blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 6
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið Ene Egma, forseti eistneska þings- ins, kom til fslands seint í gærkvöldi en hann verður hér í fjögurra daga opinberri heimsókn í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. í fór með þingforsetanum er sex manna sendi- nefnd, sem í eru þingmenn og annað starfsfólk eistneska þingsins, Ri- igikogu. Alþingi og Perlan Af nógu verður að taka í heimsókn- inni en hún byrjaði í morgun með heimsókn Egmas á Alþingi, þar sem Halldór tók á móti honum ásamt þingflokksformönnum eða staðgengl- um þeirra sem ekki sáu sér fært að mæta. Eftir stutta viðkomu á sýn- ingunni „Handritin" í Þjóðmenning- arhúsinu er hádegisverðarfundur í Perlunni með nefndarmönnum utanríkismálanefndar áður en Ól- afur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, verður heimsóttur á Bessastaði. í kvöld verður kvöldverður í boði Halldórs Blöndal í ráðherrabústaðnum við Tjamargötu. Þingvellir og Ak- ureyri Á morgun verður far- ið að Þingvöllum og —- vatns- og gufuaflsvirkj- ■«mmá—... anir skoðaðar áður en farið verður til Akureyrar. Á miðviku- daginn verður dagsferð um Norðaust- urland og á fimmtudag verður flogið til Reykjavíkur og dýfa gestimir sér í Bláa lónið áður en þeir fara aftur til Kaupmannahafnar. samningur samstarfsaðila „Matur 2006“ undirritaður S ý n i n g i n „ M a t u r 2006“ verður verður hald- in í áttunda sinn frá 30. mars-2. apríl 2006. Þegar fyrstasýning- in var haldin árið 1992 var hún haldin í íþróttahúsi Digranesskóla. Núna er hún haldin í einu stærsta íþróttahúsi landsins, Fífunni í Kópa- vogi, enda hefur mikil gróska verið í íslenskri matargerð á undangengn- um árum. Helstu fagkeppnirí íslensk- um matvæla- og veitingaiðnaði em haldnar á sýningunni, svo sem eins og Matreiðslumeistari ársins, Kjöt- iðnaðarmaður ársins, Bakari ársins, Framreiðslumaður ársins, Barþjóna- keppni íslands, íslandsmeistara- keppni blómaskreyta, Nemakeppnir fagfélaganna ogKlakaskurðarkeppni. Vinningssæti í keppnum hér á landi veita svo þátttökurétt í alþjóðlegum keppnum, eins og Matreiðslumeist- ari Norðurlanda og Matreiðslumenn án landamæra, þar sem keppt er í matreiðslu milli heimsálfa. Halldór Blöndal fær gest Meiri matur Sú var tíðin: 100 ár frá fyrsta loftskeytinu í gær voru liðin eitt hundrað ár síð- an fyrsta loftskeytið barst til íslands sem varð þess valdandi að fréttir ut- an úr hinum stóra heimi bárust sam- dægurs í stað þess að þær þyrftu að koma með skipum. í tilefni dagsins var minningarskjöldur afhjúpaður við Höfða þar sem fjallað var um upp- haf fjarskipta hér á landi. Þá flutti Örn Orrason, framkvæmdastjóri fjar- skiptasviðs OgVodafone, ávarp. Fyrsta skeytið Fyrsta loftskeytið barst frá Poldhu í Comwall á Englandi til loftskeyta- stöðvar Marconi’s Wireless Tele- graph Company á Rauðará í Reykja- vík, sem nú kallast Höfði. Fréttum, sem bárust með þessari tækni, var dreift í fregnmiða frá blöðunum ísa- fold og Fjallkonunni. „Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkum viðburð. Miðamir, rauð- ir að lit, voru festir upp víðs vegar um bæinn. Gunnar Hansson leikari tók að sér hlutverk loftskeytamanns við athöfnina í gær. Hann las úr fyrstu skeytunum sem bárust til landsins. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því fjór- um sinnum allt ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu," sagði í ísa- fold 1. júlí 1905. Loftskeytastöð- in var rekin fram til hausts- ins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samn- ing um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannahöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi-fé- lagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson en barnabarn hans, Oddur Benediktsson, afhjúpaði minnismerkið í gær. Þess ber að geta að fyrstu drög að loftskeytaþjónustunni voru bréfdúfur sem fréttamiðillinn Reuters sendi yfir Ermarsundið milli fréttastofa sinna. Fréttir helgarinnar 5.000 manns á Kirkjudögum Aðstandendur Kirkjudaga 2005, sem haldnir voru á Skólavörðuholti á fóstudag og laugardag, voru him- inlifandi með þátttöku almennings í hátíðinni. Pétur Björgvin Þorsteins- son, formaður Kirkjudaga, sagðist vera sérstaklega ánægður með það hversu kirkjufólk af landsbyggðinni var áberandi. Fyrir hátíðina sagði biskup íslands að veðurguðinn og veðurenglarnir yrðu hátíðinni hliðhollir en vegna rigningar og hvassviðris voru ýmsir atburðir flutt- ir inn í hús. Merkisfólk græðir landið í tilefni 75 ára afmælis Skógræktar- félags íslands voru 75 tré gróðursett í Vinaskógi á Þingvöllum á laugar- daginn. Á athöfninni gróðursettu meðal annars þeir Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson, auk