blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 38
381 FÓLK FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER blaAÍÖ BEST í HEIMI (slendingar eru flestir stoltir með land sitt og gjarna heyrist í fjölmiðlum og á tali fólks að Islendingar séu bestir í : heimi í hinu og þessu. Það furðulega er að stoltið virðist ekki alltaf ná mjög langt og Smáborgaranum finnst minnimáttarkennd landans oft afar j einkennandi. Smáborgarinn furðar sig oft á minnimáttakenndinni og þeirri furðulegu þörf sem landinn hefur til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þjóðin sé sambærileg öðrum þjóðum og auðvitað helst að hún skari fram úr. Smáborgaranum finnst oft eins og það skipti ekki máli hvort landinn veki at- hygli á jákvæðan eða neikvæðan hátt. öll athygli sé jákvæð og endalaust er talað um að Islendingar þurfi svo sann- arlega á landkynningu að halda. Einn mælikvarðinn til að mæla vel- gengni þjóðarinnar eru alþjóðlegar kannanir sem skipta sennilega fáar þjóðir meira máli en Island. Þannig taka Islendingar sérstaklega eftir því þegar þeir eru ofarlega á listum í alþjóð- legum könnunum og ef þeir eru ekki hæstir þá bera þeir sig saman við hin Norðurlöndin og vonast eftir því að skara að minnsta kosti fram úr þeim. Það skiptir í raun ekki máli hvers eðlis kannanirnar eru því landinn hreykir sér jafn mikið á því hvort heimsmetið sé slegið í að drekka mesta kókið, eiga flest hjálpartæki ástarlífsins, hafa átt sterkasta mann heims, fallegustu kon- urnar og svo mætti lengi telja. Það virðist sem að allt sem erlent er sé á einhvern hátt réttara og betra en það sem Islendingum sjálfum finnst. Ann- að dæmi sem Smáborgarinn vill nefna sem lýsir minnimáttarkennd landans og efasemdum um hvaða hugmyndir útlendingar hafa um landið er þegar þeir eru spurðir um leið og þeir lenda á landinu ,How do you like lceland'. Nú orðið er hlegið vandræðalega þegar spurningin heyrist í fjölmiðlum en Smá- borgarinn heldur að undir niðri vilji flest- ir vita svarið frá útlendingunum. Enn er spurningin notuð og eru mestar líkur á að það staðfesti það sem landinn vill .heyra að útlendingar séu heillaðir af j landinu þrátt fyrir að þeir hafi aðeins verið þar í örfáar mínútur. Smáborg- arinn veltir því fyrir sér af hverju þjóð sem býr yfir svo mikilli velgengni eins og margirfinna fyrir þurfi að heyra það utan úr heimi hvað öðrum finnst. Hann veltir því fyrir sér hvort það blundi kannski enn í landsmönnum orð Hall- dórs Laxness þegar hann hneykslaðist yfir því hversu skítugir Islendingar væru í samanburði við aðrar þjóðir. Össur Skarphéðinsson ,Þar er í tísku að segja að nú sé Jón- as ritstjóri orðinn endanlega galinn. Hugsanlega er það rétt. Honum er samt að takast með hjólabretta- gæjunum sem vinna þar að búa til blað með einstaklega sterkan svip. Síða tvö og þrjú í DV eru frökkustu og hugmyndaríkustu síðurnar í ís- lensku dagblöðunum". http://web.hexia.net/roller/page/oss- ur// Björn Ingi Hrafnsson ,Þegar ég var að fletta blöðunum sá ég líka flotta auglýsingu með Stein- unni Valdísi og hélt þá að slagurinn fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í febrúar væri byrjaður. En svo sá ég að þetta væri auglýsing frá borgarstjóranum sem væri svona líka búinn að dubba sig upp fyrir hverfafundi um allar grundir á næstunni". http://www.bjorningi.is/ HVAÐ FINNST ÞÉR? Birna Þórðardóttir, blaðamaður Hvað finnst þér um viðræðurnar um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík? „Ég bara skil ekki vandamálið. í fyrsta lagi átti þessi herstöð aldrei nokkurn tíma að rísa hérna, í öðru lagi átti hún að vera farin fyrir margt löngu og í þriðja lagi er ekkert meira um það að segja. Þetta eru búin að vera mikil mistök frá upphafi og sýnir hverjir hafa verið hér við völd í gegnum tíðina. Svo segi ég bara ísland úr Nató herinn burt. Það gildir enn, á meðan ástandið er eins og það er.“ Að því er varðar þann ágreining milli ríkjanna sem upp virðist risinn um kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar sagði Birna, „Auðvitað kostar eitthvað að vera með flugvöll, það veit hver sjálfstæð þjóð. Maður selur sig ekkert fyrir einn flugvöll." Geri barnshafandi Ósk Geri Halliwell, sem einnig er þekkt sem „Baby Spice“ eða barnakrydd virðist hafa ræst: Hún er ófrísk. En það er ekki fullkomlega ljóst hvort hún kemur til með að enda sem einstæð móðir, eða njóta hjálpar föðurins. Fréttir herma að hann sé Sacha Gervasi, handritshöfundur, en fáir vissu um samband hans og Geri. I tilkynningu frá Sacha, sem skrifaði handritið að Tom Hanks- myndinni „The Terminal“, segir meðal annars: „Ég hyggst gefa Geri og barninu allan þann stuðning og alla þá ást sem þau þurfa." En samt er ekki allt sem sýnist, því sést hefur til parsins hnakkrífast á opinberum stöðum. Vinkona Geri segir um málið: „Geri er mjög leið yfir því að sambandið við Sas- cha sé ekki að ganga upp. En ef hún verður ein þegar barnið fæðist mun það alveg ganga. Hún er sterk stúlka og getur þetta vel“. Cameron skoðar plánetuna Cameron Diaz er ekki bara sæt stelpa, hún er líka bráðskörp. Stjarnan úr Charlie's Angels segir að ef hún hefði ekki farið út í að leika, hefði hún að öllum líkindum gerst vísinda- maður. Hún segir: „Ég held áreiðanlega að ég hefði farið að læra einhvað tengt vísindum, eins og dýrafræði eða sjávarlíffræði. Ég dýrka hvernig plánetan okkar virkar. Það er hægt að læra svo mikið af dýrunum.“ Sjónvarpsþáttur sem hún hefur verið með, sem heitir „Tripp- in“ gerði henni kleift að ferðast um hnöttinn með það fyrir augum að bjarga umhverfinu. Um þáttinn segir hún: „Mér finnst fínt ef ég get notað það hversu þekkt ég er til að vekja fólk til umhugsunar um hvernig plánetan okkar er og hvernig við erum hluti af henni.“ Gwyneth segir göturnar skítugar ? — „ . Gwyneth Paltrow hefur verið að kvarta á síðum blaðanna yfir lífinu í Englandi. 1 banda- risku útgáfu glanstímaritsins Marie Claire segir hún götur í Englandi skítugar, veðrið of kalt og þjónustu við viðskiptavini allt of slaka. Hún ráðleggur lesendum sem eru á leið til Bretlands: „Takið með regnföt eða regnhlíf sem passar í tösku, því það er alltaf rigning“. Þrátt fyrir að hún viðurkenni að henni hafi oft fundist kalt og niðurdrepandi í Englandi, hafi hún vanist þessu og líki nú vel. Leikkonan býr í London með manni sínum Cris Martin, söngvara Coldplay, og dóttur þeirra Apple. Ögmundur Jónasson „Hrafn vildi flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn, hækka bygg- ingu hér, lækka þar, til dæmis vildi hann sníða nýbyggingu ofan af gamla Útvegsbankanum, núverandi dómshúsi við Lækjartorg, endur- skoða afstöðu okkar til fífilsins og sóleyjarinnar, en eins og menn rek- ur