blaðið - 22.07.2005, Side 12
12 I ERLENDAR
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaAÍ6
öeGO
ódýrt bensín + ávinningur!
Lækkað
gengi júans
Kínversk stjórnvöld hafa afráðið að
hætta að tengja gjaldmiðil sinn við
gegni Bandaríkjadals eins og gert
hefur verið síðastliðin tíu ár. Frá
því að Kína gekk í Alþjóða gjaldeyr-
issjóðinn hefur þrýstingur aukist á
að rofin verði tenging miðlanna en
gengishagnaður Kínverja er langt
umfram það sem önnur þróunar-
ríki búa við. Talið er að staðsetning
næsta þings Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins, en það verður haldið í lok árs í
Kína, hafi ýtt undir þessa ráðstöfun.
Kínverskar útflutningsvörur munu
hækka í verði í kjölfar gengislækk-
unarinnar en útflutningur Kínverja
hefur verið helsta ástæða gríðalegs
efnahagsbata landsins. Afleiðing
þessa gæti þó verið slæm fyrir Vest-
urlandabúa sem hafa undanfarið
búið við litla verðbólgu, að hluta til
vegna lágs vöruverðs á innfluttum
kínverskum varningi.
Mikið af útflutningshagnaði Kín-
verja liggur í bandarískum ríkis-
skuldabréfum en verðmæti þeirra
fyrir Kína minnkar við þessa geng-
islækkun júans. Það getur orðið til
þcss að Kínverjar leiti í auknu mæli
eftir aukinni breidd í gjaldeyrismiðl-
um sem aftur gæti leitt til gengis-
hruns dollarsins.
Játaði að hafa kastað
handsprengju að Bush
Georgískur maður, Vladimir
Arutyunian, hefur játað að
hafa kastað handsprengju
að George W. Bush, Bandaríkjafor-
seta, þegar hann talaði á fjöldafundi
í Tíblísí, höfuðborg Georgíu, í maí
síðastliðnum. Arutyunian greindi
frá þessu þegar lögregla yfirheyrði
hann á miðvikudag þar sem hann
lá særður á sjúkrahúsi eftir skotbar-
daga sem hann lenti í við lögreglu-
menn. Átti skotbardaginn sér stað
i þorpi utan við höfuðborgina en
einn lögreglumaður lést í bardagan-
um. Georgísk yfirvöld birtu á mánu-
dag mynd af hinum grunaða og hétu
rúmum 5 milljónum íslenskra króna
fyrir upplýsingar sem gætu leitt til
handtöku hans. í gær birtust svo
í sjónvarps-
f r é t t u m
myndir sem
sýndu Aruty-
unian blóðug-
an og marinn
á sjúkrabör-
um í haldi lög-
reglunnar.
Yfir völd
vildu ekki
greina frá því
Vladimir Arutyunian hvort Aruty-
unian tengd-
ist samtökum aðskilnaðarsinna en
búist er við yfirlýsingu innanríkis-
ráðuneytisins vegna málsins hið
fyrsta. Bandaríska sendiráðið í Ge-
orgíu gaf frá sér yfirlýsingu í gær
þar sem það fagnaði góðu samstarfi
innanríkislögreglu Georgiu og alrík-
islögreglu Bandaríkjanna, FBI, við
að leysa málið. Talsmaður sendiráðs-
ins neitaði þó að greina frá því hvort
FBI hafi tekið þátt í handtökunni
eða hvort hún muni fylgja málinu
eftir nú þegar Arutyunian hefur ver-
ið handtekinn.
Bush var í lífshættu
George Bush og forseti Georgíu, Mik-
hail Saakashvili, stóðu á ræðupalli
Metfjöldi ofbeldisglæpa
á Bretlandi
Ofbeldisglæpir á Englandi og
Wales náðu metfjölda árin
2004-2005 þegar lögregla
skráði yfir eina milljón slíkra glæpa
Það er 7% hækkun frá árinu á und-
an. Lögreglan skráði 1.035.046 glæpi
og eru þá ekki taldir með kynferðis-
glæpir eða rán. Þrátt fyrir það voru í
heild skráðir 6% færri glæpir en frá
árinu á undan en hins vegar voru
byssuglæpir 6% fleiri. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu lögreglunnar á
Bretlandi.
Yfirmaður innan lögreglunnar,
Hazem Blears, sagði niðurstöðurnar
vera áfanga út af fyrir sig. Lýsti hún
yfir ánægju með fækkun allra glæpa
og sagði ennfremur að ástæðan fyrir
fjölgun skráðra ofbeldisglæpa væri
líklega sú að fólk tilkynni þá í auknu
mæli og lögreglan sé duglegri að
bregðast við þeim en áður. Skugga-
innanríkisráðherra Bretlands, Dav-
id Davis, sagði hins vegar tölurnar
vera „enn frekari sönnun fyrir því
að ríkisstjórninni heldur áfram að
mistakast að bregðast við ofbeldis-
glæpum.“ Davis sagði þá ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að Ieyfa lengri
drykkjutíma á kráum Bretlands
vera vitlausa og ranga. Ríkisstjórn-
in vildi með þessu reyna að draga úr
áfengistengdum ofbeldisglæpum en
Davis segir ákvörðunina hafa haft
þveröfug áhrif. Hazem Blears neit-
aði því að setning drykkjulaganna
laðaði að sér fólk hvaðanæva úr
heiminum sem kæmi í drykkjuferð-
ir til Bretlands Hún sagði þó að ríkis-
stjórnin hefði nú þegar tekið ákvörð-
un um að endurskoða þau.
