigtúni Gróðrastöðin Mörk Gróðrastöðin Storð 85,-kr 79,-kr’ 85,-kr 65 ,-kr * Ef keyptar eru 10 einlitar stjúpur saman í pakka (ekki var hægt að kaupa í stykkjatali) ** Ef keyptar eru fjórar stjúpur saman í pakka (ekki var hægt að kaupa í stykkjatali) Rúmin frá Stears & Foster eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins það besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja velliðan á hverri nóttu méð sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. rúmco Langholtsvegi 111 • 104 Reykjavík • Sími 568 7900

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.