blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 26
26 I HELGIN FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöiö Landvernd kennir gestum oggangandi aðflokka rusl w Urgangur er auðlind á villigötum Tvær ungar konur, þær Nanna og Guðný, í bolnum vinsæla með myndinni af þjóðarblóm- inu okkar, Holtasóley. Á hverju ári framleiðir hver fjög- urra manna fjölskylda á fslandi um eitt og hálft tonn af heimilis- sorpi. Hvernig við förum með allan þann úrgang segir mikið um það hver við erum og hversu mikla umhyggju við berum fyrir umhverfinu og komandi kyn- slóðum. Úrgangur er auðlind á villigötum og þess vegna leggur Landvernd mikla áherslu á að landsmenn flokki úrgang og skili honum til endurvinnslu eins og kostur er. Reynslan sýnir að með skipulögðum vinnubrögðum má ná verulegum árangri. Vönduð meðhöndlun úrgangs er hluti af menningu þjóðarinnar og þá menningu þarf að styrkja og efla. Mikill áhugi Um helgina ætlar Landvernd að leiðbeina fólki í Kringlunni ,við það hvernig á að flokka rusl og hver er auðveldasta leiðin til þess. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land- verndar býst við að fólk muni nýta sér þjónustuna um helgina. „Það góða við að vera á stað eins og Kringlunni er að fólk er á ferðinni og oft á laugardögum og sunnudögum hefur fólk tíma til að skoða eitthvað sem það langar til að kynna sér eða þyrfti að kynna sér. Það hefur yfir- leitt verið talsverður áhugi á því sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri," segir Tryggvi. Úrgangur er auðlind „Þetta er nú svona mál sem stendur flestum frekar nærri, þetta er nú eitthvað sem við gerum daglega og þó margir haldi að þetta sé mjög auð- velt þá vakna oft ýmsar praktískar spurningar og við vonumst til þess að geta svarað þeim. Við ætlum að leyfa fólki að æfa sig að flokka rusl og ég vona að það verði einhverjir sem notfæra sér það.“ Það verður ýmislegt annað á dag- skrá í boði Landverndar. „Sýningin okkar sem snertir ýmsa þætti í daglegu lífi okkar og hvernig við getum gert þá umhverfisvænni verður þarna. Svo bjóðum við upp á vinsælu bolina okkar með þjóðar- blóminu og svo erum við að útbúa nýjan bol sem er með þjóðarfjallinu. Þemað okkar er úrgangur er auð- lind, það er að segja úrgangur getur verið auðlind ef hann er flokkaður og komið í réttan farveg.“ Ná út spilliefnum Tryggvi segir að það hafi orðið ákveð- in bylting ef litið er 10-15 ár til baka. „Það er mikilvægast af öllu að ná út spilliefnum sem geta eitrað og spillt umhverfinu. Samt er árangur- inn ekki nógu góður ennþá. Mikill árangur hefur reyndar náðst í end- urvinnslu á einnota drykkjarumbúð- um eins og dósum og plastflöskum, þar eru skilin komin upp í 80-90 %. Hins vegar hvað fernurnar varðar eru skilin ekki nema tíundi hluti. Þar er ekki fjárhagslegur hvati eins og með flöskurnar,“ segir hann. Vistvernd í merki „Við getum náð góðum árangri með pappírinn en ég held að við gætum náð hvað mestum árangri með líf- rænan úrgang. Oft á tíðum býr fólk þannig að hægt er að koma lífræn- um úrgangi út í garð og breyta hon- um þannig í mold og mjög margir gera það,“ segir Tryggvi. Landvernd hefur staðið að verk- efni í nokkur ár sem heitir Vistvernd í verki sem stendur fyrir þessu fram- taki nú um helgina. Starfandi vist- hópar hafa unnið markvisst að ein- hverjum aðgerðum í heimilishaldi þar sem árangur hefur orðið geysi- lega mikill. Vantar umbun Aðpurður að því hvers vegna ís- lendingar endurvinna ekki meira en raun ber vitni vill Tryggvi ekki meina að hægt sé að skella skuld- inni á leti. „Við erum öll bundin daglegum rútínum. Við gerum hlutina í dag svipað og við gerðum þá í gær. Þetta snýst svolítið um að breyta þessari rútínu. Þetta er lítil sem engin fyrir- höfn og það vantar kannski svolítíð umbunina fyrir hana af hálfu hins opinbera. Núna hefur þetta skánað svolítið, sérstakar tunnur eru til dæmis komnar í notkun. Þó er þetta ekki orðið alveg nægilega skilvirkt til að fólk njóti þess að einhverju leyti kostnaðarlega að vera duglegri að flokka," segir Tryggvi. Fyrirtæki eiga langt í land Tryggvi segir líka mikilvægt fyrir fólk að reyna ekki að sigra heiminn á einni nóttu, að það byrji að til- einka sér að flokka pappír og fernur og vinna sig síðan upp. „Gott er að koma á góðu kerfi þar sem allir taka þátt. Þegar menn hafa síðan náð góðum tökum á þessu bæta þá við. Það ráð sem við gefum er að gera þetta í hægum og skyn- samlegum skrefum. Síðan er þetta ekki einungis bundið við heimili. Fyrirtæki eru farin að borga fyrir sorphirðu þannig