blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 4
Njóttu
lífsins
með
heilbrigðum
Viðurkenndir bókarar
- Réttindanám fyrir bókara
Símennt Háskólans í Reykjavík býður einnar annar nám
fyrir bókara. Um er að ræða réttindanám samkvæmt
reglugerð nr. 473/2001 um námskeið og próf fyrir
viðurkennda bókara sem skiptist í þrjá hluta:
• Upplýsingamiðlun og upplýsingakerfi (24 klst.)
• Skattskil (40 klst.)
• Reikningshald (40 klst.)
Verð kr. 239.000. Próftökugjöld innifalin.
Námið er einkum ætlað:
Starfsfólki bókhaldsstofa, fjármála- og hagdeilda
fyrirtækja.
Námið er fagnám og er mjög umfangsmikið. Ágæt reynsla
og þekking á bókhaldi, reikningshaldi og skattalegum
atriðum er nauðsynleg. Að loknu námi hljóta útskrifaðir
þátttakendur titilinn „Viðurkenndir bókarar", sbr. 43.
grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Námið hefst 2. september n.k. og lýkur í desember. Próf
verða haldin eftir hvern hluta. Umsóknarfrestur er til
15. júlf 2005. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Undirbúningsnámskeið í bókhaldi og Excel hefst 15.
ágúst. Verð 15.000 kr. - Tímalengd 16 klst.
Frekari upplýsingar veitir
Þór Clausen
Beinn sími: 599 6288
Skiptiborð: 599 6200
thorc@ru.is
www.ru.is/simennt
HÁSKÓLINN I REYKJAVlK
REYKJAVlK UNIVERSITY
Kynnum Nýjan
2006 Mercedes
Benz ML 350
Leðurinnrétting, 7 þrepa
sjólfskipting, Topplúga, Xenon
Ijós, "Sound System" ofl.
Okkar veró 6.390 þús.
Skúlagötu 17
Sími: 577 3344
www.sparibill.is
________________________ f
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið
Umboðsmaður
barna
áhyggjufullur
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, segir það áhyggjuefni hversu
lengi íslensk börn dvelja á leikskóla
yfir daginn. „Þetta er langur vinnu-
dagur fyrir lítil börn og samverutími
fjölskyldunnar er ekki nægur. Þetta
helst í hendur við langan vinnudag
foreldra. Það er ekki ólíklegt að
svona löng vistun geti haft áhrif síð-
ar meir en ég tek það fram að ég er
ekki fagmaður í þeim efnum." Vistun-
artími barna á leikskólum tvöfaldað-
ist á milli áranna 1998 og 2004. Árið
1998 voru 2.743 börn á leikskóla i
níu klukkustundir eða lengur en ár-
ið 2004 voru þau orðin 5.544. Aukn-
ingin er mest hjá 0-2 ára börnum en
árið 1998 var 531 börn á leikskóla
í níu klst eða lengur á dag en árið
2004 voru þau orðin 1.463. Blaðið
ræddi við nokkra leikskólakennara
og voru þeir allir sammála um að
þetta væri mjög löng viðvera fyrir
ung börn, og þessi aukning væri því
slæm þróun. Það er of mikið lagt á
börn að vinnudagur þeirra sé lengri
en leikskólakennara. Ingibjörg seg-
ir að það megi þó ekki gleymast að
þrátt fyrir mikinn hávaða og áreiti
sé leikskólinn öruggur staður, enda
séu íslenskir leikskólar góðir. Samt
þarf að huga að starfsmannaveltu.
„Við megum þó ekki bara búa til sam-
viskubit hjá ungum konum. Við þurf-
um öll að huga að þessu vandamáli
- foreldrar og vinnumarkaðurinn.
Það verður dýrara að leysa úr þessu
síðar meir.“
Blekkingar
viðhafðar við
kaup Búnaðar-
bankans
Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við
viðskiptadeild Háskóla íslands, held-
ur því fram að þáverandi eigendur
Búnaðarbankans hafi verið blekkt-
ir þegar bankinn var seldur. Þetta
sagði Vilhjálmur í viðtali við frétta-
stofu Ríkisútvarpsins í gærkvöld.
Hann kvað þýska bankann Hauck
und Aufháuser aldrei hafa átt hlut
þann í Búnaðarbankanum, sem hann
var sagður eiga, heldur hefði S-hóp-
urinn svonefndi, einn aðalkaupandi
bankans af ríkinu, verið raunveruleg-
ur eigandi.
Á sínum tíma var þýski bankinn
sagður eiga hlut í Búnaðarbankan-
um með hlut sínum í eignarhalds-
félaginu Eglu, sem var einn hinna
formlegu kaupenda. Fyrir skömmu
keyptu hins vegar íslenskir fjárfest-
ar þennan eignarhlut aftur af Þjóð-
verjunum, samkvæmt fréttum. Vil-
hjálmur sagðist hafa glaðst innilega
yfir því þegar Búnaðarbankinn var
seldur haustið 2002 því þá hefði virst
sem loksins væri kominn erlendur
banki inn á íslenskan bankamarkað.
Raunin hafi verið önnur.
Vilhjálmur sagði í kvöldfréttum
RÚV að þetta væri athugavert því
á verðbréfamarkaði væri ætlast til
þess að upplýsingar væru gefnar um
eigendur stórra hluta. Eignarhald
þessa hlutar hafi hins vegar verið
afar óljóst. Hafi eignarhaldið alltaf
verið Eglu eða annarra innan S-hóps-
ins hefði það átt að koma fram í upp-
hafi.
Vilhjálmur sagði margt fleira at-
hugavert við sölu Búnaðarbankans.
Eins og fram hafi komið í skýrslu
ríkisendurskoðanda um sölu ríkis-
fyrirtækja 1998-2003 hafi S-hópur-
inn fengið greiðslufrest hjá ríkinu
á hluta kaupverðsins og að selt hafi
verið á óeðlilega lágu gengi.
Til sýnis að Skúlagötu 17
__________________________J
Megadeth á Nasa í kvöld
Þungarokksgoðin í
Megadeth, með Dave
Mustaine í broddi fylk-
ingar, komu til landsins
í gærdag, en hljómsveit-
in heldur tónleika á
skemmtistaðn-
um Nasa ____
í kvöld.
Það er vita-
skuld sveit-
in Drýsill
uppvakin sem hitar upp
fyrir Megadeth. Ljós-
myndari Blaðsins hitti
gítarleikarann, Glen
Drover, á leið í kvöld-
verð og kvað hann band-
ið ánægt með að vera
loksins komið til lands
elds og ísa. Hét hann því
að annaðkvöld myndi
miðbærinn nötra und-
an þyngsta klúbbkons-
ert sem Reykja-
vík hefði
kynnst.
Blaðiö / Steinar Hugi
íslandsdeild Amnesty International sviðsetti í gær pyntingar og harðræði á alþjóðleg-
um stuðningsdegi Sameinuðu þjóðanna með fórnarlömbum pyntinga, en í síðustu
ársskýrslu samtakanna kom fram að pyntingar eru stundaðar í 104 ríkjum heims.
Blaðið / Steinar Hugi
Auglýsingadeild 510-3744
blaðiðL