blaðið - 22.07.2005, Qupperneq 22
22 I VIÐTAL
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 Maðiö
oeGo
ödýrt bensfn -* ávinningur
Jóhanna Kristjónsdóttir um Arabaheiminn, vestrœn þjóðfélög ogfrelsið
Komin upp úr
hóffvœrðargryfju
,Ég hef ekki unnið afrek en ég hef náð tökum á þessari tegund af lífi og mér finnst það gott."
Aþessu ári eru 25 ár síðan Jó-
hanna Kristjónsdóttir fór í
fyrsta sinn til Arabalanda.
Frá þeim tíma hefur hún verið
óþreytandi við að kynna Islendinga
fyrir Arabaheiminum, farið með
ferðahópa á þetta heimssvæði, hald-
ið námskeið og skrifað bækur um
Arabaheiminn. „Ég fór nokkrar
ferðir til ísrael á áttunda áratugn-
um,“ segir hún. „Á þeim tíma var
ríkjandi viðhorf að ísraelar ættu um
sárt að binda og Arabar væru skúrk-
ar. Þegar ég hafði kynnst nútímarík-
inu Israel komst ég að því að þótt ég
hefði skrifað erlendar fréttir í tíu ár
á Morgunblaðið, þar á meðal lærð-
ar greinar um Miðausturlönd, þá
vissi ég lítið um þennan heimshluta.
Óstjórnlegt hatur ísraela á Aröbum
vakti líka vangaveltur hjá mér. Ég
ákvað að reyna að kynna mér málið
og fór til Jórdaníu og Egyptalands."
Eru Arabalöndin mjög ólík?
„Vesturlandabúum hættir til að
líta á Arabaheiminn sem eina heild
og gera engan stigsmun á löndum en
Arabaheimurinn er afar fjölbreyti-
legur rétt eins og hinn vestræni. Það
er mikilvægt að horfa á hverja þjóð
fyrir sig. Auðvitað er margt sameig-
inlegt í þessum löndum, til dæmis
trúin og tungumálið, en siðir og
afstaða manna er mismunandi frá
landi til lands. Það lýsir ákveðinni
vanþekkingu að setja Arabaheim-
inn undir sama hattinn.“
Alhæfing er hættuleg
Það er sennilega útbreitt viðhorf á
Vesturlöndum að mannréttindum
99..........................
Það á ekki að fletja fólk
út og gera það allt eins,
eins og okkur er farið
að hætta til. Einstak-
lingseðlið fær ekki að
njóta sín lengur, nema
fólk brjótist um til þess.
Það er ekki góð þróun."
sé ábótavant íþessum löndum og að
staða kvenna sé þar sérstaklega slœm.
Hver er raunveruleg staða kvenna í
Arabaheiminum?
„Mér finnst karlmenn á Vestur-
löndum hafa meiri áhyggjur af kúg-
un kvenna í Arabaheiminum en kon-
ur. Þegar maður spyr menn hvað
þeir eiga við þá svara þeir venjulega:
„Þær verða að ganga í þessum hræði-
legu fötum.“ Þá kemur í ljós að þeir
vita ekki hvort þessar konur eru kúg-
aðar eða ekki. Þeim finnst bara fötin
ljót og það fer svo mikið í taugarnar
á þeim að úr verður rugl. Þær ganga
jafnvel í kuflum og eru með blæjur
fyrir andlitinu og skýring manna er
sú að það sé vegna þess að karlmenn
kúgi þær. Þetta er ekki svona einfalt
og meðal annars þess vegna skrif-
aði ég bókina Arabíukonur. I einu
Arabalandi eru konur skyldaðar
til að bera slæður og það er í Sádi
Arabíu. Annars staðar er þetta val
kvenna. Þær sem klæða sig svona
kjósa að klæða sig á þennan hátt og
það tengist ekki kúgun á nokkurn
máta.“
Eru konur í Arabaheiminum þá
ekki kúgaðar?
