blaðið - 21.10.2005, Síða 4

blaðið - 21.10.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöiö Leikskólar í Kópavogi: Deildum lokað einn dag í viku hverri Baugsmálið: Björn vísar vangavelt- umum vanhæfi á bug Dómsmálaráðherra segir val á sérstökum saksóknara í Baugsmál- inu vandaverk, sem lokið verði innan skamms. Gríðarleg óánœgja er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Ástandið er einna verst í nýjustu hverfum bæjarins og á sumum skólum þurfa börn að vera heima að minnsta kosti einn dag í viku sökum manneklu. Á fundi leikskólanefndar í vikunni lagði fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögur um úrbætur til þess að bæta úr því ástandi sem skapast hefur á leikskólum bæjarins sökum manneklu. Tillögurnar áttu að miða að því að bæjaryfirvöld gætu gripið inn í án þess að koma beint inn á kjarasamningsatriði, ásamt því að gera leikskólana samkeppnishæfari um vinnuafl. Tillagan var felld „Inngrip í kjarasamning Á bæjarráðsfundi í gær lét meirihlutinn bóka að minnihlutinn ætti að kynna sér nýundiritaðann kjarasamning og að mörg atriði í tillögum minnihlutans væru hrein inngrip í þann samning. „Það er með ólíkindum að minnihlutinn standi að slíkri tillögu í miðjum samningaumleitunum hagsmunaaðilasagði í bókuninni. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar bókaði einnig á fundi bæjarráðs í gær eftirfarandi. ,j tillögu Samfylkingarinnar er tekið á fjölda atriða sem ekki tengjast kjarasamningi beint og höfum við ítrekað undanfarið lagt til að gripið verði til aðgerða vegna vandræða í starfsmannamálum. Því hefur ítrekað verið hafnað að hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Gott að búa í Kópavogi? Iris Björnsdóttir sem á börn á leikskólanum Rjúpnahæð hefur ekki farið varhluta af manneklunni og þarf að vera heima með börnin einn og hálfan dag í viku. „Þetta hefur verið svona á fjórðu viku núna og þetta kemur mjög illa við mig þar sem ég er í vinnu þar sem ég þarf að mæta daglega og hafa mikla viðveru. Sem betur fer er ég með mjög skilningsríka yfirmenn en ég er alvarlega að hugsa um að skipta um leikskóla fyrir börnin mín því þetta gengur ekki lengur. Maður fær heldur engar upplýsingar um ástandið. Leikskólastjórinn hefur ekki staðið sig nógu vel og nú er hann farinn í leyfi og aðstoð arleikskólastjórinn er í sumarfríi svo maður hefur ekki hugmynd um hvort eitthvað sé verið að gera í þessum málum. „Hvað myndi fólk segja ef svipað ástand væri í grunnskólunum og ómenntað fólk væri að kenna í grunnskólunum í þetta miklum mæl,“ sagði íris og bætti við, “Þú ættir að tala við bæjarstjórann og spyrja hann hvað hann sjái gott við að búa í Kópavogi, maður skilur ekki alveg þá setningu í þessum aðstæðum.“ Hyllir undir lausn „I fyrradag vantaði aðeins fjórtán stöðugildi sem er mun betra ástand en fyrir skömmu síðan,“ sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri. „Nú er einnig búið að skrifa undir samning við starfsmannafélagið og ég trúi því að þegar hann verður samþykktur verði vandamálið úr sögunni." Gunnar bætti við að minna væri um lokanir á deildum nú en áður þannig að ástandið væri að batna. ÖðRUVIsfbtÓMAbÚð ÚrVaI AÍ pOTTAplÖNTUM Rýmum fyrir nýjum vörum, 20-60% afsláttur Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, greindi frá því í umræðum á Alþingi í gær, að hann myndi innan skamms skipa sérstakan saksókn- ara til að fara með meðferð þeirra 32 ákæruatriða í Baugsmálinu, sem Hæstiréttur vísaði frá á dögunum. Hann vísaði á bug vangaveltum um að hann kynni að vera vanhæfur til þess. Dómsmálaráðherra kvaðst hafa unnið að því síðustu daga að finna og fá löghæfan mann til að taka að sér þetta vandasama starf og vonaðist til þess að geta greint frá því hver hann yrði á næstu dögum. Ráðherra þakkaði stjórnarand- stöðuþingmönnum fyrir umhyggju í sinn garð er þeir ráðlögðu honum