blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 24
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið Björgólfar fornaldar í útrás og alþjóðavæðingu Saga norræna manna á Grænlandi á bók . Kirkjurústirnar í Hvalsey bera menningarstraumum sunnan úr álfu glöggt vitni. Sögufélagið hefur gefið út bókina „Á hjara veraldar, sögu norænna manna á Grænlandi" eftir Guðmund J. Guð- mundsson sagnfræðing. Bókin er einkar handhægt og læsilegt yfirlits- rit um sögu norrænu miðaldabyggðar- innar á Grænlandi, allt frá landnámi Eiríks rauða um árið 1000, þar til nor- rænu byggðirnar eyddust einhvem tíma eftir miðja 15. öld. „Ég vildi ekki hafa bókina of langa því hún á að vera aðgengilegt yfirlit," segir Guð- mundur. „Eins vildi ég hafa hana í handhægu broti svo menn gætu haft hana með í farteskinu ef þeir skyldu vilja bregða sér yfir til Grænlands, en ferðir þangað hafa sjálfsagt aldrei ver- ið auðveldari." Víða leitað fanga í bókinni er leitað fanga í rannsókn- um og kenningum vísindamanna í fjölmörgum fræðigreinum, svo sem sagnfræði, bókmenntafræði, fornleifa- fræði og ýmsum greinum náttúruvís- inda. Gerð er grein fyrir húsakosti Grænlendinga, atvinnulífi þeirra, landbúnaði og veiðum, svo og verslun- arsamskiptum þeirra við Evrópu og tengslum við frumbyggja Ameríku. „Ég tek undir kenningar Helga Guðmundssonar um hvemig versl- un með rostungstennur og náhvals- tennur, sem menn suður í álfú töldu vera einhymingshorn, hafi verið dijúg auðlind fyrir Grænlendinga, en ekki síður íslendinga sem vom milligöngumenn í Grænlandsverslun- inni. Þar er fundin ein ástæða fyrir búsetu manna þarna þótt kostur hafi að flestu leyti öðm verið þröngur." Guðmundur segir að þessi Grænland- svamingur hafi verið afar eftirsótt- ur og þannig hafi Noregskonungur jafnan haft forkaupsrétt á honum. „Hann nýtti hann og notaði mikið í gjafir til annarra þjóðhöfðingja, enda um konungsgersemar að ræða,“ segir Guðmundur. „Alþjóðavæðingin og út- rásin er þannig ekki jafnný af nálinni eins sumir virðast halda. Þetta vom Björgólfar fornaldar." Endalok samfélags í síðasta hluta bókarinnar em svo reifaðar nokkrar af þeim tilgát- um fræðimanna sem komið hafa fram um endalok þessa sérstæða og áhugaverða samfélags. „Það virðist ekki vera hægt að færa nein rök fyr- ir þessum skrautlegri kenningum um hvemig byggðin lognaðist út af,“ segir Guðmundur, en menn hafa sett fram tilgátur um stríð við skrælingja, úrkynjun, drepsóttir og fleira. „Það er einfaldlega sennilegast að menn hafi bmgðið búi þegar hallærið tók engan enda svo ámm skipti og sjálf- sagt hafa menn haldið aftur til ís- lands, þar sem var töluvert jarðnæði á lausu í kjölfar mannskæðra sótta." ,Á hjara veraldar“ er fyrsta heftið í nýrri ritröð Sögufélags. Ritröðin hef- ur hlotið heitið „Smárit Sögufélags“. Þar er ætlunin að birta verk af marg- víslegum toga, frumsamin rit, alþýð- legar textaútgáfur og þýðingar. Sverðberinn seldur til Danmerkur og Noregs S verðberinn, unglingasaga Ragnheið- ar Gestsdóttur, var í vikunni seld til Danmerkur og Noregs. Ragnheið- ur hlaut sem kunnugt er Norrænu bamabókaverðlaunin 2005 fyrir bók- ina og höfundarverk sitt. Hún veitir verðlaununum viðtöku næstkomandi miðvikudag, 29. júní. Það var danska forlagið Sesam sem tryggði sér útgáfuréttinn þar í landi, en þeir eru hluti af Aschehoug Dansk Forlag. í Noregi mun Sverð- berinn koma út hjá N.W. Damm & Spn AS. Forlagið mun á næstu dög- um einnig gefa út Njálu eftir Bryn- hildi Þórarinsdóttur og Margréti E. Laxness, sem kom út hjá Máli og menningu 2002. Karl Marx. Er í fyrsta sæti í kosningu um mesta heimspeking sögunnar. Karl Marx í fyrsta sæti Breska útvarpið BBC stendur þessa dagana fyrir kosningu meöal hlust- enda sinna um mesta heimspeking sögunnar. Úrslit verða tilkynnt eftir rúma viku en eins og staðan er núna bendir allt til að Karl Marx vinni kosninguna. Wittgenstein er í öðm sæti, Hume í því þriðja og þar á eftir koma Plató og Kant. Höfundur nýrrar ævisögu Marx, Francis Wheen, segist fagna fari svo að Marx sigri. „Hann var fjölhæfari en aðrir sem em á listanum," segir Wheen um höfund Kommúnista- ávarpsins. Ekki em allir á sama máli og benda á að kommúnisminn hafi nokkum veginn sungið sitt síðasta, nema í löndum eins og Kúbu og Norð- ur-Kóreu. Sumir halda því fram að Marx hafi ekki verið heimspekingur. „Fólk kýs hann vegna þess að það sér hann sem gamlan mann með hvítt skegg og í huga þeirra lítur hann út eins og heimspekingur," segir breskur pró- fessor í endurreisnartímabilinu. Melvyn Bragg, umsjónarmaður útvarpsþáttarins, In Our Time, sem stendur fyrir kosningunni, furðar sig á forystu Marx. Hann segist sjálfur kjósa Kant. