blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 16
þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið Veiðidagur fjölskyldunnar 70 ára af afmæli Veiðifélags Laxdæla Jón Egilsson, formaður Veiðifélags Laxdæla, ávarpar afmælisgesti, en um 100 manns mættu í afmælið sem haldið var í Veiðihúsinu Þrándargili. „Afmælið okkar heppnaðist vel, bókin okkar um Laxá í Dölum og Fá- skrúð kom út, og líklega hafa mætt yfir 100 manns í veisluna," sagði Jón Egilsson, formaður Veiðifélags Lax- dæla. Veiðifélagið gaf út glæsilega bók um Laxá og Fáskrúð, en margir flink- ir veiðimenn eru teknir tali og veiði- stöðum er lýst í báðum ánum. Bókin er 192 síður og full af flottum mynd- um úr ánum. Margir mættu í afmælið, fyrrver- andi leiðsögumenn við ána, leigutak- ar, bændur og búalið. ■ Stefán Hrafn, sonur hans, Manitsiau, og Halldór Bragason, með fyrstu laxana á svæði eitt og tvö í Stóru Laxá I Hreppum. Eitt kort 20 vatnasvæði Loop skotlmur! Almennt verð 7900 kr. Okkar verO 2990 kr. Veiðiportið ódýrasta veiöíbúðin á landinu. Grandagarói 3. Sími:552 9940 Mynd. Veiðimenn á öllum aldri renndu fyrir fisk á Veiðidegi fjölskyldunnar og margir veiddu vel. Þessir ungu veiðimenn, Andri Freyr og Hlynur Snær, renndu fyrir fisk í Víðidalnum. „Við fengum nokkra fiska en útiver- an er góð, þetta voru bleikjur sem við veiddum á maðk og flugu,“ sögðu ungir veiðimenn sem við hittum við Þingvallavatn. Margir fóru til veiða á sunnudag- inn þegar veiðidagur fjölskyldunnar var haldinn víða um land. Ókeypis var fyrir veiðimenn á öllum aldri í fjölda vatna í boði veiðifélaga og land- eigenda og notuðu margir tækifærið til að renna fyrir fisk. Nokkrir mættu á vatnasvæði Lýsu en þar var bauð í veiði Veiðifélag Laxár. Það hefur verið fín veiði á því svæðinu. Veiðimenn, sem voru þar fyrir skömmu, veiddu helling af bleikju og urriða, vel vænum. Nokkrir veiðimenn, sem höfðu samband við Blaðið, sögðust hafa rennt fyrir fisk í Hítarvatni og fengið nokkra fiska. Þar voru fáeinir veiði- menn að renna fyrir fiska. Lands- samband Stangaveiðifélagsins gaf út veggspjald fyrir skömmu og hefur því verið dreift víða um land. Þar eru veiðimenn hvattir til að sleppa laxi sem þeir veiða í sumar. Enginn lax veiddist á Veiðidegi fjölskyldunnar svo vitað sé, enda mest silungsveiði sem var boðið upp á. Stóra Laxá í Hreppum: Veiddu tvo fallega laxa á neðsta svæðinu „Við vorum að koma úr Stóru Laxá í Hreppum, af svæði eitt og tvö, og við fengum tvo fallega laxa, 11 og 8 punda, á spúninnsagði Jóhann Vil- hjálmsson byssusmiður, sem var við veiðar í gær og fyrradag. Þetta eru fyrstu laxarnir sem veið- ast í Stóru Laxá á svæði eitt og tvö en á svæði fjögur hafa veiðst sex lax- ar. Ekki hefur frést af veiði af svæði þrjú. „Halldór Bragason fékk þann fyrsta sem veiddist á svæðinu í sumar, en fiskinn veiddi hann í Gvendardrætti og fiskurinn, átta punda lax, tók To- by. Síðan veiddi Stefán Hrafn, hrein- dýrabóndi í Netakletti, 11 punda lax á silfraðan spún. í gær fengum við aðeins eitt högg en í morgun fengum við tvo laxa. Þetta var f£nt,“ sagði Jó- hann í lokin. VEIÐIKORTIÐ —Abu Garcia FOR LIFE.™

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.