blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 13
blaðið FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 FRÉTTASKÝRING 113 I- •■V Lára Margrét Ragnarsdóttir sat á alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tólf ár en hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda í síðustu kosningum. Hún þarf þó ekkert að leita til félagsmála- yfirvalda eftir framfærslu, enda starfar hún sem sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu í sérverkefn- um, án þess að sú staða sé útskýrð nánar. Svanfríður Jónasdóttir sat á þingi í ein átta ár fyrir Þjóðvaka og Samfylkinguna. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér í síðustu alþingiskosn- ingum en hefur þó ekki setið auðum höndum síðan. Hún á í dag sæti í Útvarpsráði fyrir hönd Samfylking- ar, situr í stjórn íslenskra orkurann- sókna (ÍSÓR) sem er ríkisstofnun og stjórnarmenn þar skipaðir beint af iðnaðarráðherra, er varaformaður Evrópusamtakanna og situr í nefnd um flutning raforku. Þjóðin situr uppi með reikninginn Þeir fyrrum þingmenn og ráðherrar sem skoðaðir voru í þessari úttekt virðast ekki hafa verið taldir óheppi- legir starfsmenn þegar að þeir snéru aftur til baka á hinn almenna vinnu- markað eftir langa setu á þinginu. Þvert á móti virðist þeim eiginlega öllum vegna nokkuð vel og eru flest- ir í fleiri en einni vinnu. Því er erfitt að sjá að þeir þurfi á auknum lífeyr- isréttindum að halda fram yfir það sem almennt tíðkast hjá þjóðinni. Á sínum tíma lét Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, Talna- könnun framkvæma mat á möguleg- um kostnaðarauka sem frumvarpið myndi hafa í för með sér. Þær niður- stöður áætluðu að kostnaður ríkis- sjóðs vegna nýju laganna gætu orðið frá 7 milljóna lækkun upp í 439 millj- óna króna hækkun. Davíð Oddsson, Bryndís Hlöðversdóttir Svanfríður Jónasdóttir fsólfur Gylfi Pálmason Lára Margrét Ragnarsdóttir þáverandi forsætisráðherra, sagði reyndar í umræðum um frumvarp- ið á sínum tíma að gera mætti ráð fyrir því að útgjöld ríkisins á ár- inu 2004 myndu einungis aukast um tíu til 12 milljónir króna ef allt væri með talið við þessi nýju lög. Raunin virðist samt sem áður vera víðs fjarri þessum áætlunum, eða 650 milljóna króna aukning. Því er ljóst að kostnaður skattborgaranna vegna þessa hefur keyrt fram úr svartsýnustu spám. Ekki hefur þing- mannaflóran endurnýjast síðan þá, fyrrverandi þingmenn og ráðherrar virðast ekki í miklum vandræðum með að fá vinnur og áhyggjur um óeðlileg vinnubrögð við ráðningu í opinberar stöður eru fjarri því að vera horfnar. Því virðast forsendur eftirlaunalaganna brostnar en skatt- greiðendur sitja samt sem áður uppi með reikning upp á hundruð millj- ónir króna. t.juliusson@vbl.is Finnur Ingólfsson Svavar Gestsson Guðmundur Árni Stefánsson Davíð Oddsson Friðrik Sophusson Harpa Sjöfn heitir nú Flligger litir Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun Opnunarhátíð 21. október! Góð tilboð • Kaffi á könnunni www.flugger.is 4-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.