blaðið - 14.07.2005, Side 6

blaðið - 14.07.2005, Side 6
6 innlent ? - fimmtudagur, 14. júlí 2005 I blaðið Sigurður Þ. Ragnarsson: Ekki hægt að panta veður Fjölmargir íslendingar hafa flúið votviðrið sem hefur verið áberandi í höfuðborginni það sem af er júlímán- uði. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur segir að ef það rigni næstu helgi verði það þriðja vatnsveðurs- helgin í röð og að líkur séu á því að þá fylli mælinn hjá mörgum. „Eg tek undir með þv£ fólki sem segir að það sé kominn alveg nógu stór skammtur af sólarleysi hér á suðvesturhominu. Mig er líka farið að lengja eftir betra veðri“, segir Sigurður. Hann segir að von sé á betra veðri á næstunni en að breytingin verði þó ekki mikil. Hlýtt loft er að nálgast Island en það verður „skammvinn og nett hitasveifla" sem hefur mest áhrif á norður og austur- land. Ósanngjarn samanburður Sigurður bendir þó á að um ósann- gjaman samanburð sé að ræða vegna hitabylgjunnar sem reið yfir landið í fyrrasumar. J>ó að fólk taki sér sum- arfh' í júh og æth að treysta á blíðu þá em veðurguðimir ekki endilega í sömu hugleiðingum. Það er ekki hægt að panta veður héma eins og fólk er alltaf að komast betur að.“ Þó segir Sigurður að sumarið sé aðeins hálfn- að og vill því ekki afskrifa neitt. „Það getur enn ýmislegt gerst, allavega er ekki neitt fast í hönd.“ ■ . —.. Blaðið/Steinar Hugi Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur er við það að gefast upp á því aö smíða sólpall í votviðrinu sem verið hefur. Ræktun á erfðabreyttu byggi Fagaðilar ekki hlutlausir Líkið í Suður-Afríku: Játning liggur fyrir Lögregluyfirvöld í Jóhannesarborg í Suður-Afríku hafa staðfest að líkið sem fannst steypt í ruslatunnu er af fslendingnum Gísla Þorkelssyni. Gísh, sem var 54 ára gamall, bjó í Suður-Afríku síðustu ellefu ár ævi sinnar og starfaði þar á eigin vegum. Hann á fjölskyldu hérlendis en syst- ir hans býr í Bandaríkjunum. Vinur hans bar kennsl á líkið en áætlað er að kryfja það í dag til þess að komast að dán- l arorsök. | Par hefur verið handtek- ið vegna málsins og hefur ' 43 ára kona játað á sig að minnsta kosti hluta þess. Akær- Adrenalíngarðurinn an á hendur þeim er í fjórum hðum; morð, þjófnaður, fiársvik og fyrir að halda upplýsingum frá lögreglunni. Karlmaðurinn, sem er 28 ára, hefur hins vegar neitað sök. Talið er að þau hafi þekkt Gísla en þau koma fyrir rétt næstu viku. ■ Skemmtigarður opnar á Nesjavöllum Fyrirætlanir íslenskra aðila um að hefja ræktun á erfðabreyttu byggi hér á landi til lyfjaframleiðslu vekja margvíslegar spumingar að mati Gunnars Á. Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra vottunarstofunnar Túns. Hann fullyrðir að ræktun á erfðabreyttu byggi utanhúss myndi hvergi vera leyfð annarsstaðar í Evr- ópu enda meti aðrar evrópuþjóðir það þannig að um of mikla áhættu sé að ræða. Hann bendir ennfrem- ur á að tveir af stærstu fagaðilum í rannsóknar og ráðgjafarþjónustu við landbúnað hér á landi séu hugsanlga vanhæfir í málinu þar sem þeir eru hluthafar í fyrirtækinu sem stefnir á umrædda ræktun. Sinna stefnumótum fyrir hið opinbera Aðilamir sem um ræðir em annars- vegar Landbúnaðarháskóli