blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 2
2 I ÍNWLÉWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöi6 Viðræður um varnarmál í uppnámi Ekkert hefur verið afráðið um ffekari viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarmál eftir að fundi sendi- nefnda rikjanna í Washington var frestað um óákveðinn tíma í fyrradag. íslendingar frestuðu honum eftir að Albert Jóns- son, sendiherra og formaður nefndarinnar, hafði fengið ávæning af ýtrustu kröfum Bandaríkjamanna, en í þeim mun hafa falist að nánast allur varanlegur varnavið- búnaður yrði úr sögunni. Nokkur ágreiningur er um hvernig eigi að skipta kostnaði af rekstri Keflavíkurflugvallar. Bandaríkjamenn vilja að íslend- ingar axli mestan hluta kostn- aðar af viðhaldi flugbrauta á Keflavíkurflugvelli og reksturs slökkviliðsins þar. íslensk yfir- völd munu reiðubúin til þess að taka aukinn þátt í rekstrinum, en vilja á hinn bóginn ekki fallast á tillögur um að orrustu- flugvélar, sem annast loftvarnir íslands, verði fluttar héðan. ■ Ríkir íslendingar Aldrei fleiri milljónamæringar Mikillfjöldi íslendinga eiga gríðarlega fjármuni ífasteignum, fyrirtœkjum og hlutabréfum Áþriðjaþúsundíslenskrafj ölskyldna á skuldlausar eignir uppá íoo millj- ónir eða meira. Þetta kemur fram í máli Jóhanns Ómarssonar, fram- kvæmdastjóra Einkabankaþjónustu Islandsbanka. Samkvæmt honum er mikið af þessum fjármunum bund- ið í hverskonar eignum og alls ekki endilega um lausafé að ræða. Ekki áhyggjuefni Mikil umræða hefur verið í þjóðfé- laginu um vaxandi tekjumun á milli manna og þau ofurlaun sem sum fyrirtæki eru að greiða starfsmönn- um sínum. Þessar tölur gætu verið vísbending um það að hér á landi sé að myndast djúp gjá milli ann- ars vegar eignafólks og hins vegar fólks sem þarf að draga fram lífið á lágmarkslaunum. Þetta gæti jafnvel verið fyrsti vísir að meiriháttar stétt- skiptingu í íslensku samfélagi. Mörð- ur Árnason, alþingismaður, segir þessar tölur ekki koma á óvart. „Það var verið að birta skýrslu um daginn þar sem kemur fram að tekjumun- ur hefði aukist meira á íslandi en í Margir hafa augðast gríðarlega á síðasta áratug nokkru öðru norrænu ríki á síðasta áratug. En það er ekki áhyggjuefni að einhverjir Islendingar eigi íoo milljónir. Áhyggjuefnið er það að til sé ennþá fátækt og örbirgð á íslandi," segir Mörður. íslendingar almennt ríkari Pétur Blöndal, alþingismaður, segir erfitt að meta þessar tölur því hann viti ekki á hvaða forsendum þær byggja. Hann bendir þó á að fast- eignaverð hafi hækkað mikið hér á landi og því ættu svona upphæðir ekki að koma á óvart. „Miðað við fasteignahækkun undanfarin ár þá er þetta orðið rétt rúmlega einbýlis- hús og ég veit ekki hvort menn eigi að vera að horfa eitthvað sérstaklega á svoleiðis upphæðir. Meðaleign Is- lendinga í lífeyrissjóðum, íbúðarhús- næði og hlutabréfum er eitthvað um ío milljónir nettó á mann.“ Hann segir fasteignahækkanir hafa skap- að mikla eignarmyndun hjá venju- legum fjölskyldum og það gæti vel verið meginskýringin á bak við þess- ar tölur. Um 8o% íslendinga búi í eig- in húsnæði og það hafi hækkað um 50 til 60% á síðustu árum. „Ég held að það sé frekar þannig að íslending- ar séu bara almennt að verða ríkari og maður sér það best á fasteigna- mati en ég held að það sé komið upp í 2.500 milljarða og nánast farið að nálgast 10 milljónir á hvert manns- barn.“ ■ Mikilvægt að allir togi í sömu átt - segir Davíð Oddsson um hinn nýja starfsvettvang sinn í Seðlabankanum. Honum líst vel á sigþó umhverfið sé allt annað en í stjórnmálunum. Davíð Oddsson kom til vinnu sem aðalbankastjóri Seðlabanka íslands í fyrsta sinni í gær. „Það má segja að ég hafi verið hér í starfskynningu, dagurinn hefur farið í að ganga hér um húsið til þess að kynnast starfs- mönnum og starfsháttum,“ sagði Davíð í viðtali við Blaðið á skrifstofu sinni í gær. „Mér líst vel á mig hérna. Þetta er spennandi og krefjandi verkefni, sem ég hlakka til þess að sinna. Ég hef auðvitað talsverða reynslu af hagstjórn úr minni fyrri vist, en hér nálgast menn viðfangsefnið frá ann- arri hlið,“ segir Davíð. Gætnari í orðum en áður Hann kveðst ekki kvíða því að ró- legra verði í kringum sig og störf sín. „Ég veit vel á hvaða forsendum ég geng hér inn og hef ekki trú á að það reynist mér ofviða. Ég hef til þessa haft mjög mikið frelsi til orða og at- hafna, en hlýt að geta gætt mín hér.