blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 14
blaði Otgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. TVÆR ÞJOÐIR í EINU LANDI að er löngu orðið tímabært að lækka skatta, ekki síst á þá lægst- launuðu. Það ber því að fagna hugmyndum ASÍ þar sem gert er ráð fyrir 14,75% skatti á laun sem eru undir 175 þúsund krón- um. Staðreyndin er auðvitað sú að það er vart hægt að lifa á mikið lægri launum - hvað sem Pétur Blöndal segir - það er því sjálfsagt að ríkið reyni að aðstoða þá sem verst standa fjárhagslega með skatta- lækkunum. Eina vandamálið er að þetta getur verið ákveðinn hvati til að halda launum sínum í því hámarki - alla vega borgar sig ekki að vera með laun sem eru rétt yfir mörkunum ef skattþrepið þar er tæp 40%. Stökkið milli skattþrepanna gæti því verið of mikið. Það er hins vegar full ástæða fyrir alþingismenn að fara að skoða skattamál- in af meiri alvöru en verið hefur - ekki bara tekjuskatt heldur líka fjármagnstekjuskatt, hátekjuskatt og virðisaukaskatt. Þá þarf að end- urskoða tekjutengingu ýmissa bóta - ekki síst hjá eldri borgurum og öryrkjum. Annað mál þessu tengt. Athyglisvert viðtal birtist í Morgunblað- inu í gær við Jóhann Ómarsson framkvæmdastjóra hjá íslandsbanka. Hann segir að um 3500 fjölskyldur eigi meira en 100 milljónir króna í skuldlausum eignum hér á landi. Gjáin milli þeirra sem eiga eitthvað og þeirra sem þurfa að lifa á verkamannalaunum breikkar því enn og er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Auðvitað er það gott ef fólk hefur góð laun en það hlýtur að vera spurning hvort okkar litla land þolir nýja auðstétt sem lifir í raun í allt öðrum efna- hagslegum heimi en aðrir þegnar. Þeim sem hafa auðgast, ekki bara á hlutabréfum heldur líka fasteignabraski og ýmsu öðru, hefur fjölgað verulega á örfáum árum. Fyrirtæki færast á sífellt færri hendur og svo er nú komið að flest þeirrra stærstu eru í höndum sömu eða tengdra aðila. Þetta er ógnvænleg þróun og ráðamenn hafa setið sem lamaðir hjá án þess að aðhafast nokkuð. Það er ekkert annað en hneyksli að stjórnmálamenn skuli ekki hafa haft dug til að gæta að almennum og sanngjörnum leikreglum í okkar litla þjóðfélagi. Kannski er bara þægilegra og áhættuminna að vera í liði með þeim sem í raun stjórna landinu - viðskiptajöfrunum. Svari hver alþingismaður fyrir sig. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. UREN Laugavegi 40 Sími.5611690 Úrvalaf hlýjum og notalegum peysum 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 blaöiö MfJA VATnSMÝRÍM.ca2oi6 | #iW5TÆ©AHIÍ5 | UÝi r<*e5£rÍNN) ^IIFTld^UGAWliRiLW, NÝJA RLFTAKES' HRADÍRAUTnL (kÝ SjiÍKRAWS ■tK'i gOyGWSTJCR4Bid.l^' ISS. ÞR^TEKUíl EtfGíMtí EFrfR hVJ 4P V/í) EÆ»t>UM HKKí FLuGVÖLLitfW . Ein lög, en Ölfusið er undanskilið Einhversstaðar lengst vestur á fjörð- um gerðist það í sumar að framtaks- samur ýtumaður ruddi slóða úr einni eyðivíkinni ofan í aðra. Mál- inu var vísað til lögreglu og þykir al- varlegt ef menn leggja veg með þess- um hætti án tilskilinna leyfa. I hlíðum Ingólfsfjalls gerðist það fyrir nokkrum misserum að fram- takssamir námumenn lögðu veg beina leið upp úr námunni sinni í rótum fjallsins upp á fjallsins egg. Lögregla var kölluð til en hún neitaði að hafa afskipti af málinu. Það væri of pólitískt. Umhverfisráðuneyti og umhverfisstofnun voru kallaðar til en þar sögðu menn humm og jæja og nöguðu blýanta og gera víst enn. Jarðvöðulsháttur... Eftir japl, jaml og fuður í heilt ár tók Skipulagsstofnun svo loks af skarið og á hrós skilið. Stofnunin kvað upp úr með að umrætt malarnám og veg- lagning upp á fjallsins egg hefði ver- ið ólögleg. Malarnám á fjallsbrún eins sögufrægasta fjalls Islendinga var loks stöðvað. Eftir sat sár í hlíð- inni allt upp á brún og blasir við hverjum þeim sem fer um héraðið að efeki sé talað um þá sem þar búa og hafa jarðvöðulsháttinn daglega fyrir augum. Svo leið misseri. Þá sótti námu- eigandinn um það til hreppsins að mega nú enn fara á fjallsins brún og ýta þar niður nokkrum malarhlöss- um sem var hvort sem er búið að ryðja upp í hrúgu og hreppsyfirvöld sem sitja á sveitarenda ofan í Þorláks- höfn gátu ekki verið að hafa á móti því. Enginn hefur síðan