blaðið - 19.07.2005, Side 16

blaðið - 19.07.2005, Side 16
16 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö Það er alltaf líf og gaman á Landsmóti Fjölmenn útisamkoma Landsmót skáta 2005 Landsmót skáta er ein stærsta og fjöl- mennasta útisamkoma ungs fólks sem haldin er hér á landi og 25. landsmótið verður sett í kvöld kl. 20.30. Mótið, sem er haldið þriðja hvert ár, mun standa yfir dagana 19. - 26. júlí í Útilífsmið- stöð skáta, á Úlfljótsvatni. Fjölmargir skátar, ungir sem aldnir, koma saman í náttúrunni, njóta fegurðar hennar og lífsins í samfélagi sem þekkir ekkert kynslóðabil þar sem gleðin er eina vím- an. Mótið er fyrst og fremst fyrir hinn hefðbundna skáta en eldri skátar, björg- unarsveitafólk og fjölskyldur skátanna eru einnig hjartanlega velkomnar. Á mótinu eru starfræktar sérstakar tjald- búðir þar sem fjölskyldur skátanna og allir sem áhuga hafa á skátastarfi og úti- lífi geta sett niður tjaldið sitt, tjaldvagn eða fellihýsi og tekið þátt í landsmóts- ævintýrinu. Heilbrigðar lífsvenjur barna Fjölbreytt dagskrá er í boði á Lands- móti fyrir alla aldurshópa og því ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Ekki þarf að tilkynna þátttöku í fjöl- skyldubúðum og hægt er að dvelja þar eins lengi og gestir óska þess. Þátttöku- gjald í fjölskyldubúðum er 1.600 krónur fyrir hvern einstakling 10 ára og eldri fyrir fyrstu nótt, óháð því hversu lengi dvalið er. Síðan er greitt 600 krónur á nótt fyrir einstakling eftir það. íslenska skátahreyfmgin hefur frá upphafi lagt grunn að heilbrigðum lífsvenjum barna og ungmenna. Markmið skátahreyfing- arinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrg- ir einstaklingar í samfélaginu. Frekari upplýsingar fást á heimasíðu mótsins (www.skatar.is/landsmot) þar sem verð- ur daglegur fréttaflutningur með nýj- um myndasyrpum auk þess sem sýnt verður beint frá fjórum stærstu athöfn- um mótsins á netinu. ■ i Járn- og plastmódel í miklu úrvali Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Unglingar i afbrotum bœta fyrir brot sitt Verkefni í Grafarvogi sem miðar að samvinnu allra aðila. í Grafarvogi er verkefnið Hring- urinn í fullum gangi þar sem unglingar í afbrotum fá tækifæri til að hitta brotaþola og bæta fyrir brot sitt. Hringurinn er samstarfs- verkefni Miðgarðs, Þjónustumið- stöðvar Grafarvogs og Kjalarness, og lögreglunnar í Reykjavík og er úrræði sem byggir á ákveðnum kenningagrunni og aðferðafræði sem miðar að samvinnu allra aðila sem að málunum koma, gerenda, þolenda og samfélagsins. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Miðgarðs, segir verkefnið hafi gengið mjög vel síðan það hófst árið 2001 og áframhald sé á. „Það hefur verið mjög góður árangur af þessu, við höfum reyndar engar langtímarannsóknir á að byggja þar sem verkefnið hefur ekki ver- ið í gangi það lengi. En við höfum gert kannanir meðal þeirra sem hafa farið í Hringinn, bæði brotaþola, brotamanna, foreldra og tengiliða og þær hafa komið Hringurinn minnkar líkurnar á að ungiing- ar leiðist á braut afbrota vel út.“ Það eru einna helst skemmdar- verk og þjófnaðir sem koma til kasta Hringsins. Ingibjörg segir þó að að- ferðafræðin sem slík gagnist alveg öðr- um brotum. „Við einbeittum okkur að þessum brotaflokkum á sínum tíma því þeir voru algengastir. Nú hefur þessum brotum fækkað þannig að við þurfum að endurskoða þetta eitthvað." Minni líkur á frekari brotum Hringurinn gengur út á það að brota- maður og brotaþoli hittast ásamt starfs- manni Hringsins og jafnvel einhverjum öðrum hagsmunaaðila úr samfélaginu. Einnig eru forráðamenn kallaðir til og 99............................ Vinnan erhugsuð til að byggja viðkomandi einstakling upp. ••••••••••••••••••••••••• sitja þeir með í Hringnum. Ingibjörg tal- ar um að það sé mikil styrking fólgin í Hringnum. „Vinnan ( Hringnum geng- ur fyrst og fremst út á að finna leiðir til að styrkja brotamann og minnka þar af leiðandi líkurnar á að viðkomandi haldi áfram á sömu braut. Hluti af starfsemi Hringsins felst í að brotamennirnir fari I vinnu hjá einhverri stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum til að styrkja sig og bæta fyrir brot sitt. Vinnan stendur þá yfir í nokkra tíma á viku í 2-3 vikur.