íslands og hinsvegar Bændasamtök íslands, sem bæði em meðal stærstu fagaðila á sínu sviði. Gunnar bendir á að báðir þessara aðila hafi gengt veigamiklu hlutverki í stefnumörkun og annast ráðgjafahlutverk fyrir hið opinbera í landbúnaðarmálum, meðal annars hvað varðar ræktun á erfðabreyttu byggi- „Það á ekki að þurfa að draga hlutleysi slíkra aðila í efa, en í ljósi þessara tengsla vakna spurningar í mínum huga“ segir Gunnar. „Eg er ekki að kveða upp neinn dóm í þess- um efnum heldur einfaldlega benda á staðreyndir". Á laugardaginn verður draumur adrenalínfikla íslands að veruleika með opnun Adrenalínsgarðsins við Nesjavelli. Adrenalíngarðurinn er fyrsti skemmtigarður sinnar tegund- ar á íslandi og samanstendur af um- fangsmikilli háloftabraut, klifurvegg, stærstu rólu landsins, svifbraut og öðmm ögrandi viðfangsefnum. Garð- urinn byggir á fríimkvæði og virkni þátttakenda sjálfra sem er ólíkt vél- knúnum tívolítækjum sem margir þekkja. Þannig er það þátttakandinn sem þarf að taka allar ákvarðanir um að leggja í þrautirnar. Miðpunktur virkrar afþreyingar á íslandi Samhliða dagskrá Adrenalínsgarðs- ins verður boðið upp á hópefli, hellaferðir, fiallahjólreiðar, ratleiki, ísklifur, jöklaferðir og kajakferðir. Adrenalín býður upp á mikið úrval virkrar afþreyingar á íslandi og verð- ur hinn nýi Adrenalíngarður á Nesja- völlum miðpunktur þeirrar starf- semi. Adrenalíngarðurinn er opinn fyrir einstaklinga um helgar og allt árið fyrir hópa. Á laugardaginn kl. 13:00 er formleg opnun og kynning á starfsemi hans og verður aðgangur því ókeypis milli 13:00 - 17:00. ■ ■ ■ ■ ■ I TEIKNINGA-HERÐATRÉ Verktakar Teiknistofur Verkfræðingar Hönnuðir © mnr/ur &. jyŒingarejni HELLUSTEYPA JVJ VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 Nýbrauð og Baugsmálið: Fimmkall á brauðið í „offshore“-sjóð Framleiðslustjóri Nýbrauðs staðfestir að rætt hafi verið um sérstakt álag á Bónusbrauð, en til þess hafi ekki komið þar sem viðskiptaforsendur hafi breyst áður en af því gat orðið Eins og Blaðið greindi frá á þriðjudag kemur það fram f lög- regluskýrslum Baugs-rannsóknar- innar að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi á sínum tíma viljað leggja fimm krónur á hvert Bónusbrauð til þess að standa straum á kaupum á skemmti- snekkjunni Thee Viking og rekstri hennar. Einar Viðarsson, fram- leiðslustjóri hjá Nýbrauði og einn eigenda fyrirtækisins staðfestir að þannig hafi verið í pottinn búið. JBrauðið átti að kosta 67 krón- ur, en hluti af verðinu, fimm krón- ur nánar til tekið, áttu að renna í „offshore“-sjóð“ eins og þeir kölluðu það. Ég vissi ekkert hvað þeir ætl- uðu að gera við þann pening," segir Einar um ráðagerðir Jóns Ásgeirs. Að sögn Einars var það Jón Ás- geir, sem hafði frumkvæði að stofn- un fyrirtækisins. „Ég var að vinna hjá Myllunni og hann sótti mig þangað.“ Frumkvæðið hjá Jóni Ásgeiri en Jón Gerald leppaði Einar segir að frá fyrstu tíð hafi mikil leynd hvílt yfir eignarhaldi Baugsforstjórans og hafi Jón Ger- ald Sullenberger leppað eignar- hlutinn fyrir hann, sem nam 20%. Hugmyndin hafi hins vegar alfarið verið Jóns Ásgeirs. „Hann hafði samband við mig þar sem ég var og spurði hvort ég hefði áhuga á að fara út í svona brauðgerð og bað mig um að áætla hvað við gætum boðið brauðið á miðað við tilteknar forsendur.