blaðið - 19.07.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö
PRODERM
Fyrir þá sem stunda sundlaugar
Vörn gegn klórvatni
• Fyrir mjög þurra og viðkvæma húð.
• Lagar strax, þurrk, sviða og kláða.,
• Berið á fætur til að minnka :
líkur á sveppasýkingu.
• Enqin fituáferð.
V. v. Skráð Jækningavara • Vörn í 6 kist
Fæst í apótekum www.celsus.is
Takmörkun á vélarstærð bíla
hjá ungum ökumönnum
Engar rann-
sóknir gerðar
hérlendis
Umræður um að takmarka það afl
sem ungir ökumenn mega stjórna, þ.e.
stærð bílvéla miðað við stærð bílsins,
hafa verið háværar undanfarið. Þrátt
fyrir þetta hafa engar rannsóknir far-
ið fram á því hvort um slíkt vandamál
sé að ræða hérlendis heldur hefur ein-
ungis verið rætt um sambærileg lög er-
lendis. Starfsmaður bílasölu sem haft
var samband við benti á þá staðreynd
að ef vilji væri fyrir hendi mætti ná
200 kílómetra hraða á nánast hvaða
bíl sem er.
Hækka frekar bílprófsaldur
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir
að Ríkislögreglustjóri hafi hins vegar
Iýst því yfir að frekar eigi að hækka
bílprófsaldurinn í átján ár. Enn sem
áður hæfist þó æfingaakstur við sex-
tán ára aldur. „Þannig fá ökumenn
sína fyrstu reynslu í lengri tíma und-
ir handleiðslu.“ Hann bendir samt
sem áður á að slysatíðni hjá ungum
ökumönnum - og þá sérstaklega karl-
mönnum - hafi verið hærri en hjá
öðrum. Jón treystir sér ekki til þess
að fullyrða hvort vélastærð hafi áhrif.
,Það kann þó að leiða til frekari hrað-
aksturs að vera á kraftmeiri bílum.“
Af mörgu að taka
Sigurður Helgason, verkefnastjóri Um-
ferðarstofu, segir að í raun hafi þessi
mál aldrei verið könnuð sem raun-
verulegur kostur hérlendis. „Svona
takmarkandi reglur eru m.a. til í Nor-
egi og geta bæði snúið að vélastærð og
hversu marga farþega ökumenn mega
hafa í bílnum. Svo er einnig spurning
um það hvort næturakstur sé tak-
markaður. Hér á landi eru auðvitað
bílar sem ungt fólk sækist eftir að
kaupa, eiga og aka sem eru mjög kraft-
miklir - e.t.v. hættulega kraftmiklir
miðað við þyngd bílsins.“ Sigurður
telur þó að brýnna sé að auka og bæta
þjálfun ökumanna með því að koma á
kennslusvæði þar sem ökumenn gætu
prófað að aka við sem fjölbreyttastar
aðstæður. ■
Víkin meðferðarheimili
34 meðferðarpláss
fyllast á rúmri viku
-eftir sumarlokanir
Þórarinn Tyrfmgsson, y firlæknir á Vogi, tel-
ur að þau 34 pláss sem eru í boði á meðferð-
arheimilinu Víkinni fyllist á næstu tveimur
dögum. Opnað var á héimilinu eftir sum-
arlokanir 1 síðustu viku og því er ljóst að
nokkuð margir biðu eftir plássi. Með þessu
segir Þórarinn að biðlistar hafi minnkað all-
verulega en bendir á að innlagnir séu færri
en áður vegna breytinga á rekstri hjá SÁÁ.
„Það eru fyrst og ffemst karlar á aldrinum 16
til 55 ára sem eiga erfitt með að fá meðferð
núna þar sem sumarlokun er á meðferðar-
heimilinu að Staðarfelli“, segir Þórarinn.
Meðferð fyrir konur
Á Vík er fyrst og fremst
meðferð fyrir konur og
eldri karlmenn. „Þessar
sumarlokanir eru eins
og aðrar sumarlokan-
ir, með þeim náum við
endum saman í rekstr-
inum“, segir Þórarinn. .......
