blaðið - 22.07.2005, Side 24

blaðið - 22.07.2005, Side 24
24 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaðið „Sixties lúkkið" sívmsœla Balenciaga - Fjölbreytileiki, sjálfstœði ogflottheit Það er jafnan svo að tíska hvers ára- tugs lítur dagsins ljós á ný og verður ekki síður áberandi en það sem er í tísku hverju sinni. Islendingar eru vel með á nótunum, þó svo að ekki séu allir sammála um nöfn tímabil- anna. Það sem viða er kallað „sixti- es“, tímabilið 1960-1970, höfum við kosið að kalla „seventies" - eða sjö- unda áratuginn. Hvað sem því líður er hér rætt um það tímabil þegar ofurfyrirsætan Twiggy var upp á sitt besta en hún hefur alla jafna verið kölluð ímynd „sixties lúkksins". Á þessum árum var talað um að litir og frelsi hefðu loksins náð fótfestu í fatnaði og ein- ræði í tísku heyrði sögunni til - fjöl- breytileikinn var í hávegum hafður og sjálfstæði og framsækni í fatnaði varð áberandi. Þetta var fæðing tískustrauma sem áttu eftir að ryðja sér til rúms mörgum árum síðar og það oftar en einu sinni. Það fer vart framhjá þeim sem á annað borð velta fyrir sér straumum ogbylgjum í fatnaði að „sixties" útlit- ið hefur verið viðloðandi hér á landi og þegar arkað er niður Laugaveg- inn gefur að líta ýmsar skemmtileg- ar týpur, í fatnaði frá þessum árum. Engan þarf að undra þar sem við íslendingar erum vel með á nótun- um og óháðir annars ákveðnum stefnum sem gerir það að verkum að landslag hérlendis er afar fjölbreytt í tísku. Allir helstu tískufrömuðir gefa „sixties lúkkinu" byr undir báða vængi og nú hafa óvíða sést áhrif frá þessum áratugi á tískupöllum stór- borganna. Það er því ekki úr vegi fyrir almenning að glugga í skápa foreldra eða ömmu og afa og reyna að finna þar eitthvað sem hægt er að nýta á ný. Einnig getur verið sniðugt að breyta fötunum eftir eigin þörf- um, bæta og laga, eftir hentugleika hvers og eins. ■ halldora@vbl.is Christian Dior Boudicca Dolce & Gabbana MaxMara Proenza Schouler Lesley Hornby, eða Twiggy eins og hún hefur verið kölluð, var í raun fyrsta súpermódelið í heiminum. Tískuhönnuðir, sem og alls konar fyrirtæki, kappkostuðu að fá hana í auglýsingar sem margar hverjar fengu mikla athygli vegna þokka fyrirsætunnar. Hún var stjarna allra unglingsstúlkna og á tíma Chanel Luella Emanuel Ungaro þekktasta andlit veraldar. Andlit hennar prýddi flest tímaritin eins og t.d. Vogue, Newsweek, Harpers Bazaar og Tatler. Ekki eingöngu var Twiggy þekkt fyrirsæta, heldur gaf hún út tónlist og Iék í myndum en óhætt er að segja að stjarna hennar hafi risið hratt þegar hún var kom- in á sjónarsviðið. Þá átti hún eigin fatalínu, Twiggy Dresses, sem höfð- aði einna helst til ungs fólks á árum áður. Enn þann dag í dag er talað af lotningu um þessa merku konu og nafn hennar hefur trónað á toppn- um yfir þekktustu konur heims svo árum skiptir. ■ Mini pils Litaðar sokkabuxur með munstrum Lágar buxur Buxnadragtir Þröngar buxur úr ull eða nælon Stuttir kjólar Opnar gegnsæjar skyrtur Fleygnir toppar Stórir eyrnalokkar og margt margt fleira sem lifir enn í dag... Konuri bama- fötum Konur keyptu mini pils og stutta kjóla í gríð og erg en árið 1965 gripu yfirvöld í Bandaríkjunum til þess ráðs að setja á reglur sem bönnuðu konum að kaupa sér barnaföt. Það höfðu þær alla jafna gert og sluppu þar af leiðandi við 10% skattaálagn- ingu enda allt eins w sniðugt fyrir konur að nota barnaföt þar sem fötin voru orðin fyrirferðalítil og meira sást í hold.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.