blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 18
18 garöar
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið
þess að ég sé með einhver formleg
mæligögn sem sýna slíka hluti.“
í fyrra hurfu geitungamir eins og
dögg fyrir sólu og í fyrsta sinn komu
upp tvær kynslóðir þeirra á sama
sumri. Margir hafa velt fyrir sér
ástæðum hvarfsins og reynt að segja
fyrir um áhrif þess á vistkerfíð.
„Við eigum nú alveg eftir að sjá
hvað gerist með geitungana því
þeirra tími er fyrst og ffernst í ágúst.
Auðvitað spilar þetta allt saman því
við erum jú í einu stóru vistkerfi. T.d.
er maðkur mikið á ferðinni núna,“
segir Eva og strýkur hendinni yfir út-
étið laufblað - eitt af mörgum. „Þetta
var ekki í fyrra því maðkastofninn
var ekki það stór að hann næði að
valda teljanlegum skemmdum á
gróðri. Þetta er þó eitthvað sem við
Að lifa með höfuðskepnunum
Grasagarðurinn í Laugardal er eitt
stærsta og víðfeðmasta safn á íslandi
en í honum eru um 5.000 plöntuteg-
undir og hann er 2,5 hektarar. Hann
var stofnaður árið 1961 og hefur þann
tilgang að varðveita plöntur. í honum
eru níu plöntusöfn. í steinhæðinni,
við aðalinngang Grasagarðsins, eru
fjallaplöntur ffá öllum heimsálfum
sem vaxa í skjóli stórra steina.
„Stór meiri hluti Grasagarðsins
eru erlendar plöntur," segir Eva G.
Þorvaldsdóttir, grasafræðingur og for-
stöðumaðurGrasagarðsins. „Eittsafn-
ið er flóra íslands en stærstur hluti af
safninu eru erlendar plöntur.“
Við stöndum við aðalinngang safns-
ins og ffam undan, í miðju þess, sjást
Að gæta vistkerfis
Reykjavíkurborg rekur garðinn og
þar starfa sjö fastráðnir starfsmenn
allt árið. „Á sumrin fáum við síðan
10-15 ungmenni til að hjálpa okkur
að halda þessu við því það er gríðar-
leg vinna sem fer í þetta," segir Eva,
sem var sjálf í óðaönn við mokstur
þegar blaðamann bar að garði. „Starf-
ftrxfei((<(/•
fy
HELLUSTEYPA JVJ
VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222
„Brynnir“ eftir Rúrí. Úr honum kemur ferskt íslenskt vatn. Verkið er umlukið jarð-
skjálftanemum þannig að þegar fólk gengur fram hjá fer svalandi vatnsbuna af stað.
tvö áberandi listaverk eftir listak-
onuna Rúrí. Á vinstri hönd er opið
víðlendi sem minnir helst á enskan
landslagsgarð. Austan við inngang-
inn liggja stígar inn í skuggsælt ijóð-
ur, sem vekur, að sögn Evu, jafnan
forvitni flestra - að kanna óvissuna.
Eva segist ekki eiga neina uppá-
haldsplöntu, það fari eftir árstíma,
skaplund og vinnu en allar plöntum-
ar þurfa aðhlynningu. „Við erum að
glíma við svo margþætt vandamál því
við söfnum plöntunum undir berum
himni. Síðan kemur svona einkenni-
legt sumar eins og núna þar sem er
afskaplega þurrt. Það þýðir að plönt-
ur sem hafa áður lifað við hinar bestu
aðstæður eru nú uppþomaðar. Við er-
um því alltaf að glíma við náttúmöfl-
in - þetta eru jú lifandi safngripir.“
inu er ekki lokið þegar við höfum að
gróðursett plöntuna heldur þurfum
við líka að merkja hana og síðan þurf-
um við að skrá hvert einasta eintak
í tölvu. Allar skráningar fara fram í
sérstöku skráningarforriti sem hef-
ur að geyma allar upplýsingar um
hveija einustu plöntu - hvaðan hún
kom, hvar henni var safnað og ef ein-
hver hefur gefið hana, þá hver. Auk
þess skráum við dánarorsakir þeirra,
séu þær ljósar."
Hafið þið áhyggjur af því að þær
erlendu plöntur, sem þið safnið hér
í garðinn, dreifi sér út fyrir hann og
hafi þannig óæskileg áhrif á vistkerf-
ið?
