blaðið - 26.10.2005, Side 10

blaðið - 26.10.2005, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaóið Úrskurður Evrópudóm- CPlli|J^lfl|A stólsins tekur af öll j£ £ lCll A A CE mœli: m BP eign Grikkja Iraks samþykkt íbúar á Flórída jafna sig eft- ir Wilmu Evrópudómstóllinn úrskurð- aði í gær að Grikkjum einum sé heimilt að framleiða ost undir nafninu „feta“ og lauk þar með langri deilu milli Grikkja annars vegar og Danmerkur og Þýskalands hins vegar um nafnið. Úrskurðurinn er sigur íyrir Grikkland þar sem talið er að fetaostur hafi verið framleidd- ur úr blöndu af kinda- og geitamjólk í um 6.000 ár. Danir og Þjóðverjar vildu nota feta-nafnið yfir ost sem líkist fetaosti og er framleidd- ur í löndunum tveimur. f rökstuðningi sínum benti dómstóllinn á það mat framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins að hinn eiginlegi fetaostur fengi sitt einstaka bragð frá tilteknum sauðfjár- og geitategundum á Grikklandi. í úrskurðinum sagði ennfremur að fetaosturinn væri oíf tengd- ur við Grikkland og gríska menningu í öðrum ríkjum ESB og væri markaðssettur með myndum sem vísuðu í þá menningu. Grísk stjórnvöld hafa barist fyrir lögverndun fetanafnsins í meira en áratug fyrir Evrópudómstólnum. Fyrsta stjórnarskrá fraka frá því að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum hefur verið samþykkt. Kjörstjórn lýsti þessu yfir í gær um leið og hún kynnti úrslit í hinni sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór fyrr í mánuðinum. Til að fella stjórnarskrárdrögin hefði þurft að hafna þeim með að minnsta kosti tveimur þriðju at- kvæða í þremur héruðum landsins af átján. Endanleg úrslit þjóðaratkvæða- greiðsfunnar sem fram fór þann 15. október voru háð niðurstöðum í héraðinu Nineveh þar sem einkum súnnímúslimar búa. Nineveh var á meðal síðustu héraða til að lýsa yfir úrslitum. Stjórnarskrárdrög- unum hafði þegar verið hafnað með tilskildum meirihluta í tveim- ur öðrum héruðum þar sem súnn- ímúslimar eru í meirihluta. Þegar atkvæði höfðu verið talin höfnuðu aðeins 55% kjósenda í Nineveh-hér- aði drögunum sem dugði ekki til að fella stjórnarskrána. Súnníarabar upp til hópa mótfallnir Súnníarabar, sem voru valdastétt í landinu í tíð Saddam Hussein og í öllum fyrri ríkisstjórnum lands- ins, voru upp til hópa mótfallnir stjórnarskránni þar sem þeir ótt- uðust að hún myndi skilja hinar mikiu olíuiindir landsins eftir í höndum sjíta og kúrda. Iraskur maður kynnir sér stjórnarskrárdrögin fyrr í mánuðinum. Með samþykkt stjórnarskrárinn- ar er fátt því til fyrirstöðu að hægt sé að halda kosningar til löggjafar- þings íraks í desember. Með nýju stjórnarskránni fá héraðsstjórnir umtalsverð völd í sínar hendur og festir í sessi sjálfstjórn kúrda í norðurhluta landsins. Búist er við að sjítar setji á laggirnar svipað sjálfstjórnarhérað í mið- og suður- hluta landsins. _ Fellibylurinn Wilma olli gríðarlegu tjóni og skildi um 6 milljónir manna eftir án rafmagns þegar hann hélt yfir Flórídaskaga á mánudag. Að minnsta kosti sex dauðs- föll eru rakin til bylsins í Flórídaríki einu og þúsundir íbúa héldu enn til í neyðar- skýlum í gær þrátt fýrir að bylurinn væri farinn hjá. Yfirvöld á þremur fjöl- mennustu svæðum ríkisins bjuggu sig undir að dreifa ís, vatni og öðrum nauð- þurffum til íbúa sem urðu illa úti í óveðrinu. Óttast er að það kunni að taka fáeina daga og jafnvel vikur fyrir samfélagið að komast í samt lag. Út af rafmagnsleysinu voru flestar verslanir lok- aðar í gær og langar raðir mynduðust við þær fáu sem voru opnar. Sums staðar var hleypt inn í hollum og máttu margir bíða lengi til þess að geta orðið sér úti um nauðsynjavörur, vatn og rafala svo nokkuð sé nefnt. Það tók bylinn um sjö klukkustundir að fara yfir Flórídaskaga en þaðan hélt hann út á Atlantshafið þar sem styrkur hans jókst á ný. VOLVO S40 VOLVO V50 VOLVO S60 VOLVO V70 VOLVO S80 VOLVO XC70 AWD VOLVO XC90 AWD VELDU VOLVO VSO FYRIR NOTAGILOIO Volvo V50 er stærðfræðileg snilld, sportlegur og fullur af lífsorku. Hann er sparneytinn og slær keppinautum sínum við fyrir glæsileika, aksturseiginleika og tæknibúnað. Áratuga umhyggja Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar og þörfum hennar kristallast í Volvo V50. Áhersla á markvissa hönnun skutbíla setur Volvo V50 á stall hjá fjölskyldufólki sem leitar að réttu samræmi rýmis og hleðslu, þar sem rétt þyngdardreifing skerðir ekki aksturseiginleika skutbílsins. Veldu sér- hannaðan herragarðsbíl frá Volvo: Volvo V50. Þú finnur notagildið sem hann færir þér og þínum i leik og starfi. Mikill staðalbúnaður einkennir Volvo Þú færð mikinn staðalbúnað í Volvo V50: WHIPS bak- hnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi, stöðugleikastýr- ingu og spólvörn, ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upphituð sæti, 16“ álfelgur og margt fleira. Þú velur um skemmtilegar vélar í Volvo V50. Hinar geysi- öflugu 170 og 220 hestafla vélar mörkuðu tímamót í bíl- greininni fyrir nýstárlega hönnun og tæknibúnað. Nú færðu Volvo V50 með óvenjusprækri 125 hestafla 1,8 lítra vél og enn meiri búnaði en áður. Komdu í Brimborg. Heimsbíll ársins í fyrsta sinn í sögunni Volvo V50 var tilnefndur sem „Heimsbíl ársins 2005“ og bætist tilnefningin við flóru viðurkenninga Volvo V50 og Volvo S40 en Volvo S40 er m.a. bíll ársins á íslandi. Öryggi er lúxus. Veldu Volvol Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fyrir gamla bílinn. WORLD CAK or THEYEAR AWARDS Volvo V50 bensín. Veró frá 2.545.000 kr.* Volvo V50 dísil. Veró frá 2.845.000 kr* • Brimbofg og Volvo áskilja sér rétt til afl bfeyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverö háð gengi, Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.