blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 22
22 I BESTI BITINW FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöiö Humar í hæsta gæðaflokki Nú þegar farið er að kólna í veðri er fátt betra en að setjast niður í hádeginu og fá sér ljúffenga humar- súpu. Fyrir þá sem vilja setjast niður á huggulegan stað og eiga rólega stund í hádeginu hvort sem er með vinum eða vinnufélögum þá henta sjávaréttastaðirnir einkar vel og fátt er betra en að fá sér humarsúpu til að fá smá hita í kroppinn. Andrúmsloftið á stöðunum er mjög rólegt sem hentar vel til til samnings- gerða og spjalls enda er fólk í viðskiptalífinu áberandi á öllum stöðunum sem farið var á. íslenskar hum- arsúpur eru löngu orðnar klassískar enda geta þær verið ótrúlega ljúffengur og algjör lúxus matur. Stað- irnir sem valdir voru í Besta bitann eru allir þekkir fyrir að vera með betri stöðum bæjarins sem bjóða upp á sjávarrétti. Andrúmsloftið á öllum stöðunum var mjög þægilegt þar sem ljúf tónlist hljómaði. Himneskt bragð Við Tjörnina er staður í gömlum anda þar sem lagt er upp úr að hafa antík húsgögn og borð- búnað. Stemningin á staðnum er mjög lúf og ekki er hægt að komast hjá því að fá tilfinn- ingu fyrir umhverfinu og taka þátt í þeirri ró- legu stemningu sem einkennir staðinn. Hum- arsúpan sem boðið er upp á Við Tjörnina er hreint afbragð. Súpan er mjög bragðgóð með hæfilegu magni af öllu og með einstaklega góð- um koniaks undirtóni. Frá fyrstu matskeið leikur koníakskeimurinn við bragðlaukana. Rjómabragð er hæfilegt í súpunni og reynd- ar virðist allt innihald súpunnar vera í góðu jafnvægi. Súpan er létt og góð og humarinn í henni er stinnur og bragðgóður. Framsetning á súpunni er mjög hefðbundin og passar vel við gamaldags borðbúnaðinn. Humarsúpan á Við Tjörnina kostar 1400 og er borin fram með einföldu hvítu brauðu og smjöri. Staður sem ber nafn með rentu Humarhúsið er klassiskur staður í nútímaleg- um stíl en hann er samt notalegur og á margan hátt eins og að vera komin á fínan stað erlend- is. Súpan á Humarhúsinu er bragðmikil með mikið af humar. Humarinn er stór gæðahum- ar og bragðast ákaflega vel. Það versta við hum- arinn er stærðin en ekki er auðvelt að koma humrinum upp í sig með skeið vegna stærðar- innar og það hefði mátt bjóða upp á hníf til að hægt væri að borða humarinn svo vel færi. Súpan hjá Humarhúsinu er mjög matmikil því hún hefur mikið magn af humri. Hún hefur hæfilega mikinn rjóma og koníakskeim sem leikur í munninum. Súpan á Humarhúsinu kostar 1.350 og er bor- in fram með brauðbollum og smjöri Glæsileg og frumleg framsetning Lækjarbrekka er huggulegur staður, útsýnið út um gluggann og nærveran við miðbæinn er skemmtileg. Á Lækjarbrekku er humarsúpan mjög svo falleg í framsetningu og öðruvísi en á hinum stöðunum. Hún er skreytt með olífu- olíu og kryddjurtum sem gerir útlit súpunnar mjög skemmtilegt. Humarinn var hvítlauks- grillaður og mjög bragðgóður en passar ekki alveg í súpuna þar sem bragðið af hvítlauksri- stuðum humrinum er frekar yfirgnæfandi. Humarinn hefði vel gengið einn sér en passaði síður í súpuna. Súpan var þó mjög bragðgóð og matmikil og þó ekki of þykk. Brauðið sem borið var fram með súpunni var nýbakað á staðnum. Súpan á Lækjarbrekku kostar 1480 og er borin fram með nýbökuðum brauðbollum, smjöri og pestó. Blaöið/Fríkki Klassísk humarsúpa í gamla stílnum Stemningin á Þrem Frökkum er mjög notaleg og persónulegri en yfirleitt þekkist þar sem kokkurinn kemur og heilsar upp á matargesti. Staðurinn er þekktur fyrir afbragðs sjávarrétti þar sem gerð er veisla úr fiskinum. Súpan hjá Þrem Frökkum er mjög bragðmikil þar sem humarinn er stinnur og bragðgóður. Súpan er frekar þykk og skortir þann léttleika sem er einkennandi þegar uppbakaðar súpur eru annars vegar. Bragðið er þó klassískt og súpan er góð, hefði þótt mátt vera meira jafnvægi í koníakskeimnum. Brauðið sem borið var fram var ekki mjög spennandi og of salt. Súpan á Þrem Frökkum kostar 1180 og er borin fram með brauði sara@vbl.is Verð kr. 69.900 Vélin sem þú hefur beðið eftir! Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR. Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)! 9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni. Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aðeins 0,01 sekúnda! Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum! Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendur! Með háhraða USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í tölvu. Skór fyrir auka flass! QöieŒBæaim H FUJIFILM Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ijosmyndavorur.is Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiðjan Egilsstöðum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.