„Vissulega þurfa þeir sem starfa
í grasagörðum alltaf að hafa þetta í
huga - og það er skylda okkar. Við
störfum eins og aðrir grasagarðar í
heiminum og emm með ákveðinn sátt-
mála okkar á milli. Við fáum t.d. fræ
frá öðrum grasagörðum, fræ sem við
megum eingöngu nota til varðveislu,
rannsókna og fræðslu. Við megum
ekki gefa þau eða dreifa þeim. Þess-
ar vinnureglur em byggðar á reynslu
því það hefur komið ýmislegt í grasa-
garða víða um heim sem er óæski-
legt. Auðvitað, og sem betur fer, em
hér plöntur í stómm meirihluta sem
við þurfum ekki að hafa áhyggjur af
- en okkur ber þó skylda til að vera
stöðugt á varðbergi gagnvart þessum
vanda.“
Allir velkomnir
„Garðurinn er að sjálfsögðu opinn
almenningi," segir Eva og bætir því
við að það þurfi ekki sérfræðing til
að njóta garðsins. „Við skipuleggjum
sumardagskrá fyrir almenning, sem
er öll ókeypis. Við leggjum áherslu
á fræðslu um þær plöntur sem í garð-
inum eru. Við emm einnig með tón-
leikahald og fuglaskoðun og endum
allar okkar fræðsluferðir á því að
bjóða upp ó jurtate, unnið úr piparm-
intu sem við ræktum héma í garðin-
um. Við eram einnig að byija með
námskeið í september til kenna fólki
að rækta mat- og kryddjurtir heima
hjá sér. í byrjun september verður
svo uppskemhátíð í nytjajurtagarð-
inum.“
í norðausturhluta garðsins er
svæði sem er notað undir sáningu.
Þar em ræktuð lítil blómaengi frá
Svíþjóð, hvít- og rauðsmáratún sem
hægt er að nota í staðinn fyrir gras.
Þar vaxa einnig bygg og hafrar og
margar tegundir af grasi. „Þetta er
til að sýna fólki hvað margt er hægt
að gera við íslenskar aðstæður," segir
Eva. í nytjajurtagarðinum er almenn-
ingi kennt hvemig hægt er, á litlu
svæði, að rækta ógrynni nytjajurta til
einkaneyslu en þar em lítil beð full af
salati, kóli og kryddjurtum, sem all-
ir geta ræktað í eigin garði sé viljinn
fyrir hendi.
Hitinn og vistkerfið
Hafið þið tekið eftir áhrifum lofts-
lags- og hitastigsbreytinga á plöntu-
lífið hér í garðinum?
„Nei, þær em ekki það miklar enn
sem komið er. Hlýnunin þyrfti að
standa yfir í einhver ár. Síðustu fimm
árin finnst mér þó hafa verið heitara,
sérstaklega því ég sé meiri blómgun
í plöntum. Eg get því aðeins greint
þessar loftslagsbreytingar á þeim án
„Fyssa“ eftir Rúrí - táknar ísland og sýn-
ir nákvæmlega sömu sprungustefnu og
er í jarðskorpunni.
ræktunarfólk þurfum að lifa við - það
eru ávallt miklar breytingar milli ára
og það er ekki óeðlilegt að stofn geit-
unga, sem em ný landnemadýr, breyt-
ist á milli tímabila."
Eva segir það stefnu Grasagarðsins
að nota eins lítið af eitri eða plöntu-
vamarefni og hugsast getur.
„í garðskálanum, þar sem við er-
um með erlendar plöntur sem þrífast
ekki utandyra, búum við í rauninni
til kjörloftslag fyrir þær en sköpum
jafnframt umhverfi fyrir aðrar lífver-
ur, t.d. lýs, ranabjöllur og ýmis mein-
dýr. Fyrir fjórum árum tókum við þá
steínu að hætta að nota plöntuvamar-
efni og flytjum þess í stað inn dýr til
þess að vinna á þessum meindýrum.
Stefnan hjá okkur er því sú að halda
niðri meindýrastofninum því við get-
pm aldrei útrýmt þessum dýmm
heldur verðum við að sætta okkur við
þau. Við höldum þeim því niðri með
nytjadýrunum, auk þess sem við not-
um lífræna sápu.“
Grasagarðurinn vinnur í samstarfi
við Náttúmfræðistofnun og Lysti-
garð Akureyrar að vemdun íslenskra
plantna sem eru á válista, en þær eru
nú 54 talsins.
Flestir kannast við blóðbergið en í Grasa-
garöinum vaxa hlið við hlið tvö afbrigði,
hið hefðbundna sem skartar rauðum
blómum og albinóa-afbrigði sem nefnist
hvítblómablóðberg.