blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 30
mánudacjútV27': júní 2005 1 blaðið 'VfXATu ... Kostnaður íhaldssemi Allir menn eru í eðli sínu íhalds- samir og forðast þannig breyting- ar. Það er sama hvert farið er og hvað er skoðað - alls staðar finnast dæmi um slíkt. Sérstaklega á þetta við ef mögulegar breytingar hafa á einn eða annan hátt neikvæð áhrif okkur sjálf. Við forðumst að taka ákvarðanir sem hafa neikvæð áhrif á stöðu okkar, eða hafa þær afleiðingar að við missum eitthvað sem við höfðum áður. Við forðumst ennfremur að taka ákvarðanir sem gætu haft neikvæð áhrif fyrir okkar hönd í framtíðinni. Dæmi um slíkt er að afar fátítt er að fólk breyti til og skipti um vinnu, vitandi að það hafi í fór með sér launalækkun - og eða meiri vinnu. Við höldum í okkar - oft blindandi - teljum okkur hafa unnið of lengi og of harðvítuglega fyrir þvi sem við teljum okkar. Elliheimili stjórnmálamann- anna Vandinn er að þetta á ekki bara við hinar daglegu ákvarðanir sem hinn almenni borgari tekur. Þetta á einnig við um þá einstaklinga - sem augljóslega eru mannlegir - sem stjóma þessu landi. Dæmi um að þessir einstaklingar láti ekki auðveldlega af hendi það sem þeir hafa náð til sín eru fjölmörg. Það tók til dæmis óratíma að fá samþykki fyrir sölu hankanna. Kannski ekki vegna þess að stjóm- málamenn og almenningur væm harðir á því að ríkið ætti að standa í bankarekstri. Nei, ástæðumar em því miður líklega mun frekar að leita í þeirri einföldu ástæðu að „eftirlaunakerfi" þingmanna lá inn- an bankanna - þegar stjórnmála- maður datt út af þingi - eða hrein- lega nennti ekki lengur að standa í þessu stappi - þá átti hann ömgga leið inn í einhvern ríkisbankann. Líkumar á þægilegri innivinnu vom ákaflega góðar. Það lítur út fyrir að stjómmálamenn hafi ekki getað hugsað sér að sleppa hend- inni af bönkunum fyrr en í ljós var komið að þeir gátu tryggt að þeir gætu valið þá sem myndu kaupa - með öðmm orðum - þeir gætu selt sér þóknanlegum mönnum þá. Þeirra hagur var hvort eð er tryggður innan utanríkisþjónust- unnar, sem nú hefur tekið við sem elliheimili fyrir gamla stjómmála- Ekki sama Jón og séra Jón Annað slíkt dæmi er að hér á landi hefur aldrei verið svo mikið sem rætt um að setja skatt á dagpen- ingagreiðslur. Á sama tíma em hins vegar svokölluð fæðishlunn- indi skattlögð. Fyrir þá sem þekkja ekki muninn er rétt að upplýsa að fæðispeningar em þegar einstak- lingur, sem vinnur fjarri heimili sínu-yfirleittalmennurverkamað- ur - fær útvegað fæði, þarf hann að greiða skatt af slíku. Þegar einstaklingur er hins vegar á dag- peningum - sem er í raun nákvæm- lega sami hluturinn, nema hvað dagpeninga þiggja yfirleitt stjóm- endur og hærra settir ríkisstarfs- menn (svo sem alþingismenn) og dagpeningar era hins vegar ekki skattlagðir. Það er erfitt að finna raunvemlegan eðlismun á þessum tveimur hlutum - nema í þeirri staðreynd að mismunandi hópar þiggja þessar greiðslur. Ekki sama hvað er keypt Það mætti kannski ganga svo langt að benda á að kaup á eiturlyfjum hér á landi - sem og víða um heim - era ólögleg. Kaup á vændi era það hins vegar ekld - en líklega er einfaldlega ósmekklegt að setja þær vangaveltur fram. Of grannar stjörn ur í Hollywood Söngkonan Dido segir að það sé aug- ljóslega í tísku í Hollywood að vera of grannur og hún gagnrýnir hve grann- ar sumar stjömur em. Dido hefur áhyggjur af því að grannar stjömur séu fyrimiynd fjölda ungra stúlkna. Dido segir einnig að stúlkur megi ekki svelta sig til að líta vef út og að hún muni alls ekki nota líkama sinn til að selja plötur - ekki það að hún þurfi þess. „Ef þessar stjömur vilja svelta sig þá er það þeirra val en ég fíla það ekki og það er ekki gott for- dæmi fyrir unglingsstúlkur sem auð- velt er að hafa áhrif á.