blaðið - 28.06.2005, Side 12

blaðið - 28.06.2005, Side 12
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið 12 ne Getur borgað sig að nota kreditkort? Heildarfjöldi greiðslukorta í notkun í lok maí var 622.566, að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans. Sam- kvæmt hagtölum Seðlabanka íslands nam heildarvelta debet- og kredit- korta 53,8 milljörðum króna í maí síð- astliðnum, miðað við 46,9 milljarða í maí í fyrra. Aukningin er tæp 15% á milli ára. Mest varð aukningin í notk- un greiðslukorta í útlöndum en hún hækkaði um tæpan fjórðung á milli ára. Kortavelta var 252,5 milljarðar króna frá upphafi árs og fram í maí og er aukningin um 14% frá því á síðasta ári. Aukn- ingin er sögð eiga rætur sínar að rekja til aukinnar einkaneyslu en hún hefur aukist um 9,4% miðað við fyrsta árfjórðung í fyrra. Ef tekið er tillit til verð- hækkana á tímabilinu jókst neyslan um 12,1%. Neytendum, sem nota yfirdráttarviðskipti í miklum mæli, getur reynst hagkvæmt að nota kredit- kort fremur en debetkort. Virkni og fríðindi debet- og kredit- korta eru háð úrvali útgefandans en kreditkort hafa þó engin færslugjöld. Þar sem greiðsla á sér stað 45 dögum eftir úttekt er greiðslufrestur vaxta- laus. Mörg kreditkort gefa neytend- um kost á ferðafríðindum og ýmsum hlunnindum tengdum vildarkerfum en ferða-, slysa-, farangurs- og bíla- leigutryggingar eru háðar kortateg- und. Við einstaka úttektir bjóðast öllu jafnan greiðslulausnir á borð við létt- og boðgreiðslur og áskriftir. Kreditkort auðvelda einnig verslun á netinu, t.d. við bókanir hótela, bíla- leigubíla og farseðla, auk þess sem vefverslanir á borð eBay kreíjast greiðslukortanúmers. Þar sem ekkert færslugjald er á kreditkortaviðskiptum getur það til lengdar borg- að sig að nota kreditkort við almenna verslun. Að vísu eru árgjöld kredit- korta hærri en árgjöld de- betkorta en sé kreditkort t.d. notað einu sinni á dag í heilt ár borgar það sig frekar en að greiða færslu- gjöld og árgjald af debet- korti í jafnmikilli notkun. Heildarhagkvæmni veltur þó á því hve mikið einstak- lingur skuldar af debet- eða kreditkortaviðskiptum því ávallt er hagkvæmast að eiga fyrir vörunni sem versluð er og þurfa þar með ekki að borga vexti af lánum. Mest varð aukningin í notkun greiðslu- korta í útlöndum ín—Ko rta g j öl d viðskiptavinum býðst án nokkura annara viðskipta við viðkomandi banka , Almennt debetkort Almennt Visakort Almennt Masterkort iNamsmanna W debetkort Ársgjald 375 kr 375 kr 2600 kr 5500 kr Stofngjald O kr 0 kr 1200 kr 1000 kr Færslugjald 13 kr 13 kr 0 kr 0 kr ^spron Ársgjald 275 kr 275 kr 2600 kr 2800 kr Stofngjald 0 kr 0 kr 1200 kr 0 kr Færslugjald 13 kr 13 kr 0 kr Okr K B BANKI Ársgjald 275 kr 275 kr 2600 kr 2500 kr Stofngjald 0 kr 0 kr 1200 kr 1000 kr Færslugjald 6 kr 12 kr 0 kr 0 kr ÍSLAN DSBANKI Ársgjald 280 kr 280 kr 2600 kr 2500 kr Stofngjald 0 kr 0 kr 1200 kr 1200 kr Færslugjald 13 kr 13 kr 0 kr 0 kr Farsímanotkun í útlöndum - nokkur mikilvæg atriöi Það getur margborgað sig að kynna sér kjörin á verði farsímanotkunar í útlöndum. Á erlendri grundu greiðir farsímanotandinn bæði fyrir þau sím- töl sem hann hringir og þau sem hon- um berast. Símtölin fara öll í gegnum síma- gátt