blaðið - 28.06.2005, Síða 30

blaðið - 28.06.2005, Síða 30
30 hver & inn/... Upphrópunarþjóðin ísland Þjóðarsál íslendinga hættir líklega seint að koma á óvart. Þetta er þjóðin sem svo oft fyllist réttlátri reiði yfir hinum ýmsu „stórmálum" og aftur og aftur koma upp mál sem kalla á umræður á öllum betri kaffihúsum landsins. Á tímabili tölu allir um ósvifni Davíðs og Hall- dórs - þeir höfðu stutt Íraksstríðið án þess að spyija kóng né prest. Reyndar endaði það mál „skemmti- lega“ á því að fjölmiðlamaður, sem ætlaði svo sannarlega að fella þá félaga, endaði á því að bjarga þeim fyrir hom. Strákurinn sá gleymdi víst að athuga að klukkan er ekki það sama hér á íslandi og í Kanans landi - og dró af því rangar álykt- anir. Hann sagði af sér og ráða- menn gripu hálmstráið - ekkert af umíjöllun ijölmiðla fram að því eða eftir það var trúverðug - ein- hver hlaut ávallt að gera einhver mistök. Haildór var vanhæfur - í viku Síðar var það einungis Halldór sem fékk Gróu á Leiti og alla aðra íslendinga til að standa á öndinni. Hann átti risastóran hlut í Skinn- ey-Þinganesi, sem átti fyrirtæki sem tengdist fyrirtæki, sem keypti Búnaðarbankann. Þetta var að sjálfsögðu algerlega óhæft - engin furða að allir yrðu reiðir. Maður- inn var klárlega algerlega vanhæf- ur til að koma að sölu bankanna - hann hagnaðist persónulega á herlegheitunum. Viku eftir að mál- ið komst í hámæli rölti Halldór hins vegar fram á sjónarsviðið og hélt einn blaðamannafund. Frá því hefur nánast ekkert verið um mál- ið fjallað - enda glænýr skandall sem tröllreið fjölmiðlunum og um leið umræðunni - Pólveijamir. Þrælarnir - og riddararnir sem þeim björguðu Nú sátu íslendingar við kvöld- matarborðið og borðuðu saltfisk og hamsatólg eða McDonalds, sem kippt hafði verið með á leið heim úr vinnu, og býsnuðust yfir herlegheitunum. Með hálffullan munninn var rætt um þessa aum- ingja 12 Pólveija sem ófyrirleitinn náungi hafði flutt hingað til lands og látið vinna fyrir lúsarlaun. Myndin sem dregin var upp var af grannvöxnum mönnum með sult- arglampa í augum eftir 18 tíma vinnudag. Yfir þeim stóð illilegur íslendingur með svipu í hendi og barði þá áfram - knúinn áfram af gróðavoninni einni. Hinn vondi ís- lendingur var meira en til í að nota sér eymd hinna erlendu manna til að græða nokkra þúsund kalla. Upphrópanir eins og nútíma þræla- hald og mannvonska heyrðust út um eldhúsglugga landans. En svo kom riddarasveitin - í formi Hall- dórs Grönvold og annarra fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar - og bjargaði málunum. Húrra fyrir þeim. En við gleymum... Öll þessi mál eru grafalvarleg - á því leikur enginn vafi. Vandinn er einfaldlega að við erum svo upp- tekin af nýjasta skandalnum að við gleymum stöðugt að horfa til baka og rifja upp farinn veg. Það er grafalvarlegt að erlendir starfs- menn skuli vera látnir vinna lang- an vinnudag fyrir lúsarlaun. Við gleymum hins vegar að þetta er auðveldlega hægt að segja um ýms- ar íslenskar stéttir, svo sem skóla- liða og fiskvinnslufólk, sem og starfsmenn sjúkrahúsa og hótela. Þessar stéttir vinna langan vinnu- dag fyrir lítil laun. Við gleymum því líka að hér á landi tíðkast ann- ars konar nútíma þrælahald - í tengslum við undirheima, vændi og klámiðnað. Það var bara ekki í sjónvarpinu í gær - og þess vegna er varla þess virði að ræða það. Charlotte Church kúguð Charlotte Church seg- ir að tilraun hafi verið gerð til að kúga út úr henni 15.000 pund. Charlotte, sem á í sambandi við velska íþróttamanninn Gavin Henson, sást kyssa fyrr- verandi kærasta sinn, Kyle Johnson. Stjaman unga var að skemmta sér með félögum sínum í Cardiff þegar hún sá Kyle. Eftir heiftarlegt rifrildi sættust þau með kossi og dyravörður náði myndum af þeim á símann sinn. „Sá sem tók myndimar reyndi að kúga út úr mér pen- inga. Það var ekkert á myndunum svo ég sagði honum að hoppa upp í sig.