blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 14
mánudagur, 27. júní 2005 ! blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsimi: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar® vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á undanfórnum áratug og breytingar á markaðsskipulagi þjóðarinnar hafa leitt af sér breytingar á öðrum sviðum samfélagsins. Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Eurobarometer meðal 32 Evrópuþjóða eru íslendingar ákaflega ánægðir með lífið og tilveruna en ein- ungis Hollendingar eru ánægðari. Þessar niðurstöður gætu tal- ist nokkuð óvæntar í ljósi þess að á síðustu árum hefur vinnu- dagur íslendinga lengst töluvert. Það er líkt og gullgrafaraæði hafi heltekið þjóðarandann og menn leggja nótt sem nýtan dag við að finna nýja mola með tilheyrandi álagi á heimili lands- ins og auknu stressi. Þær breytingar sem einna minnsta at- hygli hafa fengið varða mikilvægasta hóp þjóðarinnar, þann sem landið skal erfa - bömin. Vinnutími þeirra hefur einnig lengst en frá árinu 1998 hefur vistunartími íslenskra bama á leikskólum landsins tvöfaldast og lenging vistunar upp í níu klukkustundir, eða jafhvel lengur, er orðinn kostiu- sem fjölda- margir foreldrar nýta. Þessi langi vinnudagur, sem böm eyða inni á hávaðasömum stofnunum, er lengri en sá sem leikskóla- kennarar vinna að jafnaði en þeir njóta að auki lögboðinna matar- og kaffitíma. Þessi hópur, börn, hefur ekkert um það að segja hvort hann eyðir dögum sínum, frá mánudegi til fóstu- dags, inni á stofnunum eða ekki. Þessi hópur hefur ekkert val en börn geta ekki farið fram á að fara snemma heim ef þeim líður ekki vel eða ef veðrið er óvenju gott. Nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á það sem lengi hefur verið á almannavitorði, að tengsl milli foreldra og bama á fyrstu æviárum þeirra eru gríðarlega mikilvæg. Tengslarof á þessum árum getur leitt til margvíslegra raskana og erfiðleika síðar á ævi bama. Lenging á vistunartíma íslenskra barna gæti því verið ávísun á auk- in seinni tíma vandamál hjá þeim kynslóðum sem nú dveljast Qarri foreldrum sínum lungann úr deginum. í sömu könnun Eurobarometer kemur fram að íslendingar leggja áherslu á, umfram aðrar þjóðir, að kenna börnum sjálfstæði. Það má þó ólíklegt teljast að íslensk böm muni ekki taka sig saman og mótmæla þeirri þróun sem hefur verið á vistunartímum á leik- skólum. Börn ættu ekki að þurfa að mótmæla slíkri þróun því það er okkar fullorðinna að tryggja börnum okkar sómasamleg lífsskilyrði. ■ r* C ________ tJ Farþegaskip í Reykjavíkurhöfn: Bara erlend - ekki íslensk? Geir R. Andersen blaðamaður Á meðan flestar þjóðir, austan- hafs og vestan, leggja metnað sinn í að halda úti skipum til farþegaflutninga, milli heimahafna eða á al- þjóða siglingaleiðum, höf- um við íslendingar leyft farþegaflutningum með eigin skipum að leggj- ast af, svo til að fullu og öllu. Það tekur því varla að minnast á Vestmanna- eyjaferjuna Herjólf og Breiðafjarðarferjuna Baldur, sem enn fá að halda í horfi, við miklar vin- sældir þó. Stefna samgönguyfirvalda síðustu áratugina hefur verið að draga úr - og helst leggja af allar farþegasam- göngur á sjó. Síðast var Akraborgin látin fyrir róða og gert að sinna öðru hlutverki. Nánast á þurru landi! Vinsældir farþegaskipanna Ekki þarf frekari vitnanna við um vin- sældir farþegasiglinga, að ekki færri en 180 skemmtiferðaskip eru vænt- anleg til íslands nú í sumar. Er það þó aðeins hluti þeirra farþegaskipa sem eru á fleygiferð um heimshöfin norðanverð. Flesta daga sumarsins má sjá straumlínulöguð glæsifley með nöfnum eins og Morning Star, Ocean Queen eða önnur álíka, liggja við festar Miðbakkans í Reykjavíkur- höfn. Þetta minnir marga Islendinga á gamla daga þegar Reykjavíkurhöfn iðaði af lífi og farþegaskipin íslensku voru ýmist að koma eða leggja úr höfn. Margir minnast enn siglinga með Esju og Heklu í kringum ísland eða með Gullfossi til Skotlands og Dan- merkur. Sammerkt með öllum þeim farþegum sem þar áttu hlut að máli var tilhlökkunin