að þetta hefur hagræna þýðingu fyrir þau, að gera þetta vel. Ég held samt að mörg fyrir- tæki eigi langt í land með sorpflokk- unina." katrin. bessadottir@vbl. is Rússnesk menningarhátíð Rússland og ég Rossiyanochka-danshópurinn frá Pétursborg Á laugardaginn milli klukkan 10 og 12 verður haldið málþing um rússneska menningu í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogsbæjar. Leit- ast verður við að kynna Rússland út frá persónulegri reynslu og þekkingu. Málþingið er hluti af rússneskri menningarhátíð sem ber yfirskriftina Rússland og ég. Fyrirlesarar verða: Árni Bergmann - lauk námi í rúss- nesku og rússneskum bókmenntum við Moskvuháskóla. Hann hefur starfað sem gagnrýnandi, ritstjóri og rithöfundur, þýtt bækur og leik- rit úr rússnesku, kennt rússneskar bókmenntir og sögu við HÍ og skrif- að bókina Rússland og Rússar - um helstu þemu rússneskrar sögu. Árni flytur framsögu sem nefnist Leit- in að sannleikanum - um líf bók- mennta í Rússlandi. Guðmundur Ólafsson -namstærð- fræði og rússnesku í Leningrad á árunum 1968- 1969. Hann lagði stund á stærðfræði og hagfræði við Háskóla íslands og hefur starfað við kennslu í stærðfræði, hagfræði og upplýsingatækni við viðskipta- og hagfræðideild HÍ og á Bifröst. Guð- mundur hefur ritað fjölda greina um rússnesk málefni og fjallað um þau í útvarpi. Hann heldur erindi á málþinginu sem nefnist Rússland - tilraunastofa sögunnar. Haukur Hauksson - lærði rúss- nesku í MÍR og stundaði síðan nám i fjölmiðlafræði í Moskvu. Hann hefur verið fréttaritari Ríkisútvarps- ins um alllangt skeið jafnframt því að reka sína eigin ferðaskrifstofu, Bjarmaland (austur.com). Þannig hefur hann stuðlað að auknum sam- skiptum og skilningi milli þjóðanna. Haukur mun leiða áheyrendur um Rússland eftir hans eigin reynslu. Ingibjörg Haraldsdóttir - lærði kvikmyndagerð við Kvikmyndahá- skólann í Moskvu (VGIK) á árun- um 1963-1969. Frá 1981 hefur hún starfað sem ljóðskáld og þýðandi og m.a. þýtt úr rússnesku sjö skáld- sögur Dostojevskís, þrjár sögur eftir Bulgakov og fleiri. Ingibjörg hlaut Islensku þýðendaverðlaunin 2005 fyrir þýðingu sína á Fjárhættuspil- aranum eftir Dostojevskí. Hún mun fjalla um rússneskar bókmenntir á íslensku. Pétur Pétursson - er prófessor í kennimannlegri guðfræði við Há- skóla íslands og doktor í guðfræði og félagsfræði. Hann hefur fengist við rannsóknir á kirkjulist og trúar- legum stefjum í myndlist og kvik- myndum. Pétur flutti fyrirlestur um kristið myndmál í Völuspá og dóms- dagsmyndina á Hólum á alþjóðlegri ráðstefnu um kirkjulist í Pétursborg vorið 2004. Hann ríður á vaðið og og ræðir um rússnesku rétttrúnaðar- kirkjuna og list hennar. Sama dag verður haldin rússnesk fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind. Dagskráin þar verður í senn fjölbreytt og áhugaverð. Kl. 13.40 Skólahljómsveit Kópa- vogs tekur á móti gestum með vel völdum rússneskum lögum undir stjórn Össurar Geirssonar. Kl. 14.00 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, býður gesti velkomna. Kl. 14.05 Fimleikasýning Gerplu - úrvalshópur og börn á 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans sýna undir stjórn Vladimirs Antonov, Svetlönu Makaritsevu og Mykola Vovk. Atrið- ið byggist á dansi, áhaldafimleikum og stökki. Kl. 14.30 Rossiyanochka-dans- hópurinn frá Pétursborg - tíu pör á aldrinum 17-22 ára dansa rússneska dansa. Kl. 14.50 Skólakór Snælands- skóla syngur undir stjórn Hugrúnar Hákonardóttur. Undirleikari er Lóa Björk Jóelsdóttir. Kl. 15.05 Terem-kvartettinn flyt- ur tónlistaratriði - tónlist frá hjarta hinnar rússnesku sálar. Kvartettinn hefur öðlast heimsfrægð fyrir sér- stæða tónlist leikna á alþýðuhljóð- færi. Kl. 15.20 Rússneskur talmálshóp- ur Alþjóðahússins - rússnesk börn sem búsett eru á íslandi syngja lög frá heimalandi sínu. Kl. 15.45 Stelpurnar bregða á leik - Gulla og Ilmur leika á als oddi á rússneska vísu. Kl. 16.00 Skólakór Kársness syng- ur rússnesk lög undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur. Kynnir er Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri Kópavogs. Um kvöldið verður síðan diskótek á Café Cultura í Alþjóðahúsinu. Þar verður slegið á létta strengi og dans- að verður við rússneska tóna - sov- éskt popp og nútíma rússneskt rokk. Klukkan 22 verður húsið opnað og boðið verður upp á þjóðlegar veiting- ar, framreiddar af rússneskum mat- reiðslumeistara. Þeim verður skolað niður með rússneskum vodka. DJ. Sergey leikur fyrir dansi. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.