þess sem Vigdís Finnbogadóttir gróðursetti og flutti ávarp. Þá færði Páll Samúels- son félaginu 35.000 plöntur að gjöf frá Toyota. Vetnislundinn klárar hringinn Japanarnir fimm, sem lögðu af stað í hringferð um ísland á vetnisknúnu þríhjóli fyrir tveimur vikum, luku hringnum á laugardaginn. Ferðin gekk víst vel en meira en 12 mánuð- ir voru notaðir til þéss að undirbúa hana. íþróttavöllur á Seltjarnarnesi stendur Seltirningar kusu um nýtt bæjar- skipulag á laugardaginn og varð svokölluð S-tillaga fyrir valinu. Hún gerir ráð fyrir því að byggt verði þar sem heitir Hrólfsskálamelur og íþróttavöllur bæjarins fær að standa óáreittur. í annarri tillögu, H-tillögunni, var byggð sett þar sem völlurinn er og hann færður annað. Rétt rúmlega helmingur kosninga- bærra íbúa skilaði atkvæði sínu og var munurinn 176 atkvæði. Af laganna vörðum íslendingar næstelstir íslendingar eru í 2. sæti þegar horft er til lífshka þjóða heims. Þeir geta að öllu jöfnu átt von á því að verða 80 ára að meðaltali og deila 2. sætinu með Svisslendingum. Elstir verða hins vegar Japanar, sem geta átt von á því að ná 82 ára aldri. Minnstar lífslíkur eiga íbúar Zimb- abwe, Zambíu og Malaví, en þar eiga menn von á sláttumanninum slynga milli þrítugs og fertugs, aðallega vegna alnæmisfaraldursins sem þar er landlægur. Þetta kemur fram í mannfjölda- skýrslu fyrir heimsbyggðina, sem franska lýðfræðistofnunin (IFED) gaf nýverið út. Samkvæmt skýrslunni búa um 6,5 milljarðar manna á jarðkúlunni, en um helmingur þeirra á heima í sex ríkjum: Kína, Indlandi, Bandaríkjun- um, Indónesíu, Brasilíu og Pakistan. Einnig kemur fram að um 61% mann- kyns eigi heima í Asíu, 14% í Afríku, 11% í Evrópu, 9% í rómönsku Amer- íku, 5% í Norður-Ameríku og tæpt 1% í Eyjaálfu. Viðhorfskönnun í Evrópu: íslendingar alsælir Ánægja með lífið og tilveruna er al- mennari hér á landi en gengur og gerist meðal Evrópuþjóða og alkunn nýjungagirni landans endurspeglast í afar jákvæðu viðhorfi til vísinda og tækni. Þetta kemur fram í safni við- horfskannana, sem gerðar voru fyrir framkvæmdastjórnEvrópusambands- ins í ríkjum þess og næstu granna. Skýrslan laut einkum að félags- legum viðhorfum til vís- inda og tækni, siðferði og trú. Var t.d. spurt út í trúrækni, vangaveltur um leyndardóma lffsins, hvernig vísinda- og tækni- framfarir hrærðu við manninum og afstöðu til jafnréttis- og umhverfis- mála. Könnunin náði til 25 aðildarríkja ESB, fjög- urra landa á leið inn í það og EES-landanna sem ut- an þess standa. íslendin- gar skera sig úr í afstöðu til hagnýtingu auðlinda. 94% Islendinga lukkunnar pamfílar Um 80% Evrópubúa kváðust könnununum ánægð með lífið og tilveruna, en verulegur munur er á einstökum þjóðum. Hollendingar eru fremstir meðal jafningja, en 97% þeirra voru ánægð með sinn hlut undir sólu. Næstir í röðinni voru ís- lendingar en 94% þeirra voru alsæl með sitt, en Danir, Finnar, Norð- menn og Svisslendingar sigldu í kjölfar okkar með um 90% ánægða íbúa. Búlgarar hörmuðu hlutskipti sitt áberandi mest, en þar voru aðeins 37% ánægð. Næsta þjóð þar á eftir voru Litháar með 60% hamingjuhlut- fall. Þegar litið er til jafnréttismála kemur einnig nokkur afstöðumunur þjóða í ljós. Sett var fram fullyrðing- in: Ef skortur er á störfum eiga kon- ur sama rétt til starfa og karlar. Hlut- fallslega færri íslendingar lýstu sig sammála þessari staðhæfingu en íbúar ann- arra Evrópulanda utan Sló- vakíu, eða 62% svarenda. 35% svarenda sögðust vera ósammála fullyrðingunni. Talsverðurmunurreynd- ist á afstöðu Evrópuþjóða tilhagnýtingarnáttúruauð- linda. Slóvakar, íslending- ar og Pólverjar voru þjóða sáttastir við þá fullyrðingu að maðurinn ætti óskorað- an rétt til að nýta nátt- úruna til að bæta líf sitt. 77% Slóvaka og 74% íslendinga lýstu sig þeirrar skoðun- ar, en í löndum ESB meðaltalið Lögreglumenn landsins virðast vel- flestir sammála um að fremur rólegt hafi verið um helgina. Þó lentu þeir í stympingum á Eyrarbakka, þar sem afskipti voru höfð af manni sem átti í átökum við annan. Félagar hans tóku því illa að lögreglan ætlaði að skipta sér af og veittust að henni. Lögreglan hafói þó betur og var einn handtekinn vegna þessa. Pítsusendill var rændur að morgni laugardagsins og var sími og tæpar fimm þúsund krónur í pen- ingum teknar af honum. Ræninginn hótaði sendlinum með eggvopni og hljóp á brott með fenginn. Hann var handtekinn á laugardaginn og hefur játað verknaðinn. Hátt á annan tug manna var tekinn fyrir of hraðan akstur um allt land og nokkrir voru teknir grunaðir um ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan í Reykjavík einn ökumann sem ók án þess að hafa ökuleyfi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.