“ Um þessar mundir kemur plata Charlotte út og ber hún heitið Crazy Chick. Augtýsingar 510 3744 blaöiö þriðjudagur, 28. júní 2005 I blaðið Cruise grátbiður Tom Cruise vill endilega að Nicole Kid- man, fyrrver- andi kona hans, verði viðstödd þegar hann kvænist Katie Holmes. Kvik- myndastjarnan þekkta hefur grátbeðið Kid- man um að láta sjá sig í brúð- kaupinu mikla en Kidman hefur ekki enn svarað. Tom Kidman vill að hún sé viðstödd svo þau geti sýnt að þau séu enn vinir og einnig vegna bama þeirra. Tom og Kidman ættleiddu tvö böm - Isabellu sem er ellefu ára, og Connor sem nú er níu ára. Vinur Kidman sagði: „Nicole hefur áhyggjur af þessu sambandi. Líkt og öllum öðmm finnst Nicole að það hafi verið mikið auglýsingabrölt í kringum sambandið, enda eru Cm- ise og Holmes bæði að kynna mynd- ir sínar.“ Tom og Katie trúlofuðu sig eftir sjö vikna samband og þrátt fyrir mikinn söguburð um hið gagnstæða halda þau því bæði ffam að þetta sé sönn ást. Ekki er enn búið að ákveða giftingardaginn en heimildir herma að það verði í ár. Elle McPherson á lausu Ástralska fyrirsætan Elle McPher- son er laus og liðug á ný en hún sleit nýverið sambandi sínu til níu ára við Arpad Busson. Arpad og Elle eiga saman tvö böm, Flynn sem er sjö ára, og Aurelius sem er tveggja ára. Parið, sem býr í London, gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau ætluðu að búa hvort í sínu lagi í einhvem tíma til að íhuga fram- tíð sína. ■ indsay Lohan reið Lindsay Lohan komst í uppnám við áhorfnýlegrarmynd- ar sinnar, Herbie: Fully Loaded. Þeg- ar sýningu mynd- arinnar lauk hljóp hún ff am í anddyr- ið og lýsti því .yfir að hún væri bál- reið. „Ég komst í uppnám því ég heyrði ekki lagið mitt meðan á kappakstrinum stóð, þar sem ég hélt að það ætti að vera. Það hlustar enginn á lagið yfir textanum aftast í myndinni.“ Aðstandendur sýningar- innar fóru með Lohan inn í nálægt herbergi þar sem hún róaði sig en lagið skipti hana miklu máli. „Ég tók það upp stuttu áður en ég varð veik og fór á sjúkrahúsið. Síðan tók ég upp myndbandið við það og ég tognaði á ökkla. Ég lagði mikið á mig til að hafa það tilbúið fyrir myndina þegar ég hefði jafnvel frekar átt að bíða.“ Hvað segja stjörnurnar? #1 Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maí-21. júní) |%Vog igf (23. september-23. október) S Það er frjálslegt I vinnunni þessa dagana og um að gera að njóta þess. Settu dragtirnar og jakkafötin inn í skáp og finndu þér nýjan, af- slappaðan stfl. V Dagurinn í dag er dagur upppötvana. Það er ýmislegt sem þú munt sjá í nyju Ijósi. Það verður spennandi. $ Vinir þinir hafa oft rétt fyrir sér. Taktu þeirra ráðum og sæktu um vinnuna sem þig hef- ur ailtaf langað í. Draumar þínir munu rætast ef þú trúir því. V Einhver mun gefa þér frábært ráð í dag. Hugsaðu um það í einhvern tíma. Sá hinn sami veit um hvað hann talar. Kannski ættirðu að fylgja hans ráðum. S Þrátt fyrír að þér líði ekki þannig þá ertu í sambandi vio alla vinnufélaga þína. Sömu reglur gilda því. Komdu fram við þá eins og þú vilt iáta koma fram við þig. Mundu að það þarf að vinna 1 sambandi til að það sé gott. V Það er ekki öllum sem finnst gaman að leika sér. Ef þú ert að því, vertu