gáð hvaða malarhlössum var ýtt niður enda flest möl eins þegar ofan á jörð kem- ur. Enn var farið upp hlíðina og ekki bara notaðir vegirnir sem Skipulags- stofnun úrskurðaði fyrir ári að væru ólöglegir heldur lagðir aðrir, nýir og betri. Enda þurfti nú að koma upp með ýtunni olíutanki stórum. Við sem súpum vatn úr lindum fjallsins, neðan undir þessum tanki treystum á að hann sé ekki mjög ryðgaður. Bjarni Haröarson Betra er að brjóta lögin... Á meðan jarðýtan hamast á fjallsins egg mallar í farvatninu ógnarlega flókin skýrsla um mat á umhverfis- áhrifum. Af pappírum þar um má sjá að meðal annars er tekist á um hvort ýta eigi mölinni allri niður um eitt skarð eins og gert var í fyrra eða hvort nota megi tvö. Og sjáan- legt að enginn pappírsglámurinn hefur haft fyrir að gá að því hvað ýtt er niður um mörg skörð í dag! Það er ennfremur greinilegt af þeim bréfum sem fara milli Skipu- lagsstofnunar og framkvæmdaaðila að engum dettur í hug að bera fram- kvæmdir framtíðarinnar saman við þá fjallshlíð sem væri ef aldrei hefði verið ruðst ólöglega upp fjallsins hlíð. Það flókna og handónýta skrif- ræðiskerfi skipulagsmála sem byggt hefur verið upp gerir semsagt ráð fyrir að sá sem framkvæmir fyrst og spyr svo standi betur að vígi en aulinn sem fer í að spyrja áður en framkvæmt er. Ölfusið er of nálægt Það ku vera tugir blýantsmanna sem fást við svokölluð umhverfismál og enda búið að telja hverja holtasóley á Eyjabökkum og hverja skel í aust- firskum fjörðum. En stundum dettur mér í hug að Ölfusið sé of nálægt þessu fólki til að það telji sér koma við hvað gerist þar. Eða hvað varð af náttúruverndar- hugsuninni þegar Alfreð og félagar ákváðu að setja steinsteypuklumpa ofan á öll græn og rauð hveraaugu Hellisheiðarinnar, leggja þar vegi þvers og kruss að ekki sé talað um hjákátlega veglagningu Vegagerðar ríkisins þvert yfir sjálft Kristnitöku- hraunið eins og þar sé bara einhver venjulegur mói engum til gagns. Bjarni Harðarson Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is „Hápunktur siOunnar er þó ósvífnir dálkar undir gamla Þjóðviljaheitinu Klipp-og-skorið. Þeireru oftmergjaðirog svíðurundan fjand- ans saltinu sem þar er daglega stráð i svöður stjórnmálamanna." Össur Skarphéoinsson skrifar um þennan DALK A HEIMASlÐU SINNI, OSSUR.HEXIA.NET, 20.10. 2005. ■ ■ Ossur fjallar um íslensku blöðin á heimasíðu sinni í gær, en hann er enn ástriðufullur blaðamaður og blaðalesandi. Klipp- ari tekur þessum athugasemdum sem hrósi, en Ijóst er að Össur heldur mest upp á skoðanasíður blaðanna og hrósar Blaðinu sérstaklega fyrir forystugreinar um viðskiptaleg málefni, enda þótt honum finnist það lengra til hægri en hann kysi. Hann spáirþví jafnframt að Blað- ið og Morgunblaðið renni saman áður en yfir lýkur. Sagan er góð, en Klippari skilur ekki al- veg hvað blöðin tvö ættu að græða á því. Steinunn V. Óskarsdóttir borgar- stjóri ereitthvað sérlega óheppin þeg- ar kemur að kvenréttindaumræðu, sem menn hefðu þó haldið að væru hennar aðal. Ekki er langt sfðan hún lét afar óheppileg ummæli falla um at- vinnulausarkonurvegna manneklu á ieikskólum og í skólaseljum borgar- innar og nú er hún komin f vond mál vegna kvennafrídagsins. Steinunn sendi tilmæli til stjórnenda á vinnustöðum borgarinnar um að bregðast vel við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag, en auðvitað þannig að þjónusta yrði ekki skert. Finnst konum hjá borginni sem borgarstjóri lít- ilsvirði störf sín fyrst hún telji að hægðarleikur sé að halda uppi fullri þjónustu þó konur leggi niður störf. Stefán Jón Hafstein samherji hennar og keppinautur þótti á hinn bóginn bregðast við af karlmennsku og jafnréttisanda í senn þegar hann skoraði á kynbræður sína að sýna ábyrgð á börnum f leik- og grunnskólum á kvennafrídaginn. Island fékk á þríðjudag hæstu einkunn hjá Transparancy International, en það er alþjóðleg stofnun, sem kortleggur opinbera spillingu vftt og breitt á jarðkúlunni. Þessi niðurstaða þarf þó ekki endilega að auka hróður lands og þjóðar. I gær greindi Philadelp- hia Daily News til dæmis frá rannsókninni und- irfyrlrsögninni: Hverju erað stela á fslandi?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.