“ Ingibjörg leggur þó áherslu á að þessi vinna sé alls ekki hugsuð sem refsing heldur frekar til að byggja viðkomandi upp og efla sjálfstraust. Brotamennirnir hafa farið á ýmsa staði, í leikskóla, á sam- býli, í sundiaugina eða á vélaverkstæði svo eitthvað sé nefnt. „Við erum með þó nokkuð af svona tengiliðum í hverfinu," segir Ingibjörg. „Það er okkar auður að hafa þessa fínu tengiliði í hverfinu sem eru til í að koma inn í þetta. Enda er mik- il hverfavitund hér í Grafarvogi.“ Ábyrgari og sterkari einstaklingar Hugmyndafræði Hringsins er fengin frá Minnesota fylki í Bandaríkjunum en starfsfólk Miðgarðs hefur fengið fræðslu þaðan að sögn Ingibjargar. „Hugmyndin er nákvæmlega sú að við bjóðum upp á einhverja vinnu sem er til þess fallin að við skilum sterkari ein- staklingum út í samfélagið heldur en fyrir. Einstaklingar sem eru ábyrgari og virða betur umhverfi sitt. Við leggjum mikla áherslu á að þetta sé innan hverf- isins því við erum að styrkja þau í sínu nærsamfélagi. Þar af leiðandi bera þau meiri virðingu fyrir öllum í kringum sig og samfélaginu og því starfi sem þar fer fram.“ Valfrjáls þátttaka 1 Hringnum er þeim einungis sinnt sem ekki eru sakhæfir og er því í raun og veru hluti barnaverndarvinnu. Barna- verndarnefndir fá skýrslu um öll börn Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Miðgarðs sem komast í kast við lögreglu og þaðan fer málið til Miðgarðs. „Stundum hefur viðkomandi fengið lítinn stuðning og jafnvel bara eitt bréf verið sent vegna málsins. Þá fórum við þessa leið og bjóð- um upp á Hringinn sem meiri stuðning,“ segir Ingibjörg. „Þátttaka í Hringnum er valfrjáls og bæði unglingar og for- ráðamenn geta og hafa hafnað þátttöku. Þá er ekkert frekar gert nema í alvarleg- ustu málunum.“ ■ svanhvit@vbl.is Hjólað með smáböm Það er ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar hjólað er með smábörn. Hér á landi er ekkert 1 lögum sem segir til um hve- nær má byrja að reiða börn á hjólum. 1 Dan- mörku eru hins vegar lög sem kveða á um að ekki má reiða barn yngra en 9 mánaða. Lögin byggja á þroska barns- ins, því þegar það hefur náð 9 mánaða aldri getur það setið upprétt og reynir því ekki eins mikið á líkamann og hjá yngri börnum. Það erýmislegt sem hafa þarf í huga þegar verið er að reiða smá- börn. Mikilvægt er að velja vandaðan stól sem styður vel við höfuð, háls og bak. Mikilvægt er að fætur barnsins séu varðirþannig að erfitt sé fyrirbarnið að stinga fótum á milli teina. Þegar festa á stólinn á hjólið í fyrsta sinn er mikil- vægt að fara eftir leiðbeiningunum sem fylgja honum. Herða þarf á festingum með reglulegu millibili. Það er einnig mikilvægt að athuga að barninu getur orðið kalt þar sem það hreyfir sig lítið þrátt fyrir að þeim sem hjólar sé heitt af áreynslunni. Ekki er æskilegt að sá sem hjólar sé með bakpoka, því ef barnið sit- ur fyrir aftan hann þá rekst pokinn oft í andlit barnsins og veldur því óþægind- um. Barnið þarf að nota reiðhjólahjálm af réttri stærð og mikilvægt er að það noti ekki húfu undir heldur „buff“ eða lambhúshettu úr þunnu efni. Mikil- vægt er að fylgst sé vel með þyngd barns- ins þannig að það verði ekki of þungt fyrir stólinn. Hámarksþyngd er gefin upp í leiðbeiningum. Eftir því sem barn- ið stækkar eru meiri líkur á að það geti troðið fótum á milli teina en þannig 99..................... Mikilvægt er að velja vandaðan stól verða flest slys þegar verið er að reiða börn. Hægt er að fá skerm fyrir teina en þeir eru einungis útbúnir fyrir vissar tegundir hjóla. Mikilvægt er að fólk skilji aldrei barn eftir eitt á hjólinu en þannig hafa slæm slys orðið. Kerrur eru að verða vinsælli fyrir smábörn en mikilvægt er að undir- strika það að börn þurfa einnig að nota hjálmíþeim. Hægt er að finna frekari upplýsing- ar um hjólreiðar og hjálmanotkun á heimasíðu Lýðheilsustöðvar www.lyd- heilsustod.is undir Árvekni, slysavarnir barna. ■ Herdís L. Storgaard Verkefnastjóri Árvekni, Lýðheilsustöð. herdís@lydheilsustod. is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.