blaðið - 22.07.2005, Page 6

blaðið - 22.07.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaðið ARBÆIARSAFN OPIÐ ALLA DAGA í SUMAR FRÁ10 -17 Nánari upplýsingar á vefslóðinni www.minjasafnreykjavikur.is O" TE & KAFFI - í Díllonshúsi Minjasafn Reykjavíkur ÁRBÆJARSAFN eGO ódýrt bens(n + ávinningur! Skemmti- ferðaskip til bjargar Læknir um borð í skemmtiferðaskip- inu Explorer gerðist bjargvættur í gær þegar maður fékk hjartaáfall um borð í skútu í Dýrafirði. Explor- er var í um 10 mínútna fjarlægð frá skútunni og breytti stefnu sinni til móts við hana þar sem maðurinn var tekinn um borð. Áðurnefndur læknir hlúði þar að honum þar til arla Landhelgisgæslunnar, TF- F, kom á staðinn og flutti hann til Reykjavíkur. Maðurinn er ekki í lífshættu. ■ Dagforeldrar að hverfa Inga Hanna Dagbjartsdóttir stjórn- armaður i Barnavistun, félagi dagfor- eldra í Reykjavík, telur að R-listinn trúi því ekki hversu mikill rekstrar- kostnaður er hjá dagforeldrum og því hafi Skattstjórinn í Reykjavík farið fram á ítarlegar framtalsupp- lýsingar frá þeim öllum. Hún segir stefnu R-listans ekki fjölskylduvæna og spyr hvort dag- foreldrar verði næsta starfsstéttin í Reykjavík til að hverfa. „Allavega finnst mér það ekki fjölskylduvænt þegar fólk getur ekki lengur valið hvort börnin þeirra geta verið í ró- legheitum hjá dagmömmu fyrsta árið eða farið á stóra deild inni á leikskólum. Mér finnst það ekki spennandi kostur fyrir lítil börn, kannski ekki nema sex mánaða gömul“, segir hún. ■ Erfiðasti kaflinn efftir Trampólínslys: Tæplega 100 börn á slysadeild í sumar Betur fór en á horfðist þegar 12 ára drengur féll af trampólini og missti meðvitund í fyrrakvöld. Þetta er al- varlegasta trampólínslysið það sem af er sumri en Herdís Storgaard, verk- efnisstjóri slysavarna barna, óttast að enn fleiri slys muni eiga sér stað ef fólk fer ekki að átta sig á hættunni. Hún áréttar þó að hún sé ekki mót- fallin trampólínum þar sem þau ýti undir hreyfingu ungmenna. „Ég er auðvitað hlynnt notkun trampólína en það má ekki kosta líf og limi." Á ekki að þurfa banaslys „Fólk þarf að gera sér grein fyrir hættunum sem fylgja trampólínum. Með þessu áframhaldi mun birtast frétt um að einhver hafi látist vegna höfuðhöggs eða lamast í kjölfar háls- brots“, segir Herdís. Það sem af er sumri hafa hátt í hundrað börn kom- ið á bráðamóttöku Landspítalans vegna slysa tengdum trampólínum. Þá eru ótalin þau börn sem ekki koma á bráðamóttökuna heldur fara beint á heilsugæslustöðvar eða til tannlækna. Herdís bendir á að flest slysin mætti koma í veg fyrir með því að fara eftir leiðbeiningum sem fylgja með trampólfnunum og með því að fylgjast með börnunum sem leika sér á þeim. Þá bendir hún fólki á að fylgjast með ástandi leiktækjanna og endurnýja það sem þarf. ■ Spútnikbátar kærðir vegna fimm pólskra starfsmanna Kjartan Jakob Hauksson er kominn vel á veg í því að verða fyrsti íslend- ingurinn til þess að fara hringinn í kringum landið á handaflinu einu saman. Hann kom á árabát sínum til Hafnar í Hornafirði í gær og var vel tekið af vinum og vandamönnum. Hingað til hefur Kjartan róið í allt að Verkalýðsfélag Akraness lagði í gær inn kæru gegn slippfyrirtækinu Spútnikbátum vegna fimm pólskra starfsmanna fyrirtækisins. Fullyrð- ir verkalýðsfélagið að starfsmenn- irnir fái aðeins greiddar rúmar 300 krónur í jafnaðarkaup á tímann. Mennirnir hafa ennfremur ekki at- vinnuleyfi hér á landi. Fyrirtækið ber því hinsvegar við að mennirnir séu ráðnir hingað til lands á svo- kölluðum þjónustusamningi