að segja sig frá málinu þó um form- legt vanhæfi væri ekki að ræða. Hann sagðist hins vegar ekki búa við þau hægindi að geta sagt sig frá málum vegna huglægs vanhæfis eft- ir því sem menn teldu henta. Þvert á móti þyrftu að vera skýrar reglur og skilyrði um hæfi og vanhæfi. Kvaðst Björn ekki reyna að víkja sér undan skyldu sinni í málinu, hann þyrfti að skipa saksóknara nema gildar ástæður væru til annars. Svo væri ekki. Björn sagði að fullyrðingar um meint vanhæfi sitt til skipunar sér- staks saksóknara, styddust hvorki við stjórnsýslulög, lögskýringar né dómafordæmi. Vitnaði Björn til tveggja fræðimanna um að um- mæli stjórnmálamanna um viðhorf þeirra til ákveðinna mála yllu al- mennt ekki vanhæfi þeirra. Miklar kröfur gerðar til sér- staks saksóknara Björn sagði ennfremur að mikl- ar kröfur væru gerðar til þess, sem skipaður yrði sérstakur saksóknari. Hann þyrfti að hafa hæfi til þess að vera hæstaréttardómari, hafa bæði þekkingu og reynslu og njóta óskor- aðs trausts. 1 framhaldinu þyrfti hann svo að fá aðstöðu, aðstoð og tóm til þess.að leiða þennan þátt málsins til lykta. Björn sagði brýnt að Baugsmálið yrði til lykta leitt með festu og alvöru, enda hvíldi það þungt á sakborningum, réttarkerf- inu, viðskiptalífinu og raunar þjóð- inni allri. Það var Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðu utan dagskrár um skipan ákæruvalds í málinu. Kvaðst hann hafa miklar efasemdir um skynsemi þess að rannsókn og saksókn mála væri á sömu hendi og spurði ráð- herra hvort hann teldi ástæðu til að breyta því fyrirkomulagi. Þá nefndi Lúðvík að margir hefðu efasemdir um vinnubrögð embættis ríkislög- reglustjóra í ýmsum viðamiklum málum. Björn sagði á hinn bóginn að fyrirkomulag þessara mála hér væri svipað og í nágrannalöndunum og taldi sérstök rök þurfa að færa fyr- ir því að breyta því. Ársfundur ASÍ Þjóðarsáttin í uppnámi Tiltrú almennings á stöðugleika og þjóðarsáttina minnkar ef ekki kemur til meiriháttar framlags afhálfu stjórnvalda og atvinnurek- enda að sögn Grétars Þorsteinssonar Grétar Þorsteinsson, forseti ASl, sakar ríkisstjórnina um að bregðast ekki við varnarorðum samtakanna um þróun í verðlagsmálum. Þetta kom fram í opnunarræðu Grétars á ársfundi ASl sem settur var í gær. I ræðunni sagði Grétar einnig að ASÍ væri fylgjandi skattalækkunum sem beint væri til tekjujöfnunar en alls ekki ef þær þýddu niðurskurð í vel- ferðarkerfinu. Ofurlaun ílandinu Grétar varaði einnig við að verð- bólgan væri meiri en kjarasamning- ar gerðu ráð fyrir og ef ekki væri brugðist við því væri ljóst að samn- ingar væru í uppnámi. I samtali við Blaðið sagði Grétar að launabil í land- inu væru stöðugt að aukast og sömu- leiðis stéttskipting. „Þeim fjölgar sí- fellt sem flokkast undir það að vera á ofurlaunum og síðan erum við að sjá í afkomu fyrirtækja og þá sérstak- lega í fjármálageiranum og stórfyrir- tækjum milljarða tugi í hagnað í sex mánaða uppgjörum. Almenningur heyrir þetta og sér.“ Grétar Þorsteinsson á ársfundi ASl sem hófst í gær Stöðugleiki mikilvægur Grétar segir ennfremur að ef ekki komi til meiriháttar framlags af hálfu stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins muni þjóðarsáttin vera í uppnámi. „Við erum sammála að stöðugleikinn er afar mikilvæg- ur og við töldum að við værum að leggja mikið af mörkunum við kjara- samningsgerð síðast bæði með því að semja til fjögurra ára, sem við hefðum ekki gert nema fyrir tilstilli endurskoðunarákvæða. Ef það tekst ekki að ná saman núna þá er það al- veg ljóst að mínu viti að trú okkar fólks á þetta þríhliðasamstarf og stöðugleikann er auðvitað í mikilli hættu.“ ■ VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! OPNUM NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ASKALIND 2A - NÚNA í OKTÓBER HÚSGAGNAVERSLUN

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.