„Eru vestrænar konur ekki kúgað-
ar. Er ekki launamunur í vestrænum
þjóðfélögum? Eru þar ekki kvenna-
athvörf sem fyllast af lúbörðum kon-
um. Konur láta kúga sig hér og þar
og alls staðar. Þær eru ekki kúgaðri í
Arabaheiminum en annars staðar sé
litið á heildina. Alhæfing er hættu-
leg og ber ekki vitni um mikla þekk-
ingu.“
Eg get ímyndað mér að einhverjir
muni reiðastþessum orðum þínum.
„Mér er nokk sama. Ég þekki þessi
lönd, hef lifað þar og hrærst meira
og minna síðustu tíu árin og verið
þar með annan fótinn í 25 ár. Ég veit
hvað ég er að segja. Það þýðir ekki
fyrir fólk að segja mér það sem ég
skil betur og veit ívið meira um en
það gerir. I mínum huga er endalaus
hógværð hluti af kúgun kvenna og
ég er komin upp úr þeirri hógværð-
argryfju Ég tala svona vegna þess
að ég þekki stöðu kvenna í Araba-
heiminum betur en flestir aðrir hér
álandi. Það er gnægð af hlutum sem
ég veit ekkert um en þarna veit ég
um hvað ég er að tala.“
Hroki og yfirlæti
Höldum áfram að tala um hugmynd-
ir um kúgun. Það eru margir sem sjá
íslam sem kúgunartrúarbrögð.
„Hin upprunalega íslam Kóransins
er fallegur friðar- og kærleiksboð-
skapur en bókstafstrúarmenn hafa
alltaf afbakað trúarbrögðin. Á einn
eða annan hátt er trúin notuð sem
kúgunartæki um allan heim og það
á líka við um kristna trú. Það er lít-
ill vandi að taka hugmyndir og gera
þær að kúgunartæki. Vesturlandabú-
ar hafa tröllatrú á lýðræðishugmynd-
um sínum og ætla að þvinga þeim
upp á arabíska veröld þar sem er
allt annar menningarheimur, annað
gildismat og allt annað viðhorf. Ar-
abískt lýðræði lýtur ekki sömu lög-
málum og vestrænt lýðræði - sem
betur fer.“
Afhverju segirðu sem beturfer?
„Ég sé ekki að vestrænt lýðræði
tryggi okkur fyrirmyndarþjóðfélög.
I mörgum þeirra Árabalanda sem
við köllum vanþróuð og segjum að
búi við einræði eru frjálsar kosning-
ar. Það hefur dregið úr ritskoðun og
víða er hún ekki lengur fyrir hendi.
Arabalöndin eru á einn eða annan
hátt að feta sig í átt til arabísks lýð-
ræðis. Arabar kæra sig ekki um vest-
rænt lýðræði og hafna vestrænum
hugsunarhætti og þeir þurfa ekki að
vera bókstafstrúarmenn til þess.
Mér leiðist oft hrokinn og yfirlæt-
ið sem einkennir vestræn þjóðfélög
og allt er þar grasserandi í efnis-
hyggju og fégræðgi. Það er mikið
gott að fólk eigi vel til hnífs og skeið-
ar og það má vera forríkt mín vegna
en þegar lífið snýst einungis um að
safna gullpeningum undir koddann
þá er fólk orðið fátækt í sálinni. Ver-
öldin er ekki bara hvít og svört, við
höfum líka alla hina litina og eigum
að nota meira af þeim, líka í hugsun.
Það á ekki að fletja fólk út og gera
það allt eins, eins og okkur er farið
að hætta til. Einstaklingseðlið fær
ekki að njóta sín lengur nema fólk
brjótist um til þess. Það er ekki góð
þróun.“
Hrakandi blaðamennska
Talið berst að blaðamennsku en þar
býr Jóhanna yfir mikilli reynslu.
„Fréttamennskan er ansi yfirborðs-
leg og tíðindum sætir ef blaðamaður
skrifar greinaflokk einu sinni á ári.
Fjölmiðlar gefa starfsmönnum sín-
um ekki næg tækifæri og mér finnst
þeir ekki hlúa nógu vel að þeim og