1 skýrslunni kom einnig fram að
innbrotum hefur fækkað um 20%
og bílþjófnuðum um 17%. Kynferðis-
glæpir voru 17% fleiri eða 61.000 og
segir lögreglan það m.a. vera vegna
endurbóta á lögum um kynferðis-
glæpi og viðleitni lögreglu og stjórn-
valda í að fá fórnarlömb slíkra glæpa
til að kæra. 73 voru skotnir til bana
með byssu á 12 mánaða tímabili og
eru það fimm fleiri en árið á undan.
Dalvegi 32, Kópavogi.
Sími 564-248D
Tilboð á plöntum í sumarbústaðinn
Loðvíðir 250 kr
Myrtuvíðir 490 kr.
Ilmreynir 950 kt:
Ódýr og falleg sumarblóm
l^07o aflslóttur af körf um
Selja 550 kr.
Sitkagreni 750 kr
Hrúteyjavíðir 550 kr.
Lerki 490 kr
Birki 550 kr
BÍagreni 490 kr
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
r lARNMÓOElíMlKtUÖKVAU
tL4SOM<NSBNO.NG
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
á Frelsistorginu í miðbæ Tíblísí og
ávörpuðu þúsundir manna þegar
handsprengju var kastað að þeim.
Lenti sprengjan innan við 30 metra
frá ræðupallinum en sprakk ekki.
Yfirvöld hafa staðfest að Bush hafi
verið í lífshættu og aðeins tilviljun
hafi ráðið því að sprengjan sprakk
ekki. Bush stóð þó fyrir aftan skot-
helt gler þegar hann ávarpaði fund-
inn.
Hitabylgja
í Phoenix
Hitabylgja í Phoenix í Arizona-
fylki hefur valdið dauða 18
manna, sem flestir hverjir voru
heimilislausir, og hafa yfirvöld
átt erfitt með að útvega slíku
fólki vatn og skjól. í fyrsta
skipti um árabil hafa athvörf
fyrir heimilislausa verið opnuð
yfir daginn til að veita heimilis-
lausum skjól fyrir brennheitri
sólinni en hitinn á svæðinu
hefur verið vel yfir meðallagi á
hverjum einasta degi í bráðum
mánuð. Hefur hann farið hátt
í 43 gráður og yfir svalasta
tíma dagsins fer hann ekki
undir 31 gráðu. Lögreglan hefur
hafið aðgerðir við að dreifa
þúsundum vatnsflaskna sem
matvöruverslanir hafa gefið
og borgaryfirvöld hafa sett
upp stærðar tjald í miðbænum
þar sem fólk getur skýlt sér.
Alsírskum
diplómötum
rænt í írak
Tveimur alsírskum diplómötum
og bflstjóra þeirra var rænt af
vopnuðum mönnum í Bagdad
í gær. Talið er að tilgangurinn
með mannráninu sé að hræða
stjórnvöld í ríkjum múslima
sem stutt hafa ríkisstjórn
íraks en hún komst til valda í
apríl síðastliðnum að undirlagi
Bandaríkjamanna. Uppreisnar-
menn hafa í auknu mæli beint
aðgerðum sínum gegn erindrek-
um þessara ríkja. Sendiherra
Egyptalands var myrtur í Irak
fyrr í mánuðinum, helsti sendi-
fulltrúi Bahrain var særður
lítillega og sendiherra Pakistan
slapp ómeiddur ff á banatilræði
gegn honum á dögunum.
5.3 Megapixlar
Videoupptaka (320x240)
1.5” LCDskjár
ISO stillingar: 50,100, 200 Auto
3 x Optical Zoom - 3 x Digital Zoom
64mb minniskort fylgir
Lithium rafhlaða
Staerð: 94 x 63 x 35mm
Þyngd: 210gr.
Taska fylgir
ArcSoft Photo Suite fylgir
Acer CS-5530
5.2 Megapixlar
Videoupptaka (640x480)
2.5" LCD skjár
ISO stillingar: 50,100, 200 Auto
3 x Optical Zoom - 4 x Digital Zoom
64mb minniskort fylgir
Uthium rafhlaða
Stærð: 89 x 55 x 24mm
Þyngd: 180gr.
Taska fylgir
ArcSoft Photo Suite fylgir
Kr. 23.900
Acer CR-6530
6.3 Megapixlar
Videoupptaka (320x240)
2.5" LCD skjár
ISO stilllngar: 50, 100, 200 Auto
3 x Optical Zoom - 4.4 x Digital Zoom
64mb minniskort fylgir
Lithium rafhlaða
Stærð: 93 x 63 x 35mm__________________
Þyngd: 210gr.
Taska fylgir
ArcSoft Photo Suite fylgir
Kr. 27.900
Acer CR-8530
8.3 Megapixlar
Tekur Ijósmyndir og videomyndir(320x240)
2.5" LCD skjár, 201.096 pixlar
ISO stillingar: 50,100,200 Auto
Myndáferðir: Svart/Hvítt, Brúntóna, Sterkir litir
Innbyggt flash, tima-taka, nærmynda stilling
3x Optical Zoom, 5x Digital Zoom
Linsa 7.2 - 21.6mm, Ijósop f/ 2.8 - 4.8
64mb minniskort fylgir
Stærð: 94 x 57 x 27mm
Þyngd: 150gr.
Kr. 37.900
svan)
tæknl
SIÐUMULA 37 - SIMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
y