blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 12
12 bílar -fa .2. mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið ÓDÝR NOTUÐ OONÝ SMlHIIE - einnig 16", 17" og 18” low-profil dekk Rússarnir koma Ódýrir bílar frá Japan, og síðar Kóreu, ruddu brautina og nú bíða menn spenntir (eða skelfdir) eftir því að hræódýrir bílar frá Kína ryðji sér rúms. En Kínverjarnir eru ekki ein- ir um að hugsa sér til hreyfings því Rússarnir eru að láta til sín taka sem bílaframleiðendur á nýjan leik. Á dög- um Kalda stríðsins voru rússneskir bílar hálfgerður brandari en það kann senn að breytast. Ekki svo að skilja að við megum eiga von á nýjum flaumi af Volgu, Moskvitsj og Lödu í bráð, en Ford, Renault, Toyota og DaimlerChrysler eru allir byrjaðir eða búnir að reisa bílaverksmiðjur í Rússlandi. Þeirri framleiðslu er enn sem komið er nær einvörðungu beint á rússneskan markað, en það kynni að breytast. Rússar eiga nóg af verkfræðingum og faglærðum verka- mönnum og e.t.v. má eiga von á nýju Skoda-ævintýri þar eystra. Eins og sjá má á myndinni hefur meira að segja Volgan þróast talsvert undan- farin ár. við erfiðar aðstæður á miklum hraða. Búið er að breikka bílinn að aftan, um 44 mm frá hefðbundinni Carreru, til að koma fyrir breiðari dekkjum að aftan. Þetta gefur bílnum mun meira veggrip, ásamt því að hann verður enn kraftalegri í útliti. Bíllinn er framleiddur með tveimur vélarstærð- um - Carrera 4 með 3,6 lítra 325 hest- afla vél, og Carrera 4S með 3,8 lítra 355 hestafla vél. Bremsubúnaðurinn í bflnum er mjög framúrstefnulegur því bremsu- vökva er dælt inn á keríið um leið og ökumaðurinn sleppir bensíngjöfinni snögglega. Það var á slíkum bíl sem Valgeir brunaði upp brekkurnar, botnaði bíl- inn á beinu köflunum en negldi nið- Pottþéttur í Mónakó og á malarvegum líka Rússnesk Úral-mótorhjól voru til sýnis hjá URAL-umboðinu um helgina, en sem sjá má er þar ekki óþarfa nýjungagirni fyrir að fara. Hjólin hafa nán- ast haldið sínu upprunalegu útliti, en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. Hjólin fást með og án hliðarvagns, og hægt er að fá þau með drifi á hliðarvagni. Það hentar vel íslenskum aðstæðum því hjólin eru víða notuð allt árið. Greenpeace gegn Land Rover UmhverfisverndarsamtökinGreen- peace eru þekktust hér á landi fyrir einarða andstöðu sína við hvalveið- ar, en það er langur vegur frá því að þau einskorði starfsemi sína við það. í Englandi hafa samtökin að undanfórnu beint spjótum sínum að Land Rover, en Greenpeace telur að bílar þeirra séu alveg sérstakir óvinir umhverfisins. Ekki er það þó af landverndarsjónarmiðum sakir utanvegaeiginleika Land Rover, held- ur telja samtökin að Land Rover og móðurfyrirtækið Ford, kunni vel að smíða bíla sem noti minna eldsneyti og blási minna út af lofttegundum, sem Greenpeace telja geta verið skað- legt andrúmslofti jarðar og veðurfari hennar. Þá telja þau að fæstir Land Rover eigendur hafi neitt við þessa öflugu torfærubíla að gera, flestir þeirra noti þá aldrei nema á malbiki. Þessi barátta hefur færst í aukana upp á síðkastið og hafa liðsmenn Greenpeace hlekkjað sig við Land Ro- ver bíla í nokkrum bílasölum í Eng- landi, en í síðasta mánuði tókst þeim að stöðva framleiðslu Land Rover verksmiðju í stuttan tíma. g Valli sport prófar Porsche Carrera 4: Valgeir Magnússon, betur þekkt- ur sem Valli sport, fékk nýlega boð um að kynnast nýjustu afurðum Porsche: Carrera 4 og Carrera 4S og það á þekktum rallívegum í kringum Monte Carlo, sem eru í senn fornfrægir og fornir, hlykkjóttir með afbrigðum og yfirleitt glæsilegt útsýni á aðra hönd út í ei- lífðina. Helsta hetja Monte Carlo rallís- ins, Walter Röhl, vann þessa keppni alls átta sinnum í röð (síðast 1984), ásamt því að ná nokkrum heims- meistaratitlum í rallíakstri. Porsche fékk Röhl til að sýna getu bflsins og fengu gestirnir að sitja í hjá honum á þekktri, erfiðri sérleið. Valgeir segir það vel valið að nota þessa krefjandi vegi til þess að sýna Carrera 4 - bremsur séu sífellt í notk- un þar sem lengstu beinu kaflarnir eru einungis 5-600 metrar og beygj- urnar krappar svo vel reyni á hvernig bfllinn liggur. Valgeir kveðst hafa ekið bflnum frek- ar greitt, jafhvel mjög greitt, og náði því vel að prófa bremsur og stöðugleika. „Eftir heilan dag við mikið álag voru engin merki þess að bremsurn- ar væru farnar að hitna og ég hefur aldr- ei fundið eins mikið öryggi í kröppum beygjum á mikilli ferð.“ Hann segir ökuferðina með Walter Röhl ógleymanlega þar sem ekið var í óbreyttum Carrera 4 á 160 km hraða Sovéskur snigill inn í krappa beygju án vegriðs með þverhnípið á aðra hlið, en bfllinn hafi legið eins og límdur við malbikið. „Það er greinilegt að Walter hef- ur engu gleymt og traust hans á bflnum var fullkomið. Hann ók með fullkominni ró á ógnarhraða eftir þröngum veginum með tré og kletta allt í kring.“ Valgeir segir upp og ofan hvernig farþegum Röhls, sem flestir voru blaðamenn, hafi líkað að ferð- ast með honum. „Sumir brostu allan hringinn, en aðrir komu fólir út úr bflnum.“ Porsche Carrera 4 og 4S eru fjór- hjóladrifnir og ætlaðir til að takast á Rallýkappinn Walter Röhl ur fyrir beygjurnar. „Bfllinn lá eins og límdur við veginn, það heyrðist nánast aldrei ískra í dekkjum og fjór- hjóladrifið rótaði bílnum út úr beygj- unum.“ Valgeir segir að Carrera henti ís- lenskum aðstæðum fullt eins vel og í Mónakó. Vegirnir hér séu margir hlykkjóttir með afbrigðum en fjór- hjóladrifið komi í góðar þarfir á möl- inni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.