“ Stjaman vina- lega segist verða niðurdregin ef hún borði ekki. „Ég dýrka mat of mikið. Ég reyni alltaf að láta fólk einbeita sér að tónlist minni, þess vegna geng ég ekki um í brjóstahaldara og þokka- fullum stuttbuxum." Oprah Winfrey verður fyrir kynþáttafordómum Opruh Winfrey var vísað frá er hún reyndi að versla í Hermes í París. Ga- yle King, vinur Opmh sagði: J>að var fólk í versluninni að versla. Oprah var við innganginn en var ekki hleypt inn í búðina." Sjálf segir Oprah að þetta hafi verið mjög niðurlægjandi stund og að hún versli aðeins þar sem fólk meti viðskipti hennar og Hermes sé augljóslega ekki ein þeirra verslana. Versluninni hafði reyndar verið lokað en það em yfirleitt gerðar undantekn- ingar fyrir stórstjömur. Talsmenn Hermes hafa sent út tilkynningu og afsökunarbeiðni þar sem fram kemur að Hermes iðrist sárlega að hafa vís- að Opruh frá. Talsmaður Harpo, fram- leiðslufyrirtækis Opmh, talaði um að Oprah hyggðist ræða þetta atvik í nýjustu þáttaröð sinni, sem verður tekin til sýningar í september. Tals- maður kallaði atvikið „Crash", sem er tilvísun í myndina Crash sem tek- ur á kynþáttafordómum. Óstaðfestar heimildir herma að Oprah hafi ekki verið hleypt inn vegna þess að „þeir höfðu átt í vandræðum með blökku- menn undanfarið." Þar sem Oprah var ógreidd þekktu starfsmennimir hana ekki. Erfið ákvörðun að skilja við Charlie Denise Richards segir að ákvörð- un hennar um að skilja við Charlie Sheen hafi verið erfiðasta ákvörðun sem hún hafi tekið. „Ég bjóst aldrei nokkum tímann við að ég yrði í þeirri aðstöðu sem ég er í núna, en lífið er eins og það er. Ég verð að gera það besta úr því.“ Denise sótti um skiln- að í mars eftir þriggja ára hjónaband. Þrátt fyrir að hún gefi ekki upp ástæð- ur sambandsslitanna tekur hún fram að Charlie hafi verið viðstaddur fæð- ingu Lolu, dóttur þeirra, sem fæddist fyrir þremur vikum. Parið hefur einn- ig sést saman við önnur tækifæri en Denise hafnar því algjörlega að þau séu að taka saman á ný. „Það kem- ur oft fyrir að ég er ekki hugrökk en heima fyrir þarf ég að einbeita mér að tveimur stelpum. Ég verð að vera hugrökk. Ég verð að annast þær, vera hamingjusöm og halda jákvæðu við- horfi. Það er mjög mikilvægt." Denise mun leika í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína vestra í haust og ber nafn- ið „Sex, Lies & Secrets", en núna ætl- ar hún einungis að einbeita sér að því að vera góð móðir. Hvað segja stjörnurnar Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Vinnufélagar eru að biðja um aðstoð en í dag er ekki dagur til að hliðra til fyrir aðra. Vertu hjálpsamur seinna og einbeittu þér að þínum verkefnum i dag. V Það er óþarfi að vera alltaf að velta sér upp úr peningaleysi. Þú getur skemmt þér vel án peninga. _ ___________________ ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Byrjaðu vikuna á því að dekra við sjálfan )ig. Taktu langt matarhlé og njóttu þín. Keyptu )ér eitthvað fallegt eða hittu vin á góðu veitinga- túsi. Mundu að vinnan er ekki líf þitt, settu sjalf- an þig í fyrsta sæti. V Sambandið er stór hluti af lífi þínu en þú þarft líka tíma fyrir sjálfan þig. Náðu aftur sam- bandi við þig. Þú ert þetri ástmaður ef þú þekkir sjálfan þig. ®Hrútur (21. mars-19. aprfl) $ Varkárni þín kemur sér vel. Haltu því áfram til að íorðast vandamál. