blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 blaöiö
Maður deyr úr fuglaflensu
Karlmaður lést úrfuglaflensu í Taílandi og er þettafyrsta dauðsfall afvöldum sjúkdóms-
ins í meira en ár. Veiran hefur greinst í nokkrum löndum í Asíu og Evrópu. Ríkisstjórnir
vtða um heim grípa til aðgerða gegn veirunni.
Breyting á kosningalög-
gjöfí Kólumbíu:
Uribe getur
boðið sig
aftur fram
Stjórnvöld víöa um heim hafa gripið til aðgerða vegna fuglaflensu. I Þýskalandi hefur bændum til að mynda verið gert að halda alifugl-
um innandyra.
Heilbrigðisyfirvöld í Taílandi hafa
tilkynnt að karlmaður hafi látist
úr H5Ni-afbrigði fuglaflensu í land-
inu. Þetta er þrettánda dauðsfallið
af völdum veirunnar í landinu og
það fyrsta í meira en ár. Maðurinn
sem lést bjó í Kanchanaburi-héraði,
um íoo kílómetra frá höfuðborg-
inni Bangkok, þar sem hið banvaena
fuglaflensuafbrigði hefur nýlega
greinst í fiðurfé. Thaksin Shina-
watra, heilbrigðismálaráðherra
landsins sagði að hinn látni hefði
smitast af fuglaflensu vegna þess
að hann hafi slátrað og lagt sér til
munns veikan kjúkling. Sjö ára son-
ur mannsins er á sjúkrahúsi með ein-
kenni fuglaflensu.
Tilfellum fjölgar
H5Ni-afbrigðið kom fyrst fram í
Hong Kong árið 1997 og á ný í Suður-
Kóreu árið 2003. Síðan hefur það bor-
ist til fleiri landa Asíu og til Evrópu.
Nýlega hefur afbrigðið greinst í
Tyrklandi, Rúmeníu og Rússlandi.
Grunur lék á að fuglar í Grikklandi
hefðu einnig drepist úr veirunni en
bráðabirgðaniðurstöður rannsókna
benda til að þeir hafi ekki verið
smitaðir af henni. Kínverjar segjast
hafa þurft að farga þúsundum ali-
fugla vegna veirunnar. Ungverjar
segjast hafa þróað nýtt bóluefni sem
virðist geta varið menn og dýr gegn
veirunni. Þó að aðeins liggi fyrir
bráðabirgðaniðurstöður prófana á
bóluefninu segist Jenone Racz, heil-
brigðismálaráðherra landsins, vera
nánast fullviss um að það virki.--
í Þýskalandi hafa stjórnvöld fyrir-
skipað bændum að halda alifuglum
innandyra í varúðarskyni. Sameinuðu
þjóðirnar hafa varað við því að sjúk-
dómurinn kunni að berast til Afríku
og Miðausturlanda með farfuglum.
Á miðvikudag var staðfest að H5N1-
afbrigðið hefði greinst í þorpinu
Maliuc í Rúmeniu og hefur það þar
með greinst á tveimur stöðum í land-
inu. Sóttkví hefur verið sett á báðum
stöðunum og fiðurfé fargað.
Stjórnarskrárdómstóll í
Kólumbíu hefur úrskurðað
að Alvaro Uribe forseta sé
heimilt að bjóða sig ffarn á ný
til forseta í kosningum á næsta
ári. Hingað til hefur forseta
aðeins verið heimilt að sitja
eitt kjörtímabil. Samkvæmt
skoðanakönnunum nýtur hinn
hægrisinnaði Uribe mest fylgis
meðal kjósenda. Hann heldur
því fram að hann þurfi að sitja í
embætti í fjögur ár til viðbótar
til að geta haldið áfram baráttu
sinni gegn vinstri sinnuðum
skæruliðahópum í landinu.
Andstæðingar þess að forsetinn
geti setið annað kjörtímabil
telja að með því fái hann of mik-
il völd í hendur. Uribe er einn
af helstu bandamönnum Banda-
ríkjastjórnar í Suður-Ameríku
en vinstri stjórnir hafa tekið
við völdum í mörgun löndum
álfunnar að undanfornu.
Alvaro Uribe forseti Kólumbíu
Bush og Abbas funda í Washington
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna og George Bush, Bandaríkjaforseti, áttu
fund í Hvíta húsinu í gær.
George Bush, Bandaríkjaforseti, jós klukkustundarlangan fund í Hvíta
miklu lofsorði á Mahmoud Abbas, húsinu í gær. Bush sagði að taka
forseta Palestínumanna, og sagði yrði affestu á þeirri ógn sem lýðræð-
líkuráþvíaðPalestínumenneignuð- islegu ríki Palestínumanna stæði
usteigiðríkiværumeiriennnokkru af vopnuðum óaldarflokkum. Þá
sinni fyrr. Abbas og Bush áttu um hvatti Bush ísraelsmenn til að hætta
uppbyggingu landnemabyggða á
Yesturbakkanum. Forsetinn fullviss-
aði Abbas um að hann deildi þeirri
sýn hans að ríkin tvö gætu lifað í
sátt og samlyndi.
Abbas sagði aftur á móti að ísra-
elsmenn yrðu að draga úr hömlum
á ferðafrelsi Palestínumanna á Vest-
urbakkanum. Bætti hann ennfrem-
ur við að þær hömlur hefðu valdið
Palestínumönnum erfiðleikum og
niðurlægingu. Abbas gagnrýndi Isra-
elsmenn einnig fyrir að hafa reist
öryggismúrinn svokallaða, ekki síst
vegna þess að hann lægi í gegnum
Jerúsalem sem Palestínumenn vilja
að verði höfuðborg ríkis þeirra. Þá
fullvissaði hann Bandaríkjaforseta
um að með kosningu palestínskrar
löggjafarsamkomu í janúar á næsta
ári verði komið á lögum og reglu á
svæðinu. ■
Allt fyrir
RJÚPNAVEIÐINA
iqnnsiiafe
kotví
www.hlad.is
Hlcið elif. • Bíldshöfða 12 • Simi 567 5333
Rénarhöldum yfir Saddam Hussein er mótmælt í heimaborg hans Tikrit.
Frændi Saddams
handtekinn í Tikrit
íraskar öryggissveitir hafa handtek-
ið Yasser Sabawi, bróðurson Sadd-
ams Hussein, fyrrverandi forseta
íraks. Sabawi er gefið að sök að hafa
fjármagnað starf uppreisnarmanna
að sögn Mowaffaq al-Rubaie, þjóð-
aröryggisráðgjafa íraks. Hann var
handtekinn í fyrradag eftir að efnt
hafði verið til mótmæla gegn rétt-
arhöldum yfir Saddam Hussein í
Tikrit, heimaborg forsetans fyrrver-
andi.
Rubaie sagði að Sabawi hefði hvatt
fólk til ofbeldis og reynt að snúa frið-
samlegum mótmælum i andhverfu
sína. Hann sagði ennfremur að
Sabawi hefði veitt peningum til upp-
reisnarmanna úr röðum súnníaraba
sem hafa staðið á bak við röð árása
gegn óbrey ttum borgurum og stjórn-
völdum í Bagdad. Sabawi er sonur
Sabawi Ibrahim Hasan al-Tikriti,
hálfbróður og fyrrverandi ráðgjafa
Saddams Hussein. ■
Ný komið
Jauxur.fai
Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106
600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488. 462 4010
email: smartgina@simnet.is