blaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaAÍÖ
Ársfundur ASÍ:
Þjóðarsáttin
í uppnámi
Tiltrú almennings á stöðugleika og þjóðar-
sáttina minnkar efekki kemur til meirihátt-
arframlags afhálfu stjórnvalda og atvinnu-
rekenda að sögn Grétars Þorsteinssonar
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sakar ríkisstjórnina um að bregðast
ekki við varnarorðum samtakanna
um þróun í verðlagsmálum. Þetta
kom fram í opnunarræðu Grétars
á ársfundi ASÍ sem settur var í gær.
I ræðunni sagði Grétar einnig að
ASÍ væri fylgjandi skattalækkunum
sem beint væri til tekjujöfnunar en
alls ekki ef þær þýddu niðurskurð í
velferðarkerfinu.
Ofurlaun í landinu
Grétar varaði einnig við að verðbólg-
an væri meiri en kjarasamningar
gerðu ráð fyrir og ef ekki væri brugð-
ist við því væri ljóst að samningar
væru í uppnámi. I samtali við Blað-
ið sagði Grétar að launabil í landinu
væru stöðugt að aukast og sömuleið-
is stéttskipting. „Þeim fjölgar sífellt
sem flokkast undir það að vera á of-
urlaunum og síðan erum við að sjá í
afkomu fyrirtækja og þá sérstaklega
í fjármálageiranum og stórfyrirtækj-
um milljarða tugi í hagnað í sex
mánaða uppgjörum. Almenningur
heyrir þetta og sér.“
Stöðugleiki mikilvægur
Grétar segir ennfremur að ef ekki
komi til meiriháttar framlags af
Grétar Þorsteinsson á ársfundi ASl sem
hófst í gær
hálfu stjórnvalda og Samtaka at-
vinnulífsins muni þjóðarsáttin vera
í uppnámi. „Við erum sammála
að stöðugleikinn er afar mikilvæg-
ur og við töldum að við værum að
leggja mikið af mörkunum við kjara-
samningsgerð síðast bæði með því
að semja til fjögurra ára, sem við
hefðum ekki gert nema fyrir tilstilli
endurskoðunarákvæða. Ef það tekst
ekki að ná saman núna þá er það al-
veg ljóst að mínu viti að trú okkar
fólks á þetta þríhliðasamstarf og
stöðugleikan er auðvitað í mikilli
hættu.“ ■
Borgin sem þau byggðu-
hvernig býr hún að þeim?
Ræðum málefni aldraðra
Mér þætti vænt um nærveru ykkar á Hótel Borg næstkomandi
laugardag, 22. október, kl. 15:00.
Ávörp flytja:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Guðmundur H. Garðarsson, formaður eldri borgara félags
Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi alþingismaður
Jóna Gróa Sigurðardóttir, fv. borgarfulltrúi
Eftir ávörp og umræður munum við njóta veitinga og Raggi
Bjarna ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni munu skemmta okkuraf
sinni alkunnu snilld með nokkrum vel þekktum lögum.
Hittumst og eigum góða stund saman.
Hittumst í kaffi!
Kosningaskrifstofa, Suðurlandsbraut 14
Sími 520 3700, opið: Frá mánudegi til föstudags kl. 14-20
Laugardaga og sunnudaga kl. 13-18
www.vilhjalmurth.is Veriö velkomin
r
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
- reynsla til forystu!
Baráttufundur:
Styttist í Kvennafrí
Framkvæmdanefnd um kvennafrí
hélt blaðamannafund í gær þar sem
dagskrá baráttufundarins á Ingólfs-
torgi var kynnt. Vigdís Finnboga-
dóttir fyrrverandi forseti kynnti
dagskrána ásamt nefndarkonum.
Foreldrar barna á frístundaheimil-
um borgarinnar eru hvattir til þess
að sækja börn sín fyrir klukkan
14:08 á mánudaginn þegar konur
munu leggja niður vinnu sína. Því
er einnig bent til foreldra að þeir láti
vita í síðasta lagi fyrir klukkan 15.00
í dag ef engin önnur úrræði eru.
Þetta kom fram í tilkynningu frá
ÍTR. Borgarstjórinn hefur einnig
beint þeim tilmælum til kvenna að
þær sæki börn sín á leikskóla áður
en haldið verður á fundinn til þess
að gefa sem flestum starfsmönnum holti klukkan 15.00 á mánudag og þarsemhaldinnverðurbaráttufund-
leikskóla færi á að mæta. Konur farið verður í kröfugöngu niður ur með fjölbreyttri dagskrá. ■
munu safnast saman á Skólavörðu- Skólavörðustíg og að Ingólfstorgi
Stúdentar mótmæla
Fulltrúar Stúdentaráðs við Háskóla Islands afhentu í gær menntamálanefnd Alþingis ályktun ráðsins þar sem mótmælt er þeirri álykt-
un landsfundar Sjálfstæðisflokksins að stefnt skuli að því að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. I yfirlýsingu ráðsins
segir að þeir líti þessa ályktun alvarlegum augum og telja að upptaka gjalda muni draga úr jafnrétti til náms.
Úrval af fallegu silki
Handmálað postulin
Úrval af heilsutei
Gjafavörur frá Kína
06
Tm\
SPORTBAR
;i'
c>£c>
í >]
71
LIFANDI TÓNLIST ALLAR HELGAR
Mán.-Fim. 18:00-23:30 Laugardaga 11:30-03:00
Föstudaga 18:00-03:00 Sunnudaga 11:30-23:30
Banaslys:
Bóndi lést í
Borgarfirði
Banaslys varð í
Stafholtstungum í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Borgarnesi bar
slysið að með þeim hætti að
maðurinn lenti i drifskafti
dráttarvélar sinnar og lést
samstundis. Maðurinn var einn
að störfum og urðu engin vitni
að slysinu en vegfarendur sem
séð höfðu mannin að störfum
15 - 20 mínútum fyrr, komu að
manninum á bakaleið sinni og
gerðu lögreglu viðvart. Ekki
er hægt að greina frá nafni
mannsins að svo stöddu.
Augiýsingadcíld 510-3744
bíaóiö
GÓÐ HEILSA
GULLIBETRI
www.nowfoods.com