„Þetta er í þriðja sinn
sem við höfum sumarlokanir en þær
hafa tekist vel. Fólk þarf auðvitað að
bíða og leggja aukalega á sig en þetta
99..........
Með þessum
sumarlokun-
um náum við
endum saman
er það sem verður að gera
til þess að reksturinn
gangi upp.“ Víkin er vökt-
uð af læknum og hjúkrun-
arfræðingum á Vogi en
fimm starfsmenn eru þar
að meðaltali. Þarna er end-
urhæfingarmeðferð í um
....... fjórar vikur í senn og síð-
an fer fólk út í lífið en fær
stuðning á göngudeildinni á Vogi. ■
Díselolía veldur áhyggjum yfirvalda
Hefóum átt að sjá vandann fyrr"
Ofullnægjandi geymslumáti á
díselolíu veldur Brunamála-
stofnun, Umhverfisstofnun og
Ríkislögreglustjóra miklum áhyggjum
og þess vegna hafa þessir aðilar sett af
stað átak þar sem vonast er til þess að
minnka þá áhættu sem þegar er orðin.
Aðspurður um ástæðu þess að ekki hafi
verið farið af stað með forvarnir áður en
skaðinn var skeður segir Björn Karlsson
brunamálastjóri að stjórnvöld hafi verið
smeyk við að ýta e.t.v. undir díselhamst-
ur almennings. Hann viðurkennir þó að
betur hefði mátt sjá fyrir vandann sem
nú er orðinn.
Vandi í boðskiptum
Ekki virðist þó ljóst hvernig bregðast eigi
við díselhamstri Islendinga í aðdraganda
hækkunar á olíuverði um síðustu mánaða-
mót. Ljóst er að margir hafa hamstrað dísel-
olíu og að víða er hún geymd við vafasamar
aðstæður. Sem dæmi má nefna þá olíu sem
geymd er í plasttunnum í aftanívögnum
á malarplani milU Smáralindar og Smára-
torgs og var fjallað um í fféttum Stöðvar 2
um helgina. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins telur málið ekki hey ra undir sig þar sem
vagnamir eru á víðavangi og því eigi heil-
Þrátt fyrir vitneskju um díselolíu í þessum aftanívagni hafa yfirvöld ekkert gert í málinu. Þau
hafa þó áhyggjur af málum sem þessu.
brigðisyfirvöld að sjá um málið. Þó höfðu
heilbrigðisfulltrúar Kópavogsbæjar einung-
is heyrt af málinu í fréttum en ekki eftir
öðmm boðleiðum. Samt sem áður var bent
á að mörg mál þessa efnis væm til athugun-
ar hjá þeim og þau yrðu öll rannsökuð. Því
virðist sem yfirvöld séu ekki viss um það
hver eigi að hafa áhyggjur af fleiri þúsund
lítmm af dísilolíu í affanívagni á bílaplani.
Þó er athygli vakin á því að geymsla og með-
ferð olíubirgða af þessu tagi er óheimil.
Mengunarhættan mikil
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirvöld-
um um díselolíu í misáreiðanlegum ílát-
um. Brunamálastjóri telur íkveikjuáhættu
Iíklegast ekki vera helsta áhyggjuefnið þar
sem töluverðan hita þarf til þess að kvikni i
díselolíu. Hins vegar er mikil hætta á meng-
un þar sem olían mengar alvarlega jörð og
vatn leki hún niður. Dýr í jarðvegi og setlög
em í sérstakri hættu hvað þetta varðar auk
þess sem vatnsból geta tímabundið orðið
ónothæf.