“ Þar var tilgreint magn og verð til Aðfanga, sem miðaðist við að Nýbrauð gerði ekkert annað en að baka og pakka inn brauði. Baugur myndi annast dreifinguna, söluna og allt annað. Ráðagerðimar breyttust hins vegar þegar í ljós kom að Baugur var samningsbundinn Myllunni hálfu ári lengur en Jón Ásgeir hafi talið og bakarí Nýbrauðs stóð tilbú- ið og verkefnalaust. „Treystu mér“ „Til þess að þrauka fram í apríl vantaði auðvitað rekstrarfé, en Jón Ásgeir vildi ekki skrifa upp á lán en sagði við mig: „Treystu mér, skrifaðu bara upp á þetta, þetta verður allt komið í topplag 1. apríl. Engar áhyggjur." Það stóðst síðan ekki, því að- stæður voru breyttar í apríl. Myllan gerði mun betra tilboð í Bónusbrauð en áður og forsendur Nýbrauðs því verulega breyttar. „Við fengum skilaboð um að við yrðum að jafna það verð í okkar tilboði, greiða markaðsstyrk og standa í dreifingunni sjálfir, þann- ig að það var í raun búið að kippa fótunum undan verksmiðjunni áð- ur en hún byrjaði," segir Éinar. „Það stóðst ekkert af því sem hann hafði lofað, magnið sem Bón- us átti að fá reyndist miklu minna, í staðinn fyrir að kaupa brauðið tók Bónus það í umboðssölu og við þurftum að bera það, sem ekki seld- ist. Það var dauðadæmt,“ segir Ein- ar og er ómyrkur í máli um fyrrum viðskiptafélaga sinn. Svikamylla frá A-Ö „Jón Ásgeir fór einfaldlega illa með okkur hina. Við vorum að gera þetta fyrir hann, hann var ekki að gera þetta fyrir okkur. Það stóðst ekkert af því sem hann sagði og allt féll á okkur.“ Einar segir að þeir hefðu e.t.v. átt að gera sér grein fyrir því að þessi aðkoma Jóns Ásgeirs hafi ver- ið vafasöm, pukrið með eignarhald- ið hafi bent til þess og menn hafi gert sér grein fyrir að hann væri a.m.k. á gráu svæði samkeppnis- laga. „En auðvitað kviknar áhugi þeg- ar svona stór maður í viðskiptalíf- inu hefur samband við mann og vill fara í bissness með manni. Ég hélt bara að þessi maður myndi ekki svíkja mann svona. Þegar síðan allt stefndi í óefni fyrir hans mistök og tilverknað vildi Jón Ás- geir ekki einu sinni svara mér hvað þá meir. Þetta var svikamylla frá A-Ö.“ Heilbrigðisstofnun sýknuð af 28 milljóna Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær Heilbrigðisstoínun Suðurlands (HSS) af rúmlega 28 milljóna króna skaðabótakröfu fyrrum læknis á Heilsugæslustöðinni í Hveragerði. Lækninum var sagt upp störíum árið 2003 eftir að hafa hlotið áminningu áður. í áminningunni var meðal ann- ars sett út á ólöglegar garvistir lækn- isins og óstundvísi, og þar sem hann tók sig ekki á í kjölfar áminningar króna kröfu var honum sagt upp. Læknirinn taldi hinsvegar að uppsögnin væri ólögleg og fór því fram á bætur. Hér- aðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að staðið hefði verið lögformlega að áminningu sem læknirinn fékk, m.a. fyrir samskiptaörðugleika við sjúkra- flutningamenn og sjúklinga og einnig óstundvísi sem og að uppsögnin hafi verið í lagi. SUMARIÐ ER TÍMINN ÞAKMÁLUN S: 697 3592/844 1011

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.