“ Hann segir að umhverfið sé enda ólíkt því sem gerist í ráðuneyt- um. „Hér er fjölskipað stjórnvald og bankastjórar og aðstoðarbanka- stjórar hittast allir daglega til þess að taka sameiginlegar ákvarðanir. Hér er mikil samstaða hjá mönn- um og það er líka mikilvægt að það togi allir í sömu átt.“ Davíð segir að það sé aðeins öðru vísi en hann hafi átt að venjast í störfum sínum til þessa. „Hingað til hef ég alltaf búið við stjórnarandstöðu, en hér vinna GLUGGI TIL FRAMTIÐAR ÞÚ VILT FALLEGA VIÐHALDSFRÍA GLUGGA menn saman að því að móta stefn- una og standa svo við hana allir sem einn.“ Davíð segir að brýnasta verkefni bankans um þessar mundir sé að tryggja stöðugleika. „Þessi tími er í eðli sínu bankanum erfiður, því þenslutímar eru það alltaf. Það er spenna og hiti í hagkerfinu og við Blaðið/SteinarHugi væntum þess að svo verði áfram um hríð, sjálfsagt í eitt og hálft ár enn. Markmið Seðlabankans er hins veg- ar sem fyrr að halda verðlagi stöð- ugu og verðbólgu í skefjum. Þann- ig að það er nóg við að vera,“ segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri að lokum. ■ FL Group Óljós staða Hlutabréf í FL Group héldu áfram að lækka í gær eða um 1,06%. í kjölfar frétta um afsögn Ragnheiðar Geirsdóttur í fyrradag lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um allt að 5% en réttu sig síðan við áður en mark- aður lokaði og var heildarlækk- un því um 2% þann dag. Erfitt er að segja hvort að þær hreyf- ingar sem hafa átt sér stað inn- an fyrirtækisins hafi haft þessi neikvæðu áhrif á gengi þess á hlutabréfamarkaði því gengi margra af stærri fyrirtækjum í kauphöllinni lækkuðu einnig. Að sögn heimildarmanna Blaðsins hefur óvissa með möguleg kaup á Maersk Air og Sterling skapað nokkra spennu í kringum hlutabréfin sem og stefnubreyting fyrirtækisins í fyrradag. Einnig eru ríkjandi töluverðar áhyggjur á mark- aðnum þar sem fyrirætlanir fyrirtækisins þykja óljósar. Einn sagði t.a.m. að félagið ætti við verulegan trúverðugleika- vanda að stríða og framkoma stjórnarformanns í Kastljós- þætti sjónvarpsins hafi ekki bætt ástandið. Á móti kemur að fyrirtækið hefur verið í gríðarlegum vexti sl. ár og hlutabréf hafa hækkað mikið og þannig er ekkert óeðlilegt að þau sígi á vissum tímapunkti. Einnig hefur verið bent á að vissulega gætu verið einhverjir kostir í væntanlegum kaupum sem almennir fjárfestar hafi ekki upplýsingar um og gætu haft jákvæð áhrif á fyrirtækið. ■ Icelandic Group: Framboð komin í stjórn Framboðsffestur til stjórnarsetu hjá Icelandic Gróup er runninn út. Samþykktir félagsins kveða á um fimm manna stjórn og hafa fimm boðið sig fram til setu. Þær breytingar verða á stjórninni að þeir Þór Kristjánsson, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson víkja sæti en í stað þeirra koma Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Magnús Þorsteinsson og Illugi Gunnarsson. Tillaga heftir verið gerð um fækkun I varastjórn úr fimm í tvo, og gangi hún eftir munu þeir Páll Þór Magnússon, Steingrímur Pétursson setjast í varastjórn. ■ PGV í Hafnarfirói framleióir hágæða viöhaldsfría PVC-u glugga w á sambærilegu verði og glugga sem þarfnast stöðugs viðhalds PLASTGLUGGAVERKSMIDJAN plastgluggaverksmiðjan ehf. i bacjarhrauni 6 i 220 hafnafjöröur i sími: 564 6080 i fax: 564 6081 i www.pgv.is O Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rlgnlng, lltllsháttar C'/'/ Rigning "> 5 Súld Snjðkoma * Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 12 22 12 08 15 14 11 13 14 16 23 01 11 22 07 17 11 06 13 20 11 10 0 40 // /// 9° 40 \jj Slydda Snjðél ^~j Skúr 2° 40 Breytileg o fiv fi v<3 '// / // Ámorgun 0° Veðurhorfur í dag Id: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýslngum frá Veðuretofu íslands -P * -2°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.