þá viss um að þínir nánustu viti af þvi. Annars gæti einfalt dað- ur breyst í vandræðalega aðstæður fyrir ykkur bæði. Fiskar (19. febrúar-20. mars) A Krabbi (22. júní-22. júlí) Ok Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Vinnufélagi skiptir ört um skoðun og það veröur eilítiö pirrandi. Ekki taka það persónu- lega, það snýst ekki um þig. Vertu þolinmóður og hafðu fulla trú á að allt verði komið á eðlilegt rol fljótlega. ♦ Þú ert efins um nokkra hluti sem maki þinn hefur sagt og treystir honum ekki alveg. Treystu innsæi þínu og talaðu um þetta við hann. Gott samtal hreinsar loftið og þú kemst að því að allt er í góðu lagi. S Þú ert fljótur að hugsa en taktu það ró- lega, ekki taka neinar ákvarðanir í flýti. Þú ert tilfinninganæmur í dag og ákvarðanataka gæti því ruglast. V Stundum talarðu án þess að hugsa. Pass- aðu þig á því næstu daga og þú gætir komist hjá vandræðalegum augnablikum. S Gríptu tækifærið til að láta gott af þér leiða. Hjálpaðu einhverjum úr vanda. Það er ágætis tækifæri til að minna sjálfan þig á hve gott það er að hjálpa einhverjum. V Þú vilt fara að æfa og komast i gott form eftir nýlega heimsókn til læknis. Þú hefur háleit- ar hugmyndir fyrir framtíðina og þú vilt líta vel út og láta þér líða vel. Skelltu þér í ræktina. ^ Hrútur (21. mars-19. apríl) ^Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Bogmaður (22. nóvember-21. desember) S Virkjaðu orku þína og þú munt koma fleiru í verk en vanalega. Venstu því að vera foringi þvi vinnufélagar munu líta til þín með aðdáun. V Farðu út fyrir verndandi heimilið og kíktu á nýjan veitingastað. Finndu eitthvað framandi og nýtt. Hvernig væri svo að bjóða einhverjum sjarmerandi með? S Jafnvel þótt vinnudagurinn í daa verði ekki fullkominn þá muntu átta þig á því af hverju þú dýrkar starf þitt. Njóttu þess að vinna á stað þar sem þú ert metinn að verðleikum og deildu áhuga þínum með vinnufélögunum. 1F Ástvinur þinn ögrar þér i dag og það er einmitt það sem þú þarfnast. Þú skalt meta þessar nýju hugmyndir því samband ykkar mun styrkjast og þú munt læra margt nýtt. $ Dagurinn í dag verðurskrýtinn, það er ein- hver skrýtinn andi á vinnustaðnum. Reyndu að láta það ekki hafa áhrif á þig og einbeittu þér að vinnunni. V Loksins er einhver rómantík í llfi þínu. Það verður svo gaman í dag að þér líður eins og þú sért í himnaríki. Njóttu þess. Naut VT (20. apríl-20. maQ 45% Meyja fe •" (23. ágúst-22. september) ■RV Steingeit (22. desember-19. janúar) S Ekki láta það koma þér á óvart að þú finn- ir fyrir ákveðinni varkárni í dag. Þú skilur ekki af hverju þú ert svona í skapinu en treystu innsæi þínu. Vertu viðbúinn einhverju óvæntu. V Það er engin ástæða til að halda að þessi aðili sé þinn eini möguleiki. Það er nóg af fiskum í sjónum, og stór hluti þessara fiska er einhleyp- ur. $ Það gengur allt upp í dag. Eitthvað ger- ist og þú færð betri hugmynd um hvert þú vilt stefna. Vertu viðbúinn öllu mögulegu. V Samband þitt er að færast upp á nýtt stig og þú tekur varla eftir því. Það eru meiri tilfinn- ingar í gangi og þið stefnið á að eyða framtíðinni saman. $ Einstaka sinnum er eðlilegt að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi þínu. Vegna nýlegra atvika finnst þér eins og það standi eitthvað til. Einbeittu þér að því hvers virði þú ert fyrirtæk- inu. Þú hefur ekkert að óttast. V Að ná jafnvægi milli vinnu og heimilis er erfitt. Nýtt samband gæti flækt hlutina enn meira. Slakaðu á og haltu þinni stefnu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.