blaðið - 22.07.2005, Page 15

blaðið - 22.07.2005, Page 15
blaðið FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 ÁLIT 115 Fréttastofa íslands Katrín Jakobsdóttir í gær var tilkynnt um nýja fréttastöð 365 miðla sem á að fara í loftið með haustinu. Stöðin á að nýta samlegð- aráhrif af öllum þeim fréttastofum sem þegar eru starf- andi hjá fyrirtæk- inu, þ.e. Fréttablaðinu, DV, Stöð 2 og Bylgjunni. Eigi að síður fullyrti framkvæmdastjóri þessarar nýju stöðvar, Róbert Marshall, að hver fréttastofa myndi halda ritstjórnar- legu sjálfstæði sínu. Eftir fjölmiðlafrumvarpsfárið í fyrra er ekki laust við að maður staldri við þegar þessar fréttir ber- ast. Er í raun hægt að tala um rit- stjórnarlegt sjálfstæði þessara frétta- stofa sem starfa hlið við hlið í sama húsi og eiga líka að vinna saman á nýrri stöð? Að minnsta kosti er varla hægt að tala um samkeppni þessara fréttastofa nema sem innanhússam- keppni einstakra starfsmanna eða deilda sem vilja standa sig vel. Þær vinna allar fyrir sömu eigendur og sama fyrirtæki. Gildir þá einu þó að starfsmenn staðan núna nokkuð augljóslega að aldrei hefur verið jafn mikilvægt að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins sem öflugs fjölmiðils í almannaeigu. Ef ákveðið yrði að selja RÚV kæmi nefnilega ekki á óvart ef fjölmiðill- inn endaði í eigu 365 — eins og aðrir fjölmiðlar hér á landi. Þá kæmi eina virka samkeppnin á fréttamarkaði að utan — og hún myndi að sjálf- sögðu ekki skipta máli fyrir frétta- flutning af innlendum atburðum. Þar yrði Fréttastofa íslands einráð. Katrín Jakobsdóttir www.murinn.is 99................... Efákveðið yrði að selja RÚV kæmi nefnilega ekki á óvart effjölmið- illinn endaði í eigu 365 þessara fjölmiðla kvarti undan skíta- skotum frá Hér og nú sem virðist eiga að virka eins og einhver fjarvist- arsönnun fyrir 365 og eiga að sýna að þrátt fyrir allt séu allir þessir miðlar sjálfstæðir og taki jafn fast á eigin starfsfólki og öðrum. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. Ef fréttastofur 365 miðla renna í „praxís“ saman í eina fréttastofu er samkeppnin orðin lítil því aðrar fréttastofur eru þá fréttastofur Ríkisútvarpsins, Morg- unblaðsins og Blaðsins. Fréttastofa 365 myndi líklega verða öflugasta fréttastofan á þessum markaði en bæði Morgunblaðið og Blaðið mæl- ast vel undir Fréttablaðinu í dagleg- um lestri á dagblöðum. Stöðugur styr stendur um Ríkis- útvarpið þar sem ákveðin öfl í sam- félaginu hafa geisað mjög um einka- væðingu þeirrar stofnunar. Þó sýnir 510-3744 Ný fréttastöð Gestur Guðjónsson Nú hafa 365 miðl- ar gefið út að þeir ætli að hefja rekst- ur nýrrar frétta- sjónvarpsstöðvar. Það hljómar afar spennandi og verð- ur að teljast djarft að reyna rekstur á slíkri stöð og áhuga- vert að sjá hvort hún standi undir sér. Það er samt margt í tengslum við þetta mál sem vekur upp spurn- ingar. Stöðvarstjóri stöðvarinnar verður sá hinn sami og „sagði af sér“, eins og hann komst sjálfur að orði, þegar hann var staðinn að því að bera hel- berar lygar upp á forsætisráðherra í herför sinni og hóps fréttamanna hjá fyrirtækinu gegn honum, án þess að gera neina tilraun til að fá fréttina staðfesta. Ætli hann hafi skipt um skoðun eða lært eitthvað af því at- viki? Ætli það sé tilviljun að hann sé ráðinn til þessa starfa og er það kannski vísbending um þá ritstjórn- arstefnu sem eigendur fyrirtækisins vilja við hafa á þessum miðli? Reyndar er mér það til efs að hann hafi sagt eins mikið af sér og hann vildi vera að láta, ætli hann hafi nokkurn tíma farið af launaskrá fyr- irtækisins, þrátt fyrir að hafa sett sig nánast í guðatölu vegna fórnar sinn- ar fyrir málstaðinn? Eins er allrar athygli vert að setja þessa stöð í loftið þegar vitað er að forstjóri Baugs, sem er stærsti ein- staki hluthafinn í OgVodafone sem aftur á 365 miðla, verður mikið í um- ræðunni vegna dómsmála. Ætli það sé tilviljun að fara eigi í útsendingar á „sjón-útvarpsefni“ þar sem efnið verður óhjákvæmilega mun minna unnið en við eigum að venjast og fleiri hlutir látnir flakka órannsak- aðir en áður og líklegt sé að frétta- stofur Stöðvar 2, Fréttablaðsins, DV og Hér og nú muni koma að með efni eins og Fréttablaðið hefur verið að gera á Talstöðinni? Ætli það sé af óánægju með þá framtíðarsýn sem að sjónvarpsstjórinn sagði upp störf- um? Það verður í það minnsta áhuga- vert að sjá hversu lengi rekstri þessar- ar stöð verður haldið áfram eftir að dómsmálunum lýkur og ekki síður áhugavert hvort almennir hluthafar í OgVodafone muni hafa gleði og arð af þessari ráðstöfun fjármuna sinna. Gestur Guðjónsson www.framsokn.is Hörpusilki Akrýlbundin, alhliða málning, úti og inni. Áratuga góð reynsla. Fjölakrýl 50 Vatnsþynnt akrýlmálning. Hefur einstaka viðloðun, sveigju- og veðrunarþoi. Hentar sérstaklega á þök. Gæðamálning I Fagleg ráðgjöf I Frábær hula 510-3799 Skiptiborð 510-3700 blaðiö=: lÍtoy.u.,-, Tilboð Afsláttur á útimálningu og viðarvörn í verslunum Hörpu Sjafnar 10 itr. 4.990 kr. HorpaSjöfn Stórhöfða 44 Bæjarlind 6 Austurslða 2 Skelfan4 Dalshraun 13 Austurvegur 69 Snorrabraut 56 Hafnargata 90 Hllöarvegur 2-4 www.harpasjofn.lswww.flugger.com

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.