Olíufélögin kaupa olíuna
Þeir sem náðu sér í birgðir af dísilolíu fyrir
verðhækkunina um síðustu mánaðamót er
bent á að kynna sér þær reglur sem segja
til um geymslu á olíunni. Ef þeir telja að
geymsluaðstæðum sé ábótavant er þeim
bent á að olíufélögin hafa lýst sig tilbúin
að kaupa olíuna til baka eða að farga henni
sé hún ónothæf. Heilbrigðisyfirvöld benda
einnig á að slys vegna ólöglegrar geymslu
olíunnar eru að öllu leyti á ábyrgð eigenda
olíunnar, hvort sem um eldhættu eða meng-
un sé að ræða.
Verði hinn almenni borgari var við slys
eða olíuleka er honum gert að hafa sam-
band við viðkomandi heilbrigðiseftirlit en
ef um stærri leka er að ræða er símanúmer-
ið 112.
Sjálfboðaliðar
aðstoði á
Menningarnótt
Aðstandendur Menningarnætur f
Reykjavík hafa óskað eftir sjálfboðalið-
um til að taka þátt í starfi menningar-
nætur sem verður haldin 20. ágúst. Að
sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefna-
stjóra viðburða hjá Reykjavíkurborg,
er verkefni sjálfboðaliðanna fyrst og
fremst að taka myndir af atburðum
Menningarnætur og á sama tíma að
veita og afla upplýsinga. „Hugmyndin
er að setja upp nokkrar upplýsinga-
stöðvar í miðbænum á Menningarnótt.
Þar væru sjálfboðaliðarnir nokkurs
konar umsjónarmenn yfir þeim svæð-
um. Þar myndu þeir t.d. dreifa dagskrá
hátíðarinnar og skrásetja það sem fyrir
augu ber með myndavélum en slíkt er
mjög dýrmætt þegar hátíðin er kynnt
erlendis." Þá er einnig á teikniborðinu
að vinna í því að gera viðhorfskönnun
meðal gesta Menningarnætur.
Erlend fyrirmynd
Byrjað var með þetta verkefni 1 fyrra og
er það af erlendri fyrirmynd. „Ég kynnt-
ist þessu á ráðstefnu um hátíðarhöld þar
sem ég hitti menn sem standa að gríðar-
stórri listahátíð rétt hjá San Fransisco.
Þeir töluðu um hvað hátíðin þeirra gæti
aldrei orðið að veruleika án sjálfboða-
liða sem hjálpuðu þeim árlega.“ ■
Vinna við
klæðningu
Kárahnjúkastíflu
gengur vel
Vel gengur að leggja steypta klæðningu
vatnsmegin á Kárahnjúkastfflu sam-
kvæmt frétt á heimasíðu framkvæmdar-
innar, karahnjukar.is. Þar kemur fram
að verkið hófst 23. júní síðastliðinn og
sé á áætlun. Áður hafði vatnshlið stífl-
unnar verið undirbúin með sérstöku
undirlagi til að slétta það og rétta af.
Verkið fer þannig fram að steyptur
er 15 metra breiður renningur 1 einu og
byrjað er neðst. Steypan er flutt að brún-
inni fyrir ofan og skilað í rennu niður
í svokölluð skriðmót þar sem henni er
jafnað yfir flötinn sem lagt er á hverju
sinni og hún víbruð til að hvergi mynd-
ist holrúm í umfangsmiklu neti steypu-
járns. Skriðmótin, sem jafnframt eru
vinnupallur, hanga f vírum sem gríðar-
öflugar rafknúnar vindur draga upp og
þannig gengur verkið smám saman, en
mótin þokast einn t il tvo metra á klukku-
stund. Steypuklæðningin er þykkust
neðst á stíflunni, allt að 70 sentimetrar,
en þynnist þegar ofar dregur og verður
um 30 sentimetrar efst. Gert er ráð fyr-
ir að þessu hluta vinnunnar við Kára-
hnjúkastíflu ljúki sumarið 2006.
Erum að taka
r •
• •
Nýbýiavegi 12 • 200 Kóparogi
Súni 554 4433
Útsalan í fullum gangi!
Opnunartími
mán - föst. 10-18
laugardaga 10 -16