ef til vill minni til fór grassláttur og reyting “illgresis” mjög fyrir brjóstið á Hrafni. Þessar hugmynd- ir og fleiri setti hann fram í litium þætti í Ríkissjónvarpinu. Tilgang- urinn var augljóslega að kveikja umræðu, sem svo sannarlega tókst enda bryddað á ýmsum snjöllum hugmyndum og okkur sýnt sjónar- horn sem við flest hver höfðum ekki komið auga á. Þetta var hið besta mál, líka hugmyndin um flugbraut á Lönguskerjum í Skerjafirði! Hví ekki að hugleiða þann kost? Glæsi- legt aðflug að borginni“. http://www.ogmundur.is/ eftir Jim Unger „Þú getur ekki verið farinn að þyngjast strax. Þú hættir að reykja fyrir korteri." O Jlm Ungor/dist by United Meoia. 2001 HEYRST HEFUR... Verðstríð Bónuss og Krón- unnar heldur áfram og samkvæmt nýrri verðkönnun sem Morg- unblaðið birti í gær munar að- eins einni krónu á 17 tegundum af þeim 25 sem skoðaðar voru. Þessi niðurstaða bendir til þess að Krónan hafi hreint ekki gef- ist upp í verðstríðinu þrátt fyrir steríca stöðu Bónuss á markaðn- um. Það bendir því margt til þess að alvöru verðsamkeppni sé að verða til á markaðnum, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir neytendur. Það er svo allt annað mál að Halldór Ásgríms- son hélt því fram á þingi í gær að matvöruverð væri allt of hátt hér á landi. KRj)>IAN 'V.O V ■ Ul <0 Hljómsveitin Jakobínarína á eftir að gera góða hluti í framtíðinni ef marka má það sem ritstjóri Rolling Stone tímaritsins David Fricke hafði á orði eftir tónleika hennar á Iceland Airwaves í fyrra- kvöld. Orðrétt sagði Fricke að Jakobínarína væri „the next big thing“. Það eru hins veg- ar ekki einungis erlendar stjörn- ur sem mættu á opnunarkvöld tónlistarhátiðarinnar heldur létu alíslensk stórstirni sig ekki vanta. Til að mynda mátti sjá Bjössa, trommuleikara Mínus, á spjalli við þá Elís og Bjarna úr Jeff Who? svo einhverjir séu nefndir. Fallega fólkið lét sig heldur ekki vanta og glitti í Unni Birnu ungfrú Island og Chloe Opheliu módel með meiru sem mætti ásamt betri helmingnum. Pær fréttir að um 3500 fjöl- skyldur á Islandi eigi meira en 100 millj- ónir króna í skuldlaus- < ' um eignum hafa vakið mikla athygli og þyk- ir enn ein staðfestingin á því að þjóðin sé að skiptast í tvennt. Þessir peningar eru síðan að ávaxta sig um að meðaltali 15 milljónir á ári, þannig að ljóst er að stór hópur manna þarf ekki að eiga andvökunætur út af fjárhagsáhyggjum...eða hvað. Hlutabréfavísitalan hefur verið á hraðri niðurleið síðustu daga og milljónirnar eru víst fljótar að fara út um gluggann í slíku andrúmslofti. 1"T7"" Sigurjón Þórðarson alþing- ismaður er ekki sammála því að Island sé það land í heiminum sem spilling þrifst hvað síst í, eins og fram kom í skýrslu Trans- parency Inter- national á dög- unum. Á heimasíðu sinni telur hann upp nokkur atriði máli sínu til stuðnings og segist íhuga að senda listann þeim sem gerðu skýrsluna svo þeir geti endurskoðað stöðu Islands í neðsta sæti spillingarlistans. Sem dæmi nefnir Sigurjón lok- að bókhald stjórnmálaflokka, sölu bankanna, helminga- skiptareglu stjórnarflokkanna, olíusamráðið og tengsl þess við valdaklíkur landsins og greið- an aðgang vina og vandamanna Davíðs Oddssonar í Hæstarétt. Sigurjón gætir þess að gleyma því ekki að hér á landi eru stór- fyrirtæki lögð í einelti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.