þjónustufyrirtækisins á íslandi, einnig ef hringt er í íslenskan ferða- félaga á sama erlenda svæði, jafnvel þótt þeir deili vinaáskrift hjá sama íslenska símafyrirtækinu. Gjaldskrá þess erlenda símafyrirtækis sem íslenska fyrirtækið hefur gert sam- skipta/reikisamning við, gildir fyrir alla símanotkun að viðbættu 20% þjónustugjaldi og 24,5% virðisauka- skatti, sem þýðir að það kostar ein- faldlega miklu meira að hringja frá útlöndum til íslands heldur en það kostar að hringja innanlands. Það jafngildir millilandasímtali að klakavelar Verð 28.000 kr. 0 ÍS-hÚSÍÖ 566 6000 hringja í íslenskt talhólf þegar dval- ist er erlendis, auk þess sem það kost- ar jafnan meira að senda textaskila- boð frá útlöndum. Það getur því komið sér vel fyrir far- símanotendur að velja sér sjálfir það erlenda símafyrirtæki sem þeir vilja nota meðan á utanlandsferð stendur. Það er þó háð því að íslenska símafyr- irtækið hafi gert fleiri en einn reiki- samning við mismunandi aðila í við- komandi landi. Því getur það reynst hagkvæmt að kynna sér reikisamn- inga við fleiri en eitt símafyrirtæki í því landi sem ferðast er til. Ferðafélögum gæti verið hagkvæmt að stofna eigin reikning í viðkomandi landi vilji þeir hringjast á, en í flest- um löndum er tiltölulega auðvelt að stofna símafrelsisreikninga. í Dan- mörku er t.d. nóg að fara út í næstu verslun og kaupa startpakka án þess að þurfa að sýna skilríki eða skrá sig sérstaklega hjá ákveðnu fyrirtæki. Bensínverð áfram hátt Litlar lækkanir hafa orðið á verði 95 oktana bensíns í sjálfsafgreiðslu hjá dýrustu söluaðilum eftir hækkanirn- ar í síðustu viku. í könnun síðustu viku vakti at- hygli að Atlantsolía, Orkan og ÓB seldu öll ódýrasta bensínið á 106,20 kr. Þau hafa nú öll hækkað verðið sem er nú ódýrast í Orkunni þar sem lítrinn kostar 107,80 kr. Dýrastur er lítrinn hjá Esso, Olís og Shell á 109,20 kr. í síðustu könn- un var bensínið dýrast hjá Olís. Dýrasta matarkarfan kostar tvöfalt meira Nýmjólk 1L 770 g Heimilisbrauð 1 kg. tómatar* í lausu ms skyr - 500gr 1/2 L Kók í plasti 1 kg Bananar 10-11 Bónus Hagkaup Nettó Nóatún Krónan Lágmúli Smáratorg Skeifan Mjódd Smáralind Skeifan 89.- 43.- 87.- 66.- 87.- 59.- 259.- 97.- 189.- 176.- 199.- 168.- 275.- 127.- 259,- 206.- 249.- 198.- 134.- 97.- 128.- 115.- 129.- 108.- 129.- 36.- 119.- 95.- 120.- 37.- 228.- 145,- 199.- 156.- 199.- 146.- Bónus kom best út úr verðkönnun á matvælum, sem Blaðið gerði í sex matvörubúðum á höfuðborgarsvæð- inu í gær. Bónus var ódýrast í öllum þeim sex vöruflokkum sem kannaðir voru en 10-11 dýrast. Matarkarfan kostaði í Bónus 545 kr. en í síðustu könnun kostaði hún 698 kr. í 10-11 kostaði matarkarfan 1.114 kr. Athygli vakti að verðmerkingar voru víða illfinnanlegar en Hagkaup, Nóatún og 10-11 voru með mjög vel verðmerktar vörur. Verslanir voru valdar af handa- hófi. *Ekki var gerður greinamunur á íslenskri og erlendri vöru. AO spsr 6>eGO Hsr <© 108,7 kr. olís Hafnarfjörður 108,3 kr. ORKAN Grafarvogur 107,8 kr. 03 Arnarsmári 107,9 kr. 0 Gýffaflöt 108,7 kr. Hverjir eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíni Kópavogsbraut Óseyrarbraut 107,9kr. 107,9 kr. Vatnagarðar 107,9 kr. Smáraiind 107,9 kr.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.