milli fyrirtækisins og starfsmannaleigu í Póllandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir að félagið muni ekki sætta sig við þetta og muni leita réttar síns. Vegna þessa hafi það kært fyrirtæk- ið í gær. „Þetta er stórt vandamál sem snýr að öllu samfélaginu. Leigan fyrir starfsmennina er öll greidd beint út til Póllands og það situr ekki ein króna eftir hér á landi. Hvern- ig í himninum eigum við að halda uppi þeirri samfélagsþjónustu sem við höfum gert fram að þessu ef Tveir af pólsku starfsmönnunum aö störfum hjá slippfyrirtækinu Spútnikbátum fyrirtæki fara að gera þetta í auknu semd við starfsmenn fyrirtækisins mæli”, spyr Vilhjálmur. Geymis ehf. sem snerti 12 pólska Málið svipar nokkuð til annars starfsmenn fyrirtækisins. ■ máls sem kom upp nýlega þegar Al- þýðusamband Islands gerði athuga- 30 klukkustundir í einu. Hann segir að það sé vissulega líkamlega erfitt en að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því að einveran taki líka mik- ið á. Framundan er erfiðasti kafli ferðarinnar en Kjartan ætlar að róa af öllu afli eins langt og veður leyfir vinkœlar kr Verö 25.000 meðfram suðurströnd landsins. Tak- markið er að komast til Reykjavikur í lok mánaðarins en það fer að öllu leyti eftir veðurguðunum. Ferðast til að auðvelda ferðalög annarra Kjartan er hjálparliði hjá Sjálfsbjörg og ákvað því að samtvinna sigling- una fjársöfnun fyrir fötluð börn. „Þetta er eini sjóðurinn sinnar teg- undar á landinu og sá eini sem fatlað- ir geta sótt í til þess að komast í ferða- lög eins og aðrir landsmenn", segir Kjartan og biður fólk um að hringja í söfnunarsímann 908-2003. ■ Kaupmáttur eykst Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli maí og júní síðastlið- ins samkvæmt tilkynningu sem Hagstofa íslands sendi frá sér í gær. 1 morgunkorni íslands- banka i gær segir að tæplega helmingur hækkunarinnar nú skýrist af kjarasamningsbundn- um launahækkunum hjá hinu opinbera. Þar segir ennfremur að laun hafi hækkað mest á almennum markaði síðustu misserin en umsvif hafa verið mikil í efnahagslífinu. 1 ljósi lít- ils og minnkandi atvinnuleysis er líldegt að laun hækki frekar og launakostnaður fyrirtækja aukist þar með á næstunni. Þetta kann að leiða til meiri verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Laun í landinu hafa hækkað um 6,3% síðustu tólf mánuði samkvæmt Hagstofunni en á sama tíma hefúr verðlag almennt hækkað um 2,8%. Þetta þýðir að síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa vaxið um 3,4%. Unniö er aö því aö endurbæta fiskimjölsverksmiðju Granda á Vopnafirði Miklu landað á Vopnafirði Yfir 80.000 tonnum af upp- sjávarfiski hefur verið landað á Vopnafirði það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram á heimasíðu Granda sem og að vinnsla í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins hafi verið nánast samfelld frá 10. janúar til 13. júlí, þó með tveimur stuttum stoppum.Á þessum tíma hefur verið landað 27.589 tonnum af kolmunna, 39.594 tonnum af loðnu og 7.364 tonnum af norsk- íslenskri síld. Auk þessa voru unnin og fryst á loðnuvertíð- inni i vetur 1000 tonn af hrogn- um og 5.100 tonn af loðnu. Fyrir síðustu helgi voru eimingartæki úr fiskimjölsverk- smiðju HB Granda í Þorláks- höfn flutt austur og verða tækin sett upp í verksmiðjunni á Vopnafirði. Með þessu skapast betri aðstaða til þess að jafna afköst f vinnslunni einkum þegar efnið er erfitt vegna átu. Auglýsingadeild 510-3744 blaöiöL=

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.