blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 blaðið Fellibylurinn Wilma stefndi á Yucatan-skagann í gœr: Mikill viðbúnaður út af Wilmu Ferðamenn yf jrgefa Playa del Carmen í Mexíkó vegna yfirvofandi hættu af fellibylnum Wilmu sem stefndi í gær á Yucatan-skagann. Tugum þúsunda íbúa í Mexíkó, á Kúbu og á Flórída var skipað að yfir- gefa heimili sín á svæðum sem talið er að séu í hættu vegna fellibylsins Wilmu. Aðeins dró úr krafti felli- bylsins í gærmorgun og var hann orðinn að fjórða stigs byl í gær og vindstyrkur hans um 240 km/klst. Að minnsta kosti 13 hafa farist í óveðrinu þar af 11 manns á Haítí þar sem hann olli miklum flóðum og aurskriðum. Óttast er að appelsínu- og sykurreyrsuppskera á Flórída séu í hættu vegna fellibylsins. Veðurfræðingar spáðu því að felli- bylurinn færi yfir Yucatan-skagann í gær eða í dag en óvíst væri hvert hann legði síðan leið sína. Meðal annars er talið að bylurinn muni skella á hinni vinsælu ferðamanna- borg Cancun en fellibylurinn Emily gekk yfir borgina og nágrenni henn- ar í sumar. Þrátt fyrir að margir hafi yfirgefið borgina er talið að enn séu um 70.000 ferðamenn í henni. Stjórnvöld í viðbragðsstöðu Stjórnvöld í Hvíta húsinu lofuðu að fylgjast vel með stöðu mála og von- uðust til að sagan frá því í haust end- urtaki sig ekki þegar brugðist var seint og illa við því neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar fellibylsins Katrínar. Neyðarvistir eru þegar til reiðu í nokkrum borgum á Flór- ída samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum Bandaríkjanna. Önnur lönd á svæðinu búast einnig við hinu versta en víða í Mið-Amer- íku og í Mexíkó eru menn enn að ná sér eftir flóð og aurskriður í kjölfar fellibylsins Stan sem varð yfir 1500 manns að fjörtjóni að því er talið er. Á tímabili varð styrkur Wilmu slíkur að hún varð öflugasti fellibyl- ur sem mælst hefur og Bandaríska fellibyljamiðstöðin á Miami varaði við því að hann gæti hugsanlega haft hörmungar og eyðileggingu í för með sér. ■ Fuglaflensa ógnar sjald- gæfum teg- undum Fuglafræðingar hafa áhyggj- ur af því að sumum sjaldgæf- ustu fiiglategundum heims stafi ógn af fuglaflensu. Tahð er að sjúkdómurinn berist með farfuglum frá Kína og Síberíu suður á bóginn. Sérfræðingar hafa ennfremur lýst yfir áhyggj- um af því að allar tilraunir til að farga villtum fuglum sem grunur leikur á að séu haldnir veirunni kunni að hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér. Hætt er við því að hópar fugla hrekist frá sínum hefðbundnu svæðum sem leiðir til þess að veiran dreifist enn víðar. Þá er betur heima setið enn af stað farið. Margar þeirra tegunda sem um ræðir eru þegar í út- rýmingarhættu og fuglaflensan eða vanhugsaðar tilraunir til að hefta útbreiðslu hennar kynnu að hafa hræðilegar afleiðingar. Bandaríkjamenn ogAfganar bregðast við sláandi sjónvarpsfrétt: Rannsókn fyrirskipuð á vanhelgun á líkum Hamid Karzai forseti Afganistans segir að ríkisstjórn landsins muni hleypa af stokkun- um rannsókn á því hvort bandarfskir hermenn hafi sýnt Ifkum tveggja Talibana vanvirð- ingu. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð á því hvort bandarískir hermenn í Afganistan hafi sýnt líkum tveggja stríðsmanna Talibana vanvirðingu með því að kveikja í þeim. Banda- ríski herinn og ríkisstjórn Afganist- ans lýstu þessu yfir í gær og brugð- ust þar með við sjónvarpsfrétt sem sýnd var í sjónvarpi í Ástralíu á dögunum. f sjónvarpsfréttinni sá- ust bandarískir hermenn brenna lík meintra Talibana rétt fyrir utan þorpið Gonbaz, ekki langt frá borg- inni Kandahar sem var eitt sinn höf- uðvígi Talibana. „Sá verknaður sem við erum vændir um er í mótsögn við gildi okkar,“ sagði fulltrúi Banda- ríkjahers sem hefur hafið rannsókn á því sem gerðist. Atburðurinn kann að draga dilk á eftir sér fslamskir klerkar vöruðu við því að mótmæli kynnu að brjótast út í kjöl- far atburðarins en ekki höfðu þó bor- ist fregnir af neinni ólgu síðdegis í gær. Mótmæli gegn Bandaríkjunum brutust síðast út í maí og þá létu 15 manns lífið. „Þetta er andstætt fs- lam. Þessar fréttir munu ganga fram af Afgönum. Svo niðurlægjandi er þetta,“ sagði Faiz Mohammed, leið- togi múslíma sem spáir því að at- burðurinn kunni að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Við fordæmum harðlega alla van- virðingu við lík hvort sem þau eru af vinum okkar eða óvinum,“ sagði talsmaður Hamid Karzai, forseta Afganistans um leið og hann lýsti því yfir að ríkisstjórnin hyggðist hleypa af stokkunum eigin rann- sókn á málinu. ■ DeLay fyr- ir rétt Tom DeLay, þingmaður Repúblikana- flokksins á Bandaríkja- þingi, á að mætafynrréttTomD í Texas 1 fyrsta þingmaöur sinn í dag. Repúblikana Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur honum í tengslum við rannsókn á meintum lögbrot- um þingmannsins sem var leiðtogi meirihluta Repúblik- anaflokksins á þingi. Honum er gert að sök að hafa brotið lög um fjármögnun kosninga- baráttu en hann neitar sök. Fulltrúar DeLays gera lítið úr handtökuskipuninni og segja hana aðeins vera formsatriði. Suzuki Ignis 4x4 Öflugur smájepplingur, snarpur og eyðslugrannur &SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www.suzukibilar.is Verð kr.1.740.000 eða 18.180 á mánuði* Milljónafrímerki Fjögur sjaldgæf frímerki seld- ust á nærri þrjár milljónir Bandaríkjadala (tæpar 180 milljónir íslenskra króna) á uppboði í New York í fyrradag. Frímerkin sem eru frá árinu 1918 skarta mynd af Curtiss JN-4H-flugvélinni og eru þau fyrstu flugpóstsfrímerkin sem gefin voru út í Bandaríkjunum. Það sem gerir þessi tilteknu merki sér- stök er að þau eru gölluð en á þeim er myndin af flugvélinni öfug. Að- eins var ein hundrað frímerkja örk af gölluðu merkjunum seld á sínum tíma. William Robey keypti örkina sama ár og hún var gefin út á 24 dali en seldi hana viku síðar fyrir 15.000 dali eftir að fréttir af mistökunum höfðu borist út. Síðan þá hefur örk- inni verið skipt upp og einstaka frí- merki selst á allt að 500.000 dali.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.