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefja 31. starfsár sitt laugardaginn 2. júlí kl. 14. Efnisskrá hátíðarinnar verður að mestu leyti byggð á bar- okk- og samtímatónlist. Staðartónskáld í sumar verða fimm talsins: Jórunn Viðar, Anna S. Þorvaldsdóttir, Gunnar A. Krist- insson, Hugi Guðmundsson og Þóra Marteinsdóttir en fjögur síðasttöldu eru öll af yngstu kynslóð tónskálda. Sönghópurinn Hljómeyki flytur dag- skrá með verkum Jórunnar Viðar aðra tónleikahelgi, 9. júlí. Þá munu flytjendur allra tónleika- helga sumarsins frumflytja stólvers (alls fimm talsins) byggð á sálmum íslenskra 17. aldar skálda. Lögin við sálmana eru sótt úr íslenskum hand- ritum og verða útfærð af ungu tón- skáldunum en einnig verða frumflutt eftir þau ný verk fyrir sellóoktett síð- ustu tónleikahelgi Sumartónleika. Sumar Boccherinis ítalska tónskáldið Luigi Boccherini verður áberandi á efnisskrám sum- arsins en á þessu ári eru 200 ár liðin frá því hann lést. Fjórðu og fimmtu tónleikahelgi (29. júlí-1. ágúst og 6.- 7. ágúst) verða flutt ýmis sjaldheyrð verk eftir hann. Fyrirlestrar fara fram í Skálholts- skóla kl. 14 alla laugardaga meðan á Sumartónleikum stendur og tengjast tónleikum dagsins. Boccherini. Verður áberandi á efnisskrá sumartónleika í Skálholti. Tónlistarsmiðja unga fólksins í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á tónlistarsmiðju unga fólksins. Þær Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir munu leiðbeina bömum í skapandi tónlist- arvinnu hvern laugardag meðan á Sumartónleikum stendur, frá kl. 14.55 þar til seinni tónleikum lýkur. Tónlistarsmiðjan ætti að vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á að slást með í fór á Sumartónleika í Skálholtskirkju 'og glíma við spennandi verkefni við sitt hæfi. Sem fyrr er ókeypis aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum á sumartónleikum í Skálholtskirkju. ■ Fræðimenn í Húsi Jóns Ellefu fræðimenn fá afnot af fræði- mannsíbúð í Húsi Jóns Sigurðsson- ar í Kaupmannahöfn á komandi vetri. Bergljót S. Kristjánsdóttir fær afnot af íbúðinni en hún er að rannsaka Gerplu og dróttkvæðar- vísur, Dagný Kristjánsdóttir til að rannsaka einkenni barnabóka, Gunnlaugur A. Jónsson til að kanna upphaf sögulegra biblíurannsókna á íslandi 1890-1920, í ljósi danskra og skandinavískra áhrifa, Halldór Guð- mundsson til að undirbúa rit um líf tveggja skálda, Gunnars Gunnarsson- ar og Þorbergs Þórðarsonar. Halldóra Jónsdóttir fær íbúðina til að vinna við íslensk-danska skólaorðabók, Hrafn- hildur Schram til að kanna verk Júlí- önu Sveinsdóttur listmálara, Krist- ján Jóhann Jónsson til að afla efnis í rit um Grím Thomsen — þjóðskáld og heimsborgara, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir til að rannsaka ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur, Sigríður Matthíasdóttir til að rannsaka gögn um þjóðernishugmyndir Jóns Aðils sagnfræðings, Þorleifur Hauksson til að undirbúa útgáfu Sverrissögu og að lokum Þorsteinn Helgason til að rannsaka gögn um Tyrkjaránið. Fræðimennimir munu dvelja tíma- bundið í íbúðinni á tímabilinu frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, Þor- steinn Pálsson, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngva- son prófessor. Oktett Ragnheiðar Gröndal Garðbæingar og aðrir íbúar í ná- grannasveitarfélögum geta tekið frá miðvikudagskvöldið 29. júní nk. en þá verða haldnir djasstónleikar á Garðatorgi í Garðabæ. Þar leitur Ok- tett Ragnheiðar Gröndal söngkonu sígildar djassperlur og blús í nýjum útsetningum eftir Hauk Gröndal. Hljómsveitina skipar úrval íslenskra djassleikara en það em þeir Haukur Gröndal á altósaxófón og klarínett, Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Ólafur Jónsson á tenórsaxófón, Sigurður Flosason á barítónsaxófón og þver- flautu og Ásgeir Ásgeirsson á gítar. Á kontrabassa leikur hinn kanadíski Graig Earle og Svíinn Erik Qvick leik- ur á trommur. Sveitin mun í júlíbyij- un koma fram á „Copenhagen Jazz Festival", auk þess að spila á nokkr- um vel völdum stöðum á íslandi. Einnig er áætlað að gera upptökur með útgáfu í huga síðar. Tónleikarn- ir heíjast klukkan níu en þeir eru haldnir í samstarfi við menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Aðgangur er ókeypis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.