blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 37
blaöiö FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER DAGSKRÁ I 37 Jordan vill annað barn Jordan hefur sagst tilbúin að eignast annað barn og segist vilja eignast litla dóttur. Fyrirsætan á fyrir tvo syni en hefur nýlega átt þann seinni. „Ég vill eignast stúlku, ég er sjálf mikið fyrir stelpudót og hef allt bleikt inni hjá mér. Jordan hefur ný- lega gifst söngvaranum Peter Andre en þau giftu sig fyrir mánuði síðan en parið hóf samband eftir að hafa fallið fyrir hvort öðru í sjónvarpsþættinum „I'm a celebrety get me out of here“. ■ EITTHVAÐ FYRIR... Svanhildur er með þáttinn „Island í dag" sem er á dagskrá Stöðvar 2. tllfILÁ Sirkus, Joan Of Arcadia, 20.00 Sagan af Jóhönnu af Örk færð í nú- tímann. Táningsstelpan Joan er ný- flutt til smábæjarins Arcadia þegar skritnar uppákomur fara að henda hana. Hún fer að fá skilaboð frá Guði sem segir henni að gera alls kyns hluti sem hún og gerir. Þessu nýja hlutverki þarf hún síðan að koma inn í daglega líf sitt sem reyn- ist alls ekki auðvelt. Þáttaröðin var tilnefnd til Emmy verðlauna auk þess sem hún hlaut Peoples Choice Award fyrir bestu dramaþættina. Stöð 2, Idol Sjtörnuleit 3, 20:30 Rúmlega 1400 keppendur skráðu sig til leiks í Idol - Stjörnuleit en haldin voru áheyrnarpróf viða um land. Nú víkur sögunni til Akureyrar þar sem norðlenskir söngvarar létu til sín taka. Hópur upprennandi söng- stjarna mætti á Hótel KEA og freist- aði þess að heilla dómnefndina upp úr skónum. 1 næstu viku verður sýnt frá áheyrnarprófum á Egilsstöðum. 2005. Hvernig hefurðu það í dag? Fínt. Það er bara megin stefna hjá mér að hafa það fínt. Hvenaer höfstu fyrst störf í fjölmiðlum? Árið 1995 hóf ég störf sem blaðamaður hjá Degi á Akureyri. Fór svo að vinna í útvarpi, til 2003, en þá fór ég að vinna í Kastijósinu. Er starfið í fjölmiðlum öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér? Ég veit það ekki, ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma reynt að ímynda mér hvernig störf í fjölmiðlum væru. Þannig að þú ætlaðir þér ekki að verða fjölmiðlakona þegar þú varst lítil? Nei. Svo lengi sem ég man eftir mér ætlaði ég að verða eitthvað sem endaði á -fræðingur. Ég var alveg til í að verða fornleifafræðingurog ákvað snemma að ég vildi verða lögfræðingur. Á tímabili langaði mig líka til að verða dýralæknir. aði á því að rassinn á mér var á skjánum. Ég var eitthvað að þurrka framan úr Agli Helgasyni sem var viðmælandi hjá okkur og hafði sullað vatni framan í sig, hvernig sem hann fór að því. Ég ákvað að vera almennileg og þurrka framan úr honum í góðmennsku minni. Svo byrjaði þátturinn og á skjánum birtist rass! Dreymdi þig eitthvað skemmtilegt í nótt? Nei, en mig hefur dreymt mjög mikið í þessari viku. Meðal annars að klipparinn minn var ekki við, svo ég fór í klippingu hjá einhverri stelpu sem klippti mig stutt og litaði hárið dökkt. Ég var utan við mig og tók ekki eftir því strax, en argaði svo á hana þegar ég uppgötvaði þetta. Svo dreymdi mig líka að ég var að reyna að kaupa húsið af Hannesi Hólmsteini. Mig langaði mjög mikið að eiga þetta hús því í því voru tvö baðherbergi. Draumfarir mínar eru mjög steiktar á köflum. Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi Svanhildar Hólm? Ég vakna og fer niður og gef gullfiskunum og köttunum. Svo kveiki ég á katlinum, fer í bað, fer fram og fæ mér morgunmat. Síðan les ég öll blöð sem ég kemst í, og les fréttir á netinu og hlusta á morgun- vaktina eða morgunsjónvarpið, eða á Talstöðina. Mæti svo á fund í vinnunni, og er þar allan daginn. Fer í.smink" um sexleytið, og fer svo i útsendingu og er í henni til hálf-átta. Hnýti svo nokkra lausa enda áður en ég fer heim og hringi þar nokkur símtöl sem tengjast vinnunni. Svo les ég og horfi á sjónvarpið og dunda mér eitthvað með fjölskyldunni. Þetta er venju- legur virkur dagur, og ekki mikið pláss fyrir neitt sem ekki tengist vinnunni. Hver er uppáhaldstími dagsins? Hann er þegar ég kem heim, það er mjög gott. Hefur eitthvað neyðarlegt komið fyrir þig í útsendingu? Neyðarlegi þröskuldurinn hjá mér er frekar hár, svo það geta alls konar neyðarlegir hlutir gerst án þess að mér finnist þeir neitt neyðarlegir. Ég tek sjálfa mig ekki það alvarlega að ég fari eitthvað hjá mér þótt eitthvað fari úrskeiðis. En ég held að ég verði að nefna þegar þátturinn byrj- Hver myndir þú vilja að væri lokaspurn- ingin í þessu stutta spjalli? Eg myndi vilja að hún væri: „Er eitthvað að lokum?" og ég myndi svara: „Nei, mér finnast þau fín." Mel Gibson gefur 1 milljón dollara til Mexikó Kvikmyndastjarnan Mel Gibson hefur ákveðið að styrkja fórnarlömb hita- stormsins í Mexikó um 1 milljón dollara. Stjarnan sem var meðal annars í myndinni Lethal Weapon vonast eftir að taka næstu mynd sína Apocalypto upp í Veracruz og hitti Vicente Fox forseta Mexikó í vikunni. ■ Opið: Virka daga kl. 10 - 18, laugardaga kl. 11 - 16.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.