að sjá og heimsækja alla viðkomustaðina og dvelja um borð í vellystingum. Margir erlendu farþeganna létu sig hafa að vaka dag og nótt þeg- ar strandferðaskipið var að athafna sig á hinum ýmsu höfnum að næturlagi. Sam- felld skemmtiferð fyrir langflesta farþegana yfir sumartímann á þessum árum. Því skyldi það veraíjar- lægur draumur að geta stigið um borð í eitthvert lúxusskipið við bryggju hér? Á meðan íslendingar sækjast eftir að kaupa títtnefnda ferðapakka, sem innihalda margra klukkutíma flug til Bandaríkjanna og nokkurra daga siglingu með skipi þaðan, ferð sem kostar vart minna en hátt á annað hundr- að þúsund krónur og oft mun meira, þá má leiða getum að því að þessir sömu tækju því fegins hendi að geta hafið ferð- ina við bæjardyrnar. Eða svo gott sem. Það er óneitanlega nokkuð skondið að það skuli einungis vera er- lend skemmtiferðaskip sem leggjast við festar í Reykjavíkurhöfn en ekki eitt einasta islenskt. Og það sem meira er; íslenskum ferða- löngum stendur ekki til boða að kaupa sér far með þessum lúxusskip- um, þótt ekki væri nema aðra leiðina, t.d. frá íslandi eða frá viðkomandi landi, þaðan sem skemmtisigling er á dagskrá um næstu nágrannalönd með viðkomu á íslandi. Bjartari tímar fram undan? Þróun skemmtisiglinga með lúxus- Það er nokk- uð skondið að einung- is erlend skemmti- ferðaskip leggist í Reykjavíkur- höfn skipum sem taka þetta 2.000 farþega er ör. Engu að síður eru það þó viss- ir þröskuldar sem við íslendingar stöndum frammi fyrir þegar litið er til móttöku þessara skipa. Þar er helst að nefna farartæki (80 rútubíl- ar þyrftu að vera til staðar fyrir slík- an farþegafjölda) og leiðsögumenn sem tala nokkur tungumál. Þessum vandamálum lýsti Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, í blaða- viðtali fyrir nokkru. Ágúst hefur einnig getið bjartsýnni hliðanna í þessari þróun fyrir okkur íslendinga. Þannig mátti lesa um- mæli hans um að Markaðs- og hags- munasamtökin Cruise Iceland væru að vinna að því að fá erlend skemmti- ferðaskip til þess að sigla umhverfis ísland sumar- langt. Sú hringferð tæki vikutíma og skipti um farþega á sjöunda degi ferðarinnar. Farþegamir kæmu hins vegar hingað til lands með flugi. Þessi hugmynd kæmi til fram- kvæmda næsta sumar, er haft eftir Ágústi. Það væri mikil uppörv- un og hugsanlega upphaf íslenskra farþegasiglinga á ný í kringum landið ekki síður en milli landa ef erlent farþegaskip hæfi siglingar sumarlangt. Það væri raunar ekki bjóðandi Islendingum að horfa upp á glæsilegt farþegaskip sem sigldi frá Reykjavík, án þess að þeir ættu þess kost að sitja við sama borð í þeim efnum. Það er svo á það að líta hvort slíkar siglingar yrðu arð- bærar á ársgrundvelli. Hvers vegna enginn íslenskur fram- taksmaður, ekkertfyrirtæki í útrásar- hugleiðingum hefur tekið við sér eða reynt sig á þessu sviði, er spurning sem er ósvarað. Um áhrifavalda á böm í Blaðinu, 23. tbl. 2005, er fyrirsögn á forsíðu: „Skiln- aðir verða vegna hraða þjóð- félagsins". Ég rauk í það að lesa þessa grein, hef enda mikinn áhuga á því af hveiju sum sambönd endast, önnur ekki og sum betur en önnur. Hef líka ákveðna þörf fyr- ir viðurkenningu á því frá samfélaginu að ég er þrátt fyrir allt að gera mitt besta í mínum samböndum við fólk og því fari hlutimir stundum úrskeiðis, án þess að ég beri sjálf alla ábyrgðina, eins og t.d. þegar „hraðinn í þjóðfélag- inu er að gera út af við fólk“. Vitnað er í prest og hefst greinarkornið á setningunni: „Það reyn- ir mjög mikið á böm að vera skilnaðarbörn og gerir það oft alla ævi.