blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 17
blaðið I mánudagur, 27. júní 2005
33
Karrý krydd-
blöndur
Þráinn Lárusson
Orðið karrí er almennt notað á Vest-
urlöndum sem samheiti yfir tegundir
kryddblandna sem eiga rætur sínar
að rekja til ákveðinnar matargerðar
á Indlandi. Það eru Bretar sem eiga
heiðurinn af karríkryddblöndum, en
meðan þeir réðu ríkjum á Indlandi
hrifust þeir mjög af þessari tegund
matargerðar. Gerð karrírétta getur
verið nokkuð flókin, enda
innihalda réttirnir oft marg-
ar tegundir af kryddi, sem
geta verið tuttugu talsins
og sum nokkuð framandi.
Því létu Bretar gera karr-
íkryddblöndur til að auð-
velda sér aðgang að þessum
eftirsóknarverðu réttum.
Kryddblöndur
Orðið karrí eða kari kem-
ur úr máli Tamíla á Suður-
Indlandi og merkir sósa.
Þótt karrí hafi skipað sér
sess í matargerð um allan
heim eru Indland og Tæ-
land þau lönd þar sem karrí
er í hvað mestum metum.
Indverskt karrí er sam-
heiti yfir íjölda rétta þar
sem samspil hinna ýmsu
krydda er í aðalhlutverki.
Þótt nánast öll krydd Indlands geti
komið fyrir í karríi eru nokkur krydd
algengari en önnur og má þar nefna
engifer, kóríander, eldpaprikur, svart-
an pipar, kúmen og síðast en ekki síst
túrmerík, sem oft er notað til að gefa
karrígulan lit. Innihald réttanna gef-
ur verið mjög breytilegt, enda fer það
eftir hráefni, einstaklingum, land-
svæðum og jafnvel trúmálum, hvaða
krydd eru notuð.
Ekki endilega sterkt
Mikils misskilnings gætir oft með-
al fólks á Vesturlöndum um að ind-
verskt karrí sé voðalega bragðmikið,
en svo þarf ekki að vera. Indverskt
karrí getur verið mjög milt en að sjálf-
sögðu líka sterkt og meira að segja
mjög sterkt.
Yfirleitt eru réttir frá Suður-Ind-
landi mun bragðsterkari en réttir frá
Norður-Indlandi. Madras er höfuð-
borg Tamíla á Suður-Indlandi og eru
Madras-karrí oft mjög sterk. Styrk-
ur karrírétta fer að mestu eftir því
hversu mikið af eldpapriku er notað.
Tælenskt karrý
Tælenskt karrí er mjög frábrugð-
ið indversku karrí hvað
varðar innihald og að-
ferð. Þótt tælenskt karrí
innihaldi skiljanlega oft
krydd sem eru uppistað-
an £ indverskum karr-
íréttum, meðal annars
kóríander, kúmen og
að sjálfsögðu eldpaprik-
ur, eru aðrar kryddteg-
undir mjög ráðandi hjá
Tælendingum. Má þar
nefna galangal, sítrónu-
gras, kaffír-læmu hýði
og stjörnuanís.
Hvað varðar lögun
karrírétta eru Tælend-
ingar einnig mjög frá-
brugðnir Indverjum en
þeir nota fyrirframlag-
aða karríblöndu. Hún
inniheldur nær undan-
tekningalaust rækju-
mauk, sem gerir blönduna að leðju
eða mauki, enda eru tælenskar karr-
íblöndur kallaðar karrímauk.
Ólíkt indverskum karríréttum
þurfa tælenskir karríréttir mjög
stutta eldun, eða aðeins nokkrar mín-
útur, en indverskt karrí getur tekið
klukkustundir í undirbúningi og
eldun. Tælensk karrí eru líka mun
þynnri og líkjast einna helst súpum.
Þau eru nánast undantekningalaust
mjög bragðsterk.
Algeng tælensk karrí eru grænt
karrí, rautt karrí, gult karrí, massa-
MAN-karrí og PANANG-karrí, svo ein-
hver séu nefnd. Tilbúin tælensk karr-
ímauk eru fáanleg í sérverslunum
með kryddvörur.
M--------
Indverskt
karrí er
samheiti
yfir fjölda
rétta þar
sem sam-
spil hinna
ýmsu
krydda er
í aðalhlut-
verki.
©
Mazda 3 0,32:03
fullkominn
ferðafélagi
Mazda3, 4 dyra sedan, l'>6 I
Mazda erjapanskur bfll, framleiddur
í Japan sem vermir nú toppsætið
samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu
og skarar fram úr hvað varðar endingu
og lóga bilanatfðni.
Komdu,reynsluaktu
og gerðu verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
Opið fró kl. 9-18 alla virka daga
RÆSIR HF
Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is
Söluumboð:
Bíléssf., flkranesi - BSfl, flkureyri
Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