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú skrifar undir eitthvað. V Hvað sem þú ert að gera þá virkar það. Það Iftur allt þetur út. Ýmislegt gerist I dag en það er ekkert sem þú hefðir getað gert til að koma í veg fyrir það. Auk þess er það ekki þér að kenna svo ekki hafa áhyggjur. ©Naut (20. apríl-20. maQ $ Það gæti virst æskilegt að segja engum frá góðu hugmyndinni en stundum er betra að vinna með einhverjum sem hugsar eins og þú. Saman gætuð þiö skaþað eitthvað mikilfeng- legt. V Þú ert þrjóskur og vilt gera allt eftir þinu höfði en það er ekkert gaman án félagsskaps. Talaðu við vini þína, þú getur sannfært þá um að vera með. ©Tvíburar (21. maí-21. júmj S Ef þú ert eirðarlaus þá er tilvalið að fara að hugsa sér til hreyfings. (dag er ekki dagurinn en einbeittu þér að framtíðinni. V Rómantikin er í loftinu og þú hef- ur gaman af lífinu. Passaðu þig þó á per- sónu sem sýnir þér óvenju mikinn áhuga. ©Krabbi (22. júní-22. júli) S Ekki loka þig inni í allan dag. Farðu og hittu fólk í eigin persónu. Það er frábær leið til að eyða deginum. Göngutúr gerir kraftaverk. V Ekki fara hefðbundnar leiðir í dag. Gerðu eitthvað öðruvísi í ástarlifinu. Það er aldrei að vita hvað kemur út úr þvl. ®Ljón (23. júlí- 22. égúst) S Það er kominn tími til að sleppa takinu á einhverju ákveðnu verkefni. Með því að leyfa öðrum að taka stjórnina ertu að sýna gott for- dæmi. Vertu stoltur af því að sýna þann styrk sem þarfnast til að deila ábyrgð. V Ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það sennilega raunin. Farðu varlega í tilfinninga- málum og ef þú ert óviss þá skaltu ekki taka afdrifarjkar ákvarðanir. Meyja W (23. ágúst-22. september) S Það er lítið um að vera I vinnunni. Notaðu tímann til að endurskipuleggja vinnuna. Heim- sæktu viðskiptafélaga, samböndin verða að vera tii staðar. V Stundum verðið þið skötuhjúin að vera sammála um að vera ósammála. Ekki gera úlf- alda úr mýflugu. Virtu skoðanir ástvina þinna og þeir munu virða þlnar. Vog (23. september-23. október) S Ekki vera svo upptekinn I vinnunni að þú gleymir að njóta félagsskaparins I vinnunni. Stutt- ar samræður geta verið orkuríkar og skemmtileg- ar. V Það er alltof mikið að gera hjá þér til að þú getir veitt einhverjum öðrum athygli. Bíddu þar til það hægist I lífi þínu áður en þú ferö I nýtt samband. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) S Þú hefur náð mörgum af markmiðum þín- um I vinnunni. Margir gamlir draumar hafa orðið að veruleika. Nú er tími til að setja ný markmið og finna nýja drauma. V Sköpunargáfa þln er sterk I dag og því er tími til að ýta undir rómantlkina með einhverju sem aðeins þér gæti dottið I hug. Þú hefur svo maraa leynda hæfileika sem þurfa að komast út I sviðsljósið._____________________________ Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Skipulagið I vinnunni hefur farið I algjört rugl eftir slðustu annasömu vikur. Nú skaltu skipuleggja þig svo þú getir unnið vinnuna þína betur. V Þú hefur enga orku I dag svo þú skalt gera sem minnst. Ekki vera reiður við þig vegna þess. Þrátt fyrir að það llti út fyrir að vera leti að liggja í sófanum þá ertu að hugsa heilmikið. ©Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Enpinn gerir hlutina eins og þú og sköpun- argleði þin er áberandi. Aðstoð við vinnufelaga I nokkra tíma gæti reynst gagnleg til að heilla yfirmenn. V Sýndu þína listrænu hlið. Semdu Ijóð, mál- aðu málverk eða búðu til smásögu. Gerðu allt sem þú getur gert til að aögreina þig frá öðrum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.