“ Þar fór það. í stað sátta- uppgjörs er ég eina ferð- ina enn minnt á mín „mistök" í lífinu. Sann- anlega ætla ég bömun- um mínum það besta í lífinu, eins og allir foreldrar. Ég ætla þeim ekki sífelldar eldraunir en því miður tek ég reglulega ákvarðanir sem hafa áhrif á þau, jú, jú. Oftast er ég meðvituð um þetta áður en ákvörð- unin er tekin. En nei, takk, ég hef ekki þörf fyrir þessa sífelldu orðræðu um skelfilegar afleiðingar skilnaða, „fórnarlömb" þeirra og enn meira samviskubit. Byrjum á byrjuninni: Ég hef gríð- arleg áhrif á börnin mín frá fæðingu þeirra, aðeins með því að vera ég. Val mitt á barnsfóður hefur jafnmik- il áhrif á þau. Áttum okkur á því að þessi áhrif geta verið neikvæð, jafnt og jákvæð, og að öllum líkindum gilda þau „alla ævi“. Tímasetningbarneign- anna hlýtur líka að spila inn í, sbr. mismunandi þroska minn eftir tíma- bili í lífinu. Að sama skapi hefur eitt- hvað að segja hvort ég hafi ákveðið að Ása S. Harðardóttir. gæðahúsgögn mennta mig, hvort uppgjöri við „mína eigin æsku“ sé lokið eður ei, hvernig samskipti mín við annað fólk séu... og lengi má telja. Að þessu sögðu má vera lýðum og landi ljóst að flest það sem við gerum hefur áhrif á börnin okkar. Ég er gjörsamlega komin með nóg af málflutningi fólks sem á að hafa reynslu í því að „vinna með fólk“ og einblínir á afmarkað mengi ákvarð- anatöku sem er „skilnaður hjóna“. Er ekki kominn tími til að beina sjónum að öðrum og mikilvægari þáttum lífs- ins, sem er takmarkalaus ást á börn- um okkar? Hana þurfum við að veita börnum okkar algjörlega án tillits til grunns okkar foreldranna og mennt- unar, okkar eigin foreldra, lands og kynþáttar, og án tillits til þess hvort við höfum kosið að vera í sambúð með hinu blóðforeldrinu eða ekki. Skilnað- ur foreldra er ekki það versta sem hendir börn, svo fremi sem fólki tekst að láta sér lynda í framhaldinu. Breytingar á aðstæðum barna minna hjá okkur foreldrum þeirra hafa eflaust áhrif á þau til framtíð- ar, en margar þeirra breytinga verða þeim til góðs. Ég sjálf mun væntan- lega hafa áhrif á þau um ókomna tíð og svo mun einnig verða með fóður þeirra. Þetta mun gerast án tillits til þess hvort við séum gift eður ei. Það vill svo börnunum mínum til happs að úti um allar trissur er fólk sem elskar þau takmarkalaust og verð- ur það þeim til framdráttar um alla þeirra ævi. Þetta fólk elskar þau al- veg jafnt, hvort sem við foreldramir erum gift eða sitt í hvoru lagi. Að lokum er deginum ljósara að það hefur mikil áhrif á mig, alveg til æviloka, að hafa eignast þessi böm, og svei mér þá ef móðir mín muni nokkurn tímann jafna sig á því að hafa eignast mig! Ferju- og farþegahöfn Menn hafa bent á að hugsanlega ætti að líta til Þorlákshafnar sem áfangastað farþegaskipa í millilanda- siglingum, það myndi spara svo sem sex tíma siglinu aðra leiðina og „leiðindasiglingu" fyrir Reykjanes- skagann. Það verður þó ekki þrauta- lending í nánustu framtíð þar sem Þorlákshöfn er ekki tiltæk í bili fyr- ir miklu stærri skip en Herjólf. Um 600 milljónir króna voru hins vegar reiddar fram af hinu opinbera til að bæta hafnarastöðu á Seyðisfirði fyrir færeyska skipið Norrænu! Reykjavík er því eina höfnin hér á þéttbýlissvæðinu sunnanlands sem getur annast móttöku skemmtiferða- skipa. Einnig þótt litið sé eingöngu til strandsiglinga með farþega og vörur Samskipa. Það blandast fáum hug- ur um nauðsyn þess að ísland bjóði upp á skipaferðir með farþega líkt og aðrar þjóðir, til viðbótar við farþega- flugið sem er og verður öflugasti þótt- urinn í samgöngumálum þjóðarinnar við útlönd. Á sama hátt og farþegasiglingar lögðust af um og upp úr 1970, þeg- ar landsmenn tóku upp kjörorðið „Fljótt, fljótt, sagði fuglinn" (löngu áður en bók Thors Vilhjálmssonar kom á markað) með aukinni tíðni flugferða í millilandaflugi, trúi ég að engin ástæða sé til að örvænta um viðtökur íslendinga þegar sá tími rennur upp að reglubundnar sigling- ar með farþega verður orðinn hluti af samgöngukerfi landsmanna. Samþykkt Hafnarstjórnar Faxa- flóahafna um að hafnarstjórinn í Reykjavík kanni kosti þess að hefja reglubundnar farþegasiglingar frá meginlandi Evrópu til Reykjavíkur lofar góðu í þeim efnum og eftir á að hyggja: Furðulegt að aðeins tveir kjörnir fulltrúar landsmanna (Kjart- an Magnússon í borgarstjórn og Katr- ín Fjeldsted á Alþingi) hafa gerst opinberir talsmenn þess að taka upp farþegasiglingar fyrir íslendinga sjálfa! Bæjarhrauni 12 opið virka daga frá kl. 10-18 